Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 1
ÁVERKASÝNING Í IÐU Mannréttindasamtökin Amnesty International héldu óvenjulega tískusýningu í Iðu við Lækjargötu í gær. Sýning- in var hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Álfrún Örnólfsdóttir og aðrar sýningarstúlkur voru farðaðar eftir áverkalýsingum úr dómsmálum um heimilisofbeldi. KOSNINGAR ENDURTEKNAR Líkur eru á að boðað verði til nýrra kosninga í Úkraínu fyrir áramót. Þingið lýsti forseta- kosningarnar ógildar í gær og samþykkti vantraust á yfirkjörstjórnina. Sjá síðu 2 ÞARF AÐ FINNA ANNAN STAÐ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, verðandi borgar- stjóri, segir nauðsynlegt að ræða það alvar- lega við utanríkisráðuneytið að finna banda- ríska sendiráðinu annan stað. Sjá síðu 2 EITUR Í JARÐVEGI Miltisbrandur kann að leynast í jarðvegi þar sem sýktum dýrum hefur verið fargað. Nú er reynt að kort- leggja slíka urðunarstaði. Sjá síðu 4 MAFÍA UNDIR SMÁSJÁNNI Emb- ætti Ríkislögreglustjóra og tollyfirvöld taka þátt í norrænni rannsókn á smygli nígerísku mafíunnar á fólki og eiturlyfjum frá Nígeríu til Norðurlandanna. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 28. nóvember 2004 – 326. tölublað – 4. árgangur 13-18 OPI‹ Jólaball kl. 15 SLAGVEÐUR OG ÚRKOMA Slagveður sunnan- og vestanlands og úrkoma í flest- um landshlutum. Talsverður vindur um land allt. Sjá síðu 4 SÍÐA 20 ▲ AÐVENTUKVÖLD Þennan fyrsta sunnu- dag í aðventu verður haldið aðventukvöld í Grensáskirkju klukkan 20. Barnakór syngur, Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú flytur hug- vekju kvöldsins og Ólafur Skúlason biskup flytur lokaorð. SÍÐA 10 ▲ 25-50 ára Me›allestur dagblaða Höfuðborgarsvæðið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 80% 50% MorgunblaðiðFréttablaðið Opnað á innan- landsflug í Keflavík Nýjar aðstæður kunna að skapast ef Íslendingar verða að taka að sér stóran hluta reksturs Keflavíkurflugvallar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri. Ásgeir Sigurvinsson: Uppsker enn augngotur í Stuttgart Áhrifavaldar íslenskra tónlistarmanna Vonarskarð: Banaslys á hálendinu LÖGREGLA Maður lést þegar hann missti stjórn á bíl sem hann ók með þeim afleiðingum að hann valt á hvolf ofan í á við Vonar- skarð. Maðurinn sem var 42 ára var í samfloti með þremur öðrum bíl- um þegar slysið varð. Hann var einn í bílnum þegar hann valt. Slysið varð á sjötta tímanum og var strax kallað á lögreglu. Þegar það lá fyrir hversu alvar- legt slys var um að ræða var ósk- að eftir aðstoð Landhelgisgæsl- unnar og var þyrla send á vett- vang með klippur og starfsmenn slökkviliðsins. Þegar það tókst að ná manninum út úr bílnum með aðstoð klippnanna var hann látinn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld voru lögreglumenn enn á vettvangi við rannsóknarstörf. Vonarskarð er á milli Bárðarbungu í Vatna- jökli og Tungnafellsjökuls. - th FLUGVÖLLUR Davíð Oddsson utan- ríkisráðherra hefur skýrt frá því að Íslendingar hafi boðist til þess á fundi hans og Colins Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, að taka að sér auknar byrðar í rekstri Keflavíkurflugvallar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, greip þennan bolta á lofti í umræðum um störf þingsins á fimmtudag og sagði að nú hefðu skapast nýjar aðstæður og réttast væri að flytja innan- landsflugið til Keflavíkur. Eftir því sem næst verður komist er þegar gert ráð fyrir innanlands- flugi í skipulagi Keflavíkurflug- vallar. Leyfi til reksturs innanlands- flugvallar í Reykjavík rennur út árið 2016 en framtíð flugvallar- ins var ákveðin í umdeildri at- kvæðagreiðslu meðal borgarbúa í febrúar 2002. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beitti sér sem borgar- stjóri fyrir atkvæðagreiðslunni. Hún segir nú, að fari svo að Ís- lendingar taki að sér stóran hluta kostnaðar við rekstur Keflavíkur- flugvallar hafi skapast nýjar að- stæður: „Já, mér finnst rétt að skoða málið upp á nýtt við þær aðstæður. Við getum tæplega rekið tvo flugvelli. Alltént finnst mér tilefni til að líta á málið aft- ur áður en lagt er í byggingu nýrrar flugstöðvar fyrir innan- landsflugið í Reykjavík.“ Sjá síðu 2 - ás FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Vilhelm Anton Jónsson: Bingó-Villi að slá í gegn SÍÐA 34 ▲
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.