Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 40
Rokkarinn: Rúnar Júlíusson Það hafa margir tónlistar- menn haft áhrif á mig í gegn- um árin og koma þá margir þættir við: lögin, textarnir, framkoman, almenn útgeislun og síðast en ekki síst tilfinn- ingaflóran. Ég hlusta alltaf mikið á tónlist og fylgist með því sem mínir uppáhaldstón- listarmenn eru að gera á hverjum tíma og líka þessu nýja sem er að gerast í tónlist- inni frá ári til árs. Af erlendum tónlistarmönn- um hafa margir menn haft áhrif á mig og má þar helst nefna Jimi Hendrix, Bob Dyl- an, Ray Charles, Beatles, Roll- ing Stones, Steve Winwood, El- vis Presley og Prince. Af íslenskum eru það helst Þórir Baldursson, Hljómar, Bubbi, Megas, Stuðmenn, Deep Jimi, Hjálmar, Björgvin Hall- dórsson, Ragnar Bjarnason og Haukur Morthens. Popparinn: Páll Óskar Hjálmtýsson Ég ætla að nefna tvo áhrifavalda sem hafa haft mestu áhrifin á mig en það eru Burt Bacharach og diskóhljómsveitin Chic. Þetta eru tónlistarmenn sem fá hjarta mitt til að slá. Eftir Burt liggja fjöl- margar tónsmíðar og rjóminn af lögunum hans eru algjörir demantar. Þeir í Chic sömdu mörg flottustu diskólögin sem diskódrottning- arnar rifust svo um. Fyrsta tónlistin sem hins vegar snerti við mér var öll tónlist- in á safnplötu systur minnar sem hét The Best Disco Al- bum in The World og bar sko nafn með rentu! Þetta var fyrsta tónlistin sem ég fílaði í botn. Söngkonurnar í lífi mínu eru svo Dusty Springfield, Dionne Warwick, Karen Carpent- er, Donna Summer og Madonna. Einnig vil ég nefna Kraftwerk, Motown- liðið, Serge Gainsbourg, Scott Walker og Ennio Morricone. Af þessu nýja fylgist ég mikið með Eminem og Missy Elliott sem eru frá- bærir listamenn. Beyoncé Knowles fær líka prik fyrir að vera Donna Summer okkar tíma. Raftónlistarpían: Tanya Lind Pollock Það fyrsta sem kveikti í mér þegar ég var lítil voru þau John Lennon og Yoko Ono og þau eru mínir helstu áhrifavaldar. Síðan hef ég h l u s t a ð mikið á pönk, Joy Division, The Smiths, New Order. Ég hef líka hlustað mikið á Aphex Twin og Squarepusher sem eru alltaf í jafnmiklu uppáhaldi hjá mér. Ljúf raftónlist á líka alltaf upp á pallborðið hjá mér eins og Brothom States og Boards of Canada. Af ís- lenskri tónlist er ég langhrifnust af hiphopsen- unni. En John Lennon og Yoko Ono eru a l g e r l e g a uppáhaldið og þeirra tónlist hefur haft mest áhrif á mig sem tón- listarmann. Rapparinn: Birkir Björns Halldórsson Fyrsta fullorðinsmúsíkin sem snerti mig hefur verið Revolver-platan með Bítl- unum sem er úr safni for- eldranna minna. Þá hef ég verið svona tíu - ellefu ára. Eftir það kynntist ég mínu helsta áhrifavaldi, Jimi Hendrix og öllu hippadótinu sem hélt mér uppteknum alveg þangað til ég heyrði fyrst í Snoop Doggy Dog rappa. Það var þá sem ég skrifaði fyrsta rapptextann minn. Eftir það kom The Regulator með Warren G og Outkast og þá fór ég að finna sterkt fyrir hiphopinu og fílaði það geðveikt. Ekki bara töffarana heldur taktinn í tónlistinni. Síðan hef ég hlustað á bara það sem mér finnst gott, ég hlusta eiginlega minnst á hiphop í dag. Ég hef líka hlustað endalaust mikið af djass: Miles Davis, Herbie Han- cock, Thelonious Monk, Duke Ellington, Dave Hol- land og hljómsveitir eins og Radiohead, System of a Down og Rage Against the M a c h i - ne. 20 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Áhrifavaldar íslenskra tónlistarmanna Tónlistarmenn sækja flestir snilli sína og tónlistargáfur að einhverju leyti til annarra tón- listarmanna og snillinga. Sama hvort átt er við rokkara, rappara eða poppara, allir eiga sín goð. En hverjir eru helstu áhrifavaldar íslenskra tónlistarmanna? Óperusöngkonan: Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú. Ég ólst upp við sígilda tónlist svo það er það fyrsta sem greip mig. Ég hef fengið þetta með móðurmjólkinni og for- eldrar mínir hlustuðu mikið á sígilda tónlist. Ég get alls ekki nefnt nein nöfn því þetta hefur verið svo mikið mótunar- ferli hjá mér. Það skarast allt saman, bæði það að fara í kirkju með foreldr- um mínum og að hlusta á Rás eitt í gegnum árin en ég hlusta mjög mikið á Rás eitt. Ég eignaðist ekki græjur fyrr en mjög seint, ég var orðin rúm- lega tvítug. Það er senni- lega bara sígilda tónlist- in, hinir ýmsu tónlistar- menn sem hafa mótað mig því ég hef ósköp lítið hlustað á dægurtónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.