Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 54
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Jónmundur Guðmarsson. Á Lýsislóðinni við Grandaveg. Sendiráðið í London. 34 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Bingóþátturinn hans Villa nagl- bíts virðist vera að slá í gegn hjá landanum þar sem gríðarlega margir stunda það að prenta út bingóspjöld á netinu fyrir hvern þátt. Bingóspjöldin fylgdu í eitt skiptið Fréttablaðinu inn á öll heimili og auk þess eru prentuð um sextíuþúsund bingóspjöld af netinu fyrir hvern þátt. Í eitt skiptið lagðist svo símkerfið niður í hálftíma og bara á þeim stutta tíma hringdu alls nítíu þúsund manns inn, sem hlýtur að teljast gott. Í þættinum er Villi hressari en Hemmi Gunn á góðum degi og ríf- ur áhorfendur upp úr sófanum og í bingógírinn.“Þetta er að ganga alveg fáránlega vel og ég er ekki frá því að bingó sé að verða þjóðaríþrótt Íslendinga,“ segir Villi og hlær. Í verðlaun er margt skemmti- legt og furðulegt og mjög líklega misvinsælt hjá verðlaunahöfum. „Við höfum gefið ævibirgðir af kókópöffsi, risa toblerone, tíu mannsævabirgðir af matarolíu, birgðir af kúmeni, einn fékk hundrað kíló af Tilda hrísgrjónum og hann á eflaust eftir að borða grjónagraut á hverjum degi það sem eftir er. Við gefum líka flott- ari vinninga eins og playstation- tölvur, dvd-spilara, rafmagns- hlaupahjól og alls konar leikföng. Við gefum líka alltaf einn vel not- aðan bíl í hverjum þætti.“ Einn skemmtilegasti og jafn- framt furðulegasti liðurinn í þættinum er þegar einhver mæt- ir og lætur tattúvera á sig mynd af einhverju tæki eða tóli og í staðinn fær hann samskonar tæki í verðlaun. Á meðal þeirra hluta sem fólk hefur látið tattúvera á sig eru skjávarpi, frystikista, sófi, risasjónvarp og ferðatölva. „Við vissum ekkert hvernig þessi liður myndi ganga en svo gengur hann bara mjög vel. Fólk er að biðja um ótrúlegustu hluti, allt frá húsgögnum og ferðalög- um upp í allskyns hluti. Þeir Jari og Pétur hanna húðflúrin og Búri flúrar og vinna þeir vinnu sína af mestu snilld. Þessi húðflúr eru ekkert ljótari en tribal-munstrin sem fólk hefur verið að fá sér í hrönnum og varla verra að vera með ísskáp á öxlinni í framtíðinni heldur en eitthvað munstur sem er löngu komið úr tísku.“ Villi segir að fólk úti um allan bæ komi saman, haldi bingó- kvöld og horfi á þáttinn. „Þetta er holl og góð fjölskylduskemmtun fyrir alla aldurshópa, krakkarnir dýrka þetta, það eru allskyns glæsilegir vinningar í boði og það kostar ekkert að prenta út spjald á netinu. Bingó er sko aldeilis ekki bara fyrir gamla fólkið.“ Þátturinn er á dagskrá Skjás eins á sunnudagskvöldum klukkan átta. hilda@frettabladid.is SKJÁR EINN: Í BINGÓÞÆTTI VILLA NAGLBÍTS LÆTUR FÓLK HÚÐFLÚRA Á SIG HINAR ÝMSU MYNDIR Bingó-Villi að slá í gegn ...fær Jóhannes Jónsson kaup- maður í Bónus fyrir að færa Mæðrastyrksnefnd og Hjálpar- stofnun kirkjunnar 20 milljónir að gjöf, en peningarnir eru hugs- aðir sem stuðningur fyrir minnstu bræður okkar í von um að þeir geti átt kærleiksrík, gnóttar- og gleðileg jól. HRÓSIÐ RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Hvernig ertu núna? Afar svöl. Augnlitur: Grænn. Starf: Ritstjóri Iceland Review og Atlantica. Stjörnumerki: Hrútur. Hjúskaparstaða: Gift. Hvaðan ertu? Úr Reykjavík með einhverjar ættir til Vest- fjarða og danska langömmu. Helsta afrek: Börnin mín; afar sæt og góð. Helstu veikleikar: Frestunarárátta, súkkulaði, kampavín og stígvél. Helstu kostir: Held ég sé mjög kurteis. Uppáhaldsmatur: Gæsalifur, líbanskur, taílenskur og elda feikigóða marókkóska tagine. Uppáhaldsveitingastaður: Ban Thai. Uppáhaldsborg: Tókýó og New York eru báðar spennandi. Mestu vonbrigði lífsins: Dettur ekkert í hug. Meira af nokkrum smáum vonbrigðum. Áhugamál: Bækur, tónlist, myndlist, hönnun, ferðalög. Viltu vinna milljón? Já, takk. Strax! Jeppi eða sportbíll: Jeppi, en er ekki Landcruiser-týpan. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ætlaði að bjarga sjaldgæfum dýrum frá útrýmingu og búa í Afr- íku eins og Karen Blixen. Hver er fyndnastur/fyndnust? Peter Sellers í The Party og tveggja ára sonur minn. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Harrison Ford sem Indi- ana Jones. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Köttur. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Kakkalakki. Besta kvikmynd í heimi: Lost in Translation. Besta bók í heimi: Bróðir minn Ljónshjarta hefur lengst af átt stóran stað í hjartanu. Næst á dagskrá: Gefa út næsta blað svo ég geti farið að snúa mér að jólaundirbúningnum. HIN HLIÐIN ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON RITSTJÓRI SÝNIR Á SÉR HINA HLIÐINA Ekki Landcruiser-týpan 24.03.72 ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON Þorsteinn Guðmundsson leikari heiðraði MR-inga með nærveru sinni nýlega og gerði sér lítið fyrir og vígði formlega bókaskáp fyrir þá. Bókaskápurinn kallast Rex Maximum og er staðsettur í hin- um glæsilegu húsakynnum Bók- menntafélags MR, Casa Nova. Hann las einnig upp úr skáldsögu sinni Fífli dagsins ásamt ungskáldunum Eiríki Erni Norð- dahl og Hauki Ingvarssyni. Í MR leynast einnig mörg efnileg skáld sem lásu upp ljóð sín. Er von Þor- steins að bækurnar geti styrkt meðlimi Bókmenntafélagsins sem og aðra lesendur innan Mennta- skólans í Reykjavík í þeirri trú að bókmenntir víkki hugann og bæti manninn. Þorsteinn ánafnaði einnig bókaskápnum myndarlegum bókasjóði sem útgefandi hans, Mál og Menning, styrkir. ■ ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Vígir hér bókaskáp MR-inga, Rex Maximum. Þorsteinn vígði bókaskáp VILHELM ANTON JÓNSSON Betur þekktur sem Villi naglbítur sér um Bingóþáttinn og rífur landann í bingó- gírinn á hverju sunnudagskvöldi. Átök bókaút-gefenda á jólavertíðinni eru jafnan hörð og það þætti því lík- lega stórfrétt ef útgáfustjóri eins forlags nefbryti annan forleggj- ara. Slíkt gerðist þó á dögunum en hefur ekki farið mjög hátt enda var það óviljaverk þegar útgáfustjóri hjá Eddu nefbraut Snæbjörn Arngrímsson, forleggjara hjá Bjarti, í fótboltaleik. Sagan af nef- brotinu er reifuð á heimasíðu Bjarts, bjartur.is, og þar er uplýst að ónafn- greindur útgáfustjóri hafi tekið fasta spyrnu að marki sem Snæbjörn kaus að stöðva með nefinu. Afleiðingin var að þetta tígulega nef, sem hefur þefað uppi gullkálfa á borð við Harry Potter og Da Vinci lykilinn, brotn- aði. Eftir því sem dagarnir liðu varð það ljósara að nefið væri illa úr lagi gengið og Snæbjörn endaði því á læknisbekk í sársaukafullri nefrétt- ingu. Hann var þó fljótur að jafna sig og veit aftur lengra en nef hans nær en sú náðargáfa getur skipt sköpum á hörðum bókamarkaðnum. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.