Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 15
15SUNNUDAGUR 28. nóvember 2004 Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 63 82 11 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 63 82 11 /2 00 4 Banki allra landsmanna 7,1%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.10.2004–31.10.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is Lexus | Nýbýlavegi 6 | sími 570 5400 | www.lexus.is Þinn tími er kominn. Glæsilegt tilboð á rekstrarleigu gerir þér kleift að njóta þess að aka Lexus IS200, bíl sem sameinar fegurð og gæði í fullkominni hönnun, kosti sportbíls og aðalsmerki lúxusbíla. IS200 sjálfskiptur á 16" felgum Rekstrarleiga aðeins 49.200 kr. á mánuði IS200 Limited, sjálfskiptur á 17" felgum Rekstrarleiga aðeins 53.100 kr. á mánuði Lexus IS200 er engum öðrum líkur. Þú átt skilið að upplifa hið besta sem völ er á. Komdu og reynsluaktu Lexus IS200 BÚÐU ÞIG UNDIR ATHYGLINA ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 48 0 1 1/ 20 04 Meðal þeirra nýjunga sem Ís- lendingar eiga nú kost á er að taka hluta af lánum sínum í er- lendri mynt. Kostirnir við slíka lántöku eru þeir að vaxtastig er nú um stundir mjög lágt í heim- inum og því er hægt að spara mikið í vaxtagreiðslum. Hins vegar fylgir erlendum lánum áhætta því snarpar breytingar á gengi krónunnar geta valdið því að greiðslubyrði af erlendum lánum getur skyndilega rokið upp. Gylfi Magnússon segir að er- lend lán kunni að vera álitlegur kostur til að fjármagna til dæm- is bílakaup og einnig ef nauð- synlegt er að fjármagna neyslu til skamms tíma með lánum. „Skammtímalán í íslenskum krónum eru óheyrilega dýr,“ segir Gylfi. Hann telur hins vegar að þegar kemur að stærri fjárfestingum þar sem lánin eru til mjög langs tíma sé það vafa- samt hvort slík lán henta fólki sem hefur tekjur í íslenskum krónum og á ekki eignir erlend- is. Björn Rúnar Guðmundsson, hjá greiningardeild Landsbank- ans, tekur í sama streng. „Það er augljóst mál að heimilin eiga ekki að taka að fullu þessi lán. Þau eiga að miða sín lán við hvernig þeirra tekjur eru sam- settar. Sérstaklega gildir þetta í langtímalánum eins og hús- næðislánum. Þar skiptir máli að það sé gott samræmi milli tekna og skulda,“ segir hann. Snorri Jakobsson, hjá grein- ingardeild KB banka, segir hins vegar að til langs tíma jafnist sveiflur á genginu að stærstum hluta út og því geti verið heppi- legra að taka gjaldeyrislán til langs tíma heldur en til skamms tíma. Hann bendir á að stór hluti af áhrifum gengislækkunar komi hvort sem er inn í hagkerf- ið í formi verðbólgu sem hækki vexti á verðtryggðum lánum í íslenskum krónum. Þegar tekin er ákvörðun um hvort taka skuli lán í erlendri mynt skiptir máli hvernig stað- an á gjaldeyrismarkaði er og hverjar horfur eru til næstu missera. Nú eru erlendir gjald- miðlar óvenjulega ódýrir, auk þess sem vaxtastig í heiminum er nálægt sögulegu lágmarki. Þegar gengið er veikara er hægt að taka lægra lán í erlendu myntinni til að borga upp lán í íslenskri mynt. - þk þegum kost á því að velja um fasta vexti eða að þeir séu endurskoðað- ir á fmm ára fresti. Þar er einnig hægt að fá lán í erlendri mynt á lægri vöxtum – allt niður í 2,67 pró- sent. Landsbankinn hefur enn fremur þann háttinn á að upp- greiðslugjald er breytilegt eftir því hversu mikið er eftir af lánstíma og lækkar um 0,2 prósentustig á ári eftir því sem nær dregur samn- ingslokum. Þannig er uppgreiðslu- gjald á 40 ára láni 7,8 prósent á ári eftir að það er tekið en aðeins 0,2 prósent árið áður en lánasamning- urinn rennur út. Fleiri möguleikar gleðiefni Þessar miklu breytingar hafa áhrif bæði á hagkerfið í heild sinni en fyrst og fremst skipta þær máli fyrir einstaklingana sjálfa sem skyndilega standa frammi fyrir mýgrút möguleika í fjármálaþjón- ustu. Fyrir örfáum misserum var það gefið mál að sá sem ætlaði að kaupa fasteign fór í Íbúðalánasjóð og þeir sem þurftu skammtíma- fjárfestingu tóku víxil eða hækk- uðu yfirdrátt. Nú geta einstakling- ar valið úr fjölda kosta sem fela í sér mismikinn ávinning og mis- mikla áhættu. Ásta Helgadóttir, forstöðumað- ur Ráðgjafastofu um fjármál heim- ilanna, segir að mikilvægt sé að fólk leiti sér ráðgjafar í bönkum. „Þar fæst mjög góð þjónusta og ráðgjöf,“ segir hún. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði, segir að það sé jákvætt að fleiri möguleikar standi einstak- lingum til boða hvað varðar fjár- mögnun bæði til skamms tíma og langs tíma. „Það er allajafna gott ef fólk hefur fleiri valkosti þannig að þetta er mjög jákvæð þróun. Þó eru einhverjar viðvörunarbjöllur farn- ar að klingja, meðal annars mikið innstreymi á fjármagni og skulda- söfnun í útlöndum. Það gæti orðið erfitt ef eitthvað kemur fyrir eignamarkaði á Íslandi eða gegnið fellur. Svo geta einstaklingar auð- vitað lent í vandræðum,“ segir Gylfi. Hugsanlegar hættur Gylfi telur hins vegar að það kunni að orka tvímælis að flest húsnæðis- lán bankanna gera ráð fyrir því að einungis fastir viðskiptavinir hafi aðgang að þeim. „Það er rétt að staldra við það að lánakjörin séu skilyrt því að viðkomandi verði með megnið af sínum viðskiptum við stofnunina á lánstímanum. Það er um margt mjög óheppileg þró- un. Það gæti gert samkeppnina mjög stirða þegar fram líða stund- ir. Þegar megnið af viðskiptavinun- um er orðið fast í einni stofnun þá verður samkeppnin skrýtin þar sem baráttan mun fyrst og fremst snúast um það að ná nýjum við- skiptavinum. Það er ekki sérstak- lega heillandi framtíðarsýn,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is Gengislán hafa kosti og galla GYLFI MAGNÚSSON BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON SNORRI JAKOBSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.