Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Sendu SMS skeytið BTL KZF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið Betri myndir en þú átt að venjast! Opið í dag frá 13 -17. www.sonycenter.is *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. 3.495 krónur á mánuði vaxtalaust eða 41.940 krónur staðgreitt.* 5,1 milljón pixlar. Tryggir að þú sérð öll smáatriðin í myndinni - skýrar. Stamina tæknin hjá Sony sparar orku og tryggir þér lengri endingu á rafhlöðunum. 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Sony linsa með 3x optical aðdrætti og allt að 6x digital. Þegar þú kaupir stafræna myndavél færð þú 256 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 9.995,- Þú sparar 9.000,- DSC-P93A Súpan Nú fara allir að sitja laglega í sömusúpunni. Innan skamms fellur gengi dollarans svo hratt og mikið að þeir sem skulda í þeirri mynt græða stórkostlega meðan hagkerfi heimsins biður um áfallahjálp. Eina viðbragð almennings við þeim hörmungum er að tryggja sig með svo gífurlegum skuldahala byggðum á hagkvæmum lánum, að þegar fallið kemur fallist bönkunum hendur. Hvað eiga þeir að gera við allar eigur landsmanna þegar ekki er hægt að selja á markaði sem varð svo frjáls, óheftur og víðtækur að hann eignaðist allt? Ekki geta bankarnir selt enda- laust sjálfum sér. Yrði þannig hring- sala ekki talin einum of mikil fá- keppni? EF ÞETTA gerist, fer þá fyrir bönk- unum eins og kaþólsku kirkjunni í lok miðalda þegar henni hafði tekist að sölsa undir sig flestar jarðeignir í landinu, að skipt verði um trú, mót- mælendur taki völdin og höggvi hausinn af bankastjórum og sonum þeirra og nýir valdhafar hirði verð- mætin? Condoleezza Rice getur ekki bjargað neinu þótt hún sameini marga eigin- leika, sé dóttir prests, peningamann- eskja, píanóleikari en gagnslaus sovétsérfræðingur. HVAÐA trúarmynt tekur við? Evran? Gamlir menn muna kannski vestur- lensku trúarbragðasöguna á gjald- miðla. Í fyrstu var trúin tengd kristn- um auði hjá guði handan við gröf og dauða. Hans áttu þeir að njóta sem höfðu verið fátækir á jörðinni og unn- ið fyrir auðuga. Þegar slaknaði á andlegu hagkerfi kirkjunnar var trú borgaranna á gull- fótinn það sem gilti milli handanna. Við uppgang nazismans og hervæð- ingu hans var trúin á þýska markið óbilandi. Eftir heimsstyrjöldina síðari færðist hún yfir á sterlingssvæðið; allt miðað við pundið. Eftir það var ósigrandi sænska krónan traustust í bland við sósíaldemókratískt sakleysi og réttlætiskennd. LESTINA í peningatrúnni hér á landi rak dollarinn með rassfríðum drossí- um sem prumpuðu ljósadýrð og eitur- gufum út í loftið. Heittrúarstefna tengd mynt hefur ætíð verið samfara stjórnmálum. Þau einu sem risu með offorsi en ekki fylgdi peningatrú var kommúnisminn. Hann hvorki treysti né boðaði trú á rúbluna. Við höfum grætt rækilega á því eftir sovétfallið. Eina ramm- íslenska efnahagsundrið í sögunni og samtímanum er byggt á trúleysi hennar. ■ BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.