Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Sendu
SMS skeytið
BTL KZF
á númerið
1900
og þú gætir unnið.
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið
Betri myndir en þú
átt að venjast!
Opið í dag frá 13 -17.
www.sonycenter.is
*Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við
samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann.
3.495 krónur á mánuði vaxtalaust
eða 41.940 krónur staðgreitt.*
5,1 milljón pixlar.
Tryggir að þú sérð öll
smáatriðin í myndinni
- skýrar.
Stamina tæknin
hjá Sony sparar orku
og tryggir þér lengri
endingu á rafhlöðunum.
12 mánaða greiðslur
vaxtalaust.
Þú veist hvað þú borgar
mikið á mánuði.
Sony linsa
með 3x optical
aðdrætti og allt að
6x digital.
Þegar þú kaupir stafræna myndavél
færð þú 256 MB minniskort með
fyrir aðeins
995,-
Venjulegt verð er 9.995,-
Þú sparar 9.000,-
DSC-P93A
Súpan
Nú fara allir að sitja laglega í sömusúpunni. Innan skamms fellur
gengi dollarans svo hratt og mikið að
þeir sem skulda í þeirri mynt græða
stórkostlega meðan hagkerfi heimsins
biður um áfallahjálp.
Eina viðbragð almennings við þeim
hörmungum er að tryggja sig með svo
gífurlegum skuldahala byggðum á
hagkvæmum lánum, að þegar fallið
kemur fallist bönkunum hendur.
Hvað eiga þeir að gera við allar eigur
landsmanna þegar ekki er hægt að
selja á markaði sem varð svo frjáls,
óheftur og víðtækur að hann eignaðist
allt? Ekki geta bankarnir selt enda-
laust sjálfum sér. Yrði þannig hring-
sala ekki talin einum of mikil fá-
keppni?
EF ÞETTA gerist, fer þá fyrir bönk-
unum eins og kaþólsku kirkjunni í
lok miðalda þegar henni hafði tekist
að sölsa undir sig flestar jarðeignir í
landinu, að skipt verði um trú, mót-
mælendur taki völdin og höggvi
hausinn af bankastjórum og sonum
þeirra og nýir valdhafar hirði verð-
mætin?
Condoleezza Rice getur ekki bjargað
neinu þótt hún sameini marga eigin-
leika, sé dóttir prests, peningamann-
eskja, píanóleikari en gagnslaus
sovétsérfræðingur.
HVAÐA trúarmynt tekur við? Evran?
Gamlir menn muna kannski vestur-
lensku trúarbragðasöguna á gjald-
miðla. Í fyrstu var trúin tengd kristn-
um auði hjá guði handan við gröf og
dauða. Hans áttu þeir að njóta sem
höfðu verið fátækir á jörðinni og unn-
ið fyrir auðuga.
Þegar slaknaði á andlegu hagkerfi
kirkjunnar var trú borgaranna á gull-
fótinn það sem gilti milli handanna.
Við uppgang nazismans og hervæð-
ingu hans var trúin á þýska markið
óbilandi. Eftir heimsstyrjöldina síðari
færðist hún yfir á sterlingssvæðið;
allt miðað við pundið. Eftir það var
ósigrandi sænska krónan traustust í
bland við sósíaldemókratískt sakleysi
og réttlætiskennd.
LESTINA í peningatrúnni hér á landi
rak dollarinn með rassfríðum drossí-
um sem prumpuðu ljósadýrð og eitur-
gufum út í loftið.
Heittrúarstefna tengd mynt hefur
ætíð verið samfara stjórnmálum. Þau
einu sem risu með offorsi en ekki
fylgdi peningatrú var kommúnisminn.
Hann hvorki treysti né boðaði trú á
rúbluna. Við höfum grætt rækilega á
því eftir sovétfallið. Eina ramm-
íslenska efnahagsundrið í sögunni og
samtímanum er byggt á trúleysi
hennar. ■
BAKÞANKAR
GUÐBERGS
BERGSSONAR