Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 51
„Hann býr í kofa langt uppi á fjöllum og sér um að smíða fyrir jólasveinana, af því að þeir eru nátt- úrlega mismunandi laghentir,“ segir Pét- ur Eggerz leikari um smiðinn Völund, sem er aðalpersónan í jólaleikritinu Smiður jólasveinanna sem Möguleikhúsið frum- sýnir í dag. „Hann gerir allt mögulegt fyrir jóla- sveinana, saumar fötin þeirra, býr til jólagjafirnar og sem- ur lög fyrir þá til að syngja.“ Leikritið hefst þegar síðasti jóla- sveinninn, Kerta- sníkir, er farinn til byggða. Þá situr Völ- undur einn eftir og sér fram á einmana- leg jól. „En þá banka upp á tröllasystk- inin Þusa og Þrasi, sem eru alltaf að rífast. Síðan slæðist jólaköttur- inn inn til hans líka, því hann er hættur að fara til byggða af því að allir tóku honum svo illa.“ Tröllabörnin hafa ekki hug- mynd um hvað jól eru, og köttur- inn hefur heldur aldrei almenni- lega áttað sig á því af hverju jólin eru haldin. „Það kemur því í hlut Völundar að segja þeim frá jólunum, og svo endar það með því að þau setja upp lítil leikrit út af jólaguðspjall- inu og síðan fer hver til síns heima með jólin í hjartanu.“ Leikstjóri og höfundur sýning- arinnar er Pétur Eggerz, sem einnig hannaði leikmynd ásamt Bjarna Ingvarssyni, tónlist gerði Ingvi Þór Kormáksson og bún- ingahönnuður er Helga Rún Páls- dóttir. Leikarar eru Bjarni Ingv- arsson, sem leikur smiðinn Völ- und, Aino Freyja Järvelä í hlut- verki jólakattarins, Alda Arnar- dóttir sem tröllastelpan Þusa og Pétur Eggerz sem bregður sér í hlutverk Kertasníkis og trölla- stráksins Þrasa. Möguleikhúsið sýndi þetta sama leikrit fyrst árið 1992 við miklar vinsældir, og það var síðan gefið út á geisladiski fyrir jólin 1993. „Þetta er svolítið breytt núna. Bjarni og Alda voru þá í sömu hlutverkum, en ég lék til dæmis jólaköttinn sem Aino leikur núna.“ ■ 31SUNNUDAGUR 28. nóvember 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.15 B.I.14Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10:15 Ein besta spennu- og grínmynd ársins. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 B.I.16Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I.12 Búið ykkur undir að öskra. Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 B.I.14 Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 2 og 4 m/ísl. tali Miðaverð 500 kr. Miðaverð 500 kr. Sama Bridget. Glæný dagbók. Sýnd kl. 8 og 10 Kolsvört jólagrínmynd HHH kvikmyndir.com HHH kvikmyndir.com HHH HL Mbl HHH1/2 kvikmyndir.is HHH Balli / Sjáðu PoppTV F R U M S Ý N I N G Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! SHARK TALE KL. 12 og 2 m/ísl. tali KL. 6 m/ens. tali Sýnd kl. 10.10 B.I.16 TWO BROTHERS SÝND KL. 12, 2 & 4 Sýnd kl. 12, 2, 4 og 8 Fór beint á toppinn í USA Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. 400 kr. miðaverð á allar myndir kl. 12 um helgar í Sambíóunum KringlunniHÁDEGISBÍÓ ■ TÓNLEIKAR■ LEIKLIST Önnur plata Búdrýginda Komin er út platan Juxtapose með rokksveitinni Búdrýgindi. Á plöt- unni eru tólf lög og hafa þrjú þeirra heyrst að undanförnu í út- varpinu; Ósonlagið, Gleðskapur og Köngulær í KúngFú. Búdrýgindi steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 2002 er hún vann Músíktilraunir Tónabæjar. Fyrir jól sama ár gaf sveitin út frum- burð sinn Kúbakóla sem fékk góð- ar viðtökur. Hljómsveitin efndi fyrir skömmu til kosningar á net- inu þar sem velja átti umslag nýju plötunnar. Sniðug mynd af bláum hundi bar sigur úr býtum. ■ BÚDRÝGINDI Önnur plata hljómsveitar- innar Búdrýgindi, Juxtapose, er komin út. Smíðar fyrir jólasveina VÖLUNDUR, TRÖLLASYSTKININ OG JÓLAKÖTTURINN Möguleikhúsið frumsýnir í dag jólaleikritið Smiður jólanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.