Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 16
Stefán Gunnlaugsson og synir hans Finnur Torfi, Gunnlaugur og Guðmundur Árni hittust í Alþing- ishúsinu við Austurvöll í fyrra- dag og áttu þar saman góða stund. Allir hafa þeir feðgarnir verið kjörnir á þing og þarf að fara nokkrar kynslóðir aftur í tímann til að finna hliðstæðu. Jón á Gautlöndum og synir hans Kristján, Pétur og Stein- grímur sátu allir á þingi á sinni tíð. Stefán Gunnlaugsson var á þingi frá 1971 til 1974 fyrir Al- þýðuflokkinn og fetuðu synirnir þá slóð. Finnur Torfi og Gunnlaug- ur sátu stutta þingið frá 1978-79 og Gunnlaugur var aftur kjörinn til kjörtímabilsins 1991-1995. 1993 tók Guðmundur Árni sæti á þingi og situr þar enn. Finnur Torfi er tónskáld og Gunnlaugur prestur í Heydölum í Breiðdal. Guðmundur Árni sýndi bræðr- um sínum og föður ný og breytt húsakynni þingsins en starfs- aðstaða öll hefur batnað til muna frá því sem var. Að hans sögn hafði Stefán lengi langað að eign- ast mynd af sér og sonunum í þinginu og af því hefur sumsé orðið. - bþs 16 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR JOHN BUNYAN Einn frægasti höfundur kristilegra rita á ensku, John Bunyan, fæddist þennan dag 1628. Hann sat í fangelsi fyrir predikanir en bók hans um vegferð pílagrímsins hefur verið þýdd á fleiri tungumál en önnur kristileg fræði ensk. Feðgar á þingi hittast ALÞINGI: FJÖLSKYLDUFUNDUR Ef við eigum ekki rósemi hugans gera ytri þægindi okkur ekki meira gagn en gylltur inniskór á gigtveikan fót. - Hann sá ekki fyrir ofgnótt nútímans. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Kristjana Guðlaugsdóttir frá Sand- brekku, Fáskrúðsfirði, lést fimmtudaginn 25. nóvember. Gunnar Guðmundsson framkvæmda- stjóri lést fimmtudaginn 25. nóvember. Helga Þórðardóttir, Aðallandi 1, lést fimmtudaginn 25. nóvember. Ragnheiður Finnsdóttir, fyrrv. kennari og skólastjóri, er látin. Eiríkur Guðmundsson, Ytra-Vatni, Skagafirði, lést þriðjudaginn 9. nóvem- ber. Jarðarförin hefur farið fram. Sigríður E. Halldórsdóttir frá Hnífsdal, Þrastarási 6, Hafnarfirði, lést fimmtudag- inn 25. nóvember. Haraldur Gestsson, Mánavegi 9, Sel- fossi, lést fimmtudaginn 25. nóvember. FEÐGARNIR SAMAN Stefán, Finnur Torfi, Gunnlaugur og Guðmundur Árni. Þennan dag árið 1520 náði portú- galski landkönnuðurinn Ferdinand Magellan til Kyrrahafsins með þrjú skip. Rúmu ári áður hafði hann lagt af stað frá Spáni í því skyni að finna siglingarleið til hinnar kryddauðugu Indónesíu. Leiðangurinn gekk ekki ævinlega vel. Eftir misheppnaða leit að siglingarleið upp Plata-ána, settist hann um kyrrt um veturinn þar sem nú heitir St. Julian. Á páskadags- morgun gerði hluti manna hans upp- reisn en honum tókst að bæla hana niður. Einn uppreisnarskipstjóranna var hengdur og annar skilinn eftir í St. Julian, þegar Magellan hélt áfram för í ágúst. Honum heppnaðist að finna skipunum leið milli syðsta odda meginlandsins og Tierra del Fuego þar sem nú heitir Magellanssund. Það tók skipin 38 daga að sigla þessa ótryggu leið til þessa nýja úthafs, sem þeir nefndu Kyrrahaf, vegna kyrrviðris sem þeir hrepptu á siglingu sinni yfir hafið sem tók 99 daga. Á endanum voru þeir orðnir vistalausir og átu skinnið úr klæðum sínum til þess að halda lífi. Sjötta mars 1521 náðu þeir landi á eynni Guam og tíu dögum seinna vörpuðu þeir an- kerum við Filipseyjar. Það átti ekki fyrir Magellan að liggja að sjá kryddeyjuna Indónesíu, sem var rúmlega sex hundruð kílómetra í burtu, því hann féll fyrir eitraðri ör innfædds stríðsmanns á eyjunni Mactan. Hann dó 27. apríl 1521. 28. NÓVEMBER 1520 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1582 William Shakespeare og Anne Hathaway kaupa sér leyfisbréf til giftingar. 1700 Nýi stíll, tímatalið sem við notum enn, gengur í gildi á Íslandi. 1895 Fyrsta skipulega kappakst- urskeppnin fer fram í Chi- cago í Bandaríkjunum. 1905 Stjórnmálaflokkurinn Sinn Fein stofnaður á Írlandi. Nafnið er geliska og þýðir „Við sjálf“. 1920 Douglas Fairbanks slær í gegn í myndinni „Gríma Zorrós“. Hann giftist Mary Pickford ári seinna. 1942 Ford-bílaverksmiðjurnar hefja fjöldaframleiðslu á sprengjuflugvélinni B-24 „Liberator“. 1954 Enrico Fermi, eðlisfræðing- urinn ítalski, sem fyrstum tókst að kljúfa atómið, deyr í Chicago. Magellan nær til Kyrrahafsins Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 25. nóvember. Eiríkur Gunnarsson, Valgerður Stefánsdóttir, Trausti Gunnarsson, Berglind Sveinsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Guðjón Pétur Ólafsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Unnur Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Hjörtur Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Þóru Guðrúnar Valtýsdóttur er lést þann 9. nóvember. Sérstakar þakkir til Kjartans Örvars læknis og starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun í veikindum Þóru og enn fremur til starfsfólks líknar- deildar LSH í Kópavogi. Valgerður Jónsdóttir, Reynir Bergmann Birgisson, Víðir Bergmann Birgisson, Hlynur Bergmann Birgisson og aðrir aðstandendur. Í lok nóvember 1948 kom fyrsti Landrover-jeppinn til Íslands en Sigfúsi Bjarnasyni í Heklu hafði tekist með harðfylgi örfáum vikum fyrr að fá umboðið og hafði líka afl- að sér innflutningsleyfis fyrir fyrsta bílnum. Sýningarbíllinn vakti mikla at- hygli og pantanir streymdu inn. En þetta voru dagar innflutningshafta og gjaldeyrisleyfa. Í hinni ágætu bók Sigurðar Hreiðars er frá því greint að allt árið 1949 hafi einung- is 163 bílar verið fluttir til landsins. Næstum þrjú ár liðu áður en Heklu tókst að afla leyfa fyrir fyrstu sendingunni. Árið 1951 komu aðeins 128 bílar til Íslands og af þeim voru rúmlega 90 Land- rover. Næstu tíu árin tókst að kría út örfá leyfi fyrir innflutningi á Landrover en ekki var það allt tek- ið út með sældinni. Þannig greinir frá því í hinni ágætu bók Sigurðar Hreiðars „Saga bílsins á Íslandi 1904-2004“ að ekki hafi fengist leyfi til þess að flytja inn jeppa með húsi. Sigurður vitnar í Morg- unblaðið: Landroverinn kemur „með blæjuhúsi og kostar þá 27.500 krónur ... Verksmiðjan framleiðir sjerstök hús úr alúminíumblöndu, en Fjárhagsráð sá sjer ekki fært að veita leyfi fyrir þessum húsum. – Hins vegar er hægt að flytja þau inn fyrir bátagjaldeyri og kosta þá um 3.500 krónur.“ Og í Vikunni kemur fram: „Hins vegar leyfði Fjárhagsráð að miðstöðin yrði keypt með öllum bílunum ...“ Þessar frásagnir, sem líka eru raktar í ágætri bók Vilhelms G. Kristinssonar um Sigfús í Heklu, koma nútímamönnum undarlega fyrir sjónir. Þegar innflutningshöft á bílum voru afnumin 1961 fjölgaði Landrover mikið. Um 1970 kom lengri útgáfa af honum og 1971 kom svo lúxusútgáfa, Range Rover. Ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti Landroversins og hann átti í harðri samkeppni við Rússajepp- ann, Austin Gipsy (sem kom seinna) að ekki sé talað um fyrir- myndina, Willys. Land Rover hefur á seinni dögum gengið í endur- nýjun lífdaga, þótt hann sé nú skyldari yngri bróður sínum, Range Rover. Fyrir stuttu var meira að segja stofnað sérstakt félag Landrover-aðdáenda, sem efnir til hópferða og funda með fé- lagsmönnum. ■ AFMÆLI Elín G. Ólafsdóttir, fyrrv. kennari, er 71 árs í dag. Sieglinde Kahmann óperusöngkona er 73 ára í dag. Margrét Bóasdóttir er 52 ára í dag. Tryggvi Agnarsson lögfræðingur er fimmtugur í dag. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Landrover kemur til landsins SIGFÚS BJARNASON Í HEKLU við fyrsta Landroverinn í nóvember 1948
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.