Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 8
8 41.131 ÍBÚÐ VAR Í REYKJAVÍK UM SÍÐUSTU ÁRAMÓT Flestar voru í stærri blokkum, fæstar í tvíbýli. SVONA ERUM VIÐ Hjónin Maríus Helgason og Ingibjörg Þorsteinsdóttir hafa búið á Tálkna- firði í rúmt ár og láta vel af verunni. Þau eiga og reka veitingastaðinn Hópið við Hrafnadalsveg þar sem matur er snæddur, öl kneyfað, snóker leikinn og horft á boltann. „Við komum hingað í tíu daga frí og okkur leið svo vel að við ákváðum að kaupa veitingastaðinn og setjast hér að,“ segir Maríus. Hann er ættað- ur frá Tálknafirði en hafði lítið verið þar um ævina. Áður bjuggu þau í Kópavogi og Maríus vann á veitinga- staðnum Caruso í Bankastræti og nú eru þau á suðurleið á ný vegna fjöl- skylduaðstæðna. „Ég verð samt við- loðandi við staðinn áfram, við leigj- um bara út reksturinn,“ segir Maríus og býst við að skjótast vestur þegar mikið liggur við auk þess að sinna markaðsmálum. Hann segir mikinn mun á því að búa í fjölmenninu á höfuðborgarsvæðinu og í fámenninu á Tálknafirði. „Hér getur maður lent í miklu stressi í vinnunni frá morgni til kvölds en þegar maður stígur út þá er algjör kyrrð og ró. Fyrir sunnan stígurðu hins vegar út í sama stressið og er innan dyra. Svo hefur enginn tíma til neins.“ Þau hjónin nefna einnig kosti þess að vera með börn úti á landi. „Hér er frábært að ala upp krakka, þeir fara út á morgnana og koma inn þegar þeir eru svangir.“ Þau mæla hiklaust með því við fólk að prófa að fara út á land og dvelja þar um hríð. Segja alla fjölskylduna hafa gott af slíku þó bara væri í stutt- an tíma. Börnin koma inn þegar þau verða svöng LÍFIÐ OG TILVERAN: HJÓNIN Í HÓPINU Á TÁLKNAFIRÐI 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Hóf fíl á loft með hugarorkunni Sri Chinmoy hugleiðslumeistari hefur með lyftum sínum sýnt að andinn er efninu yfirsterkari. Nýlega lyfti hann yfir 130 tonnum á friðarhátíð í Bandaríkjunum. Hugleiðslumeistarinn og Íslands- vinurinn Sri Chinmoy er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að vera kominn vel á áttræðisald- ur. Kappinn, sem er frægur fyrir lyftur sínar, stóð fyrr í þessum mánuði fyrir þriggja daga friðar- hátíð í New York en á þeim tíma lyfti hann nánast öllu sem hönd á festi, mönnum, dýrum og dauðum hlutum, alls ríflega 130 tonnum. Meðal þeirra sem Sri Chin- moy lyfti á hátíðinni voru níu Ólympíuverðlaunahafar. Rúss- neska langstökksdrottningin Tatjana Lebedeva fékk sérstaka meðferð, hún sat á baki fjögurra tonna fíls sem Chinmoy snaraði á loft. Þessu til viðbótar lyfti hann bifreið, 1.500 bókum og söngkon- unni Robertu Flack á meðan hún lék syrpu af sínum vinsælustu lögum á níðþungan flygil sinn. Lyftingarnar eru liður í vit- undarvakningu Chinmoys um bræðralag og frið en frá árinu 1988 hefur hann hafið yfir 7.000 manns á loft í viðurkenningar- skyni. Að sögn Eymundar Matt- híassonar, forsvarsmanns Sri Chinmoy miðstöðvarinnar á Ís- landi, gerir meistarinn þetta til að hnykkja á einingu mannkyns. Þannig kom hann hingað til lands í fyrra og lyfti tólf alþingismönn- um og árið 1989 fékk Steingrím- ur Hermannsson, þáverandi for- sætisráðherra, svipaða með- höndlun. Sri Chinmoy er 73 ára gamall og af útliti hans að dæma er erfitt að ímynda sér að kraftajöt- unn sé þar á ferð. Eymundur seg- ir hins vegar að þessi aldni spek- ingur virki hugarorkuna með þessum árangri. „Hann leggur áherslu á að þetta sé ekki bara eitthvert skemmtiatriði heldur sé grunnurinn innri vinna, hug- leiðsla og einbeiting og það sé forsenda þess sem hægt sé að gera út á við,“ segir hann. Að mati Eymundar er útilokað að brögð séu í tafli. „Þarna stóðu menn eins og vaxtarræktar- tröllið Bill Pearl við hliðina á honum og sáu að enginn maðkur var í mysunni. Pearl sagði að það sem hann hefði orðið vitni að væri engum manni fært, sama á hvaða aldri hann væri.“ Ekki er útilokað að kappinn heimsæki frostbitna Frónverja á næstunni en Eymundur vill þó engu lofa. „Það er erfitt að full- yrða nokkuð, þetta verður bara að koma í ljós.“ sveinng@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hvers vegna? Kænugarður Íslendingar nefna höfuðborg Úkraínu ýmist Kiev eða Kænu- garð en landið hefur verið tals- vert í fréttum að undanförnu í tengslum við kosningarnar á dög- unum. Kænugarðsnafnið er ævafornt en það er frá Svíum komið sem sigldu eftir ám, fljótum og vatna- svæðum upp til Úkraínu á sínum tíma. Helstu viðskiptaborgir sænsku sæfaranna voru Hólm- garður og Kænugarður en í seinni tíð hafa nöfnin Novgorod og Kiev orðið algengari í máli manna. At- huganir leiða raunar í ljós að Kænugarður nefndist Kijan- gorod í fornrússnesku og má ætla að nafnið hafi umbreyst í munni þeirra sænsku og aftur á leiðinni yfir hafið og til Íslands. Aðal- steinn Davíðsson, málfarsráðu- nautur Ríkisútvarpsins, aðhyllist notkun orðsins Kænugarðs, enda afburðafallegt borgarnafn. ■ TRÚIN FLYTUR FJÖLL Sri Chinmoy býr sig undir að lyfta Tatjönu Lebedevu og fílnum Minnie, alls um fjórum tonnum. BIFREIÐ BRUGÐIÐ Á LOFT Eftir að hafa lyft fílnum Minnie var Sri orðinn það heitur að 1.000 kílóa bíll af Smart Car- gerð vafðist ekkert fyrir honum. FISLÉTTUR FORSÆTISRÁÐHERRA Sri Chinmoy var ekki í vandræðum með að lyfta Steingrími Hermannssyni á sínum tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S V. Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.