Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 20
Skartgripir
Í vinnuviðtölum er mikilvægt að koma vel fyrir og þá skiptir klæðnaður ansi
miklu máli. Ekki vera með mikið af skartgripum. Helst bara einn til tvo
hringa og alls ekki stór og klunnaleg armbönd, eyrnalokka eða hálsmen.[
Undirbúningur fyrir starfslok
Sigurður Á. Friðþjófsson, upplýsinga- og fræðslufulltrúi BSRB.
BSRB býður félagsmönnum
sínum upp á starfslokanám-
skeið þar sem tekið er á öll-
um þáttum starfsloka.
„Námskeiðinu er ætlað að undir-
búa fólk vel fyrir starfslok og fara
vel yfir öll þau atriði sem tekist er
á við á þeim tímamótum,“ segir
Sigurður Á. Friðþjófsson, upplýs-
inga- og fræðslufulltrúi BSRB.
Félagsmönnum BSRB og mökum
þeirra býðst að sækja þessi nám-
skeið sér að kostnaðarlausu og
hafa þau verið gríðarlega vinsæl.
Yfirleitt er eitt námskeið haldið á
ári en í ár var það haldið tvisvar
og lýkur seinna námskeiðinu eftir
helgi.
„Að mörgu leyti geta starfslok-
in reynst fólki jákvæð breyting
þar sem það getur sinnt áhuga-
málum sínum betur en áður. Hins
vegar getur þetta líka einangrað
fólk mjög mikið ef það hefur ekki
undirbúið sig vel,“ segir Sigurður.
Hann segir námskeiðið vera
byggt þannig upp að það sé haldið
þrjá seinniparta og eru ólíkir
fyrirlesarar á hverju kvöldi. Þar á
meðal er fulltrúi frá Félagsþjón-
ustunni í Reykjavík, formaður
samtaka aldraða, öldrunarsál-
fræðingur, fulltrúi frá Trygginga-
þjónustunni og félagsráðgjafi
sem fer yfir alla þjónustu við
aldraða í Reykjavík, bæði félags-
lega og efnahagslega.
„Þátttakendur koma af öllu
höfuðborgarsvæðinu og þó svo
mest sé farið yfir þjónustu á
Reykjavíkursvæðinu þá er hún
með svipuðu móti í nágranna-
bæjarfélögunum og er aðeins far-
ið yfir þau mál líka,“ segir Sigurð-
ur og bætir því við að BSRB hafi
einnig skipulagt þessi námskeið
úti á landi þó þau séu ekki haldin
jafnoft og í höfuðborginni. ■
Verkalýðsfélag í Bretlandi gerði
árlega könnun á dögunum um
heilsu- og öryggisstaðal á vinnu-
stöðum á Bretlandseyjum eins og
kemur fram á fréttasíðu BBC.
Meiri en helmingur starfsmanna
þjáist af streitu sem er örlítið
aukning frá síðasta ári. Enn frem-
ur hefur tíðni bakverkja og endur-
tekinna átaksmeiðsla aukist sam-
kvæmt könnuninni.
Færri en sex af hverjum tíu
starfsmönnum eru ánægðir með
þetta öryggismat en
næstum því einn af
hverjum tíu athugunar-
mönnum á vegum verka-
lýðsfélagsins sagði að
vinnuveitandi gerði ekk-
ert öryggismat.
Önnur öryggismál sem báru á
góma voru langir vinnutímar og
ofbeldi á vinnustað, bæði andlegt
og líkamlegt. Kannanir af
þessum toga geta minnkað
áhættu á vinnustað. ■
Meiri en helmingur stressaður
Ný könnun á vinnustöðum í Bretlandi leiðir ýmislegt í ljós.
Margir Bretar þjást af streitu
sökum vinnuaðstæðna.
]
Atvinnuleysi meðal félags-
manna Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur minnkaði á milli
áranna 2003 og 2004 og á sama
tíma fjölgaði félagsmönnum
talsvert. Þessi þróun er af-
skaplega jákvæð og er merki
um að þenslan sé farin að skila
sér til höfuðborgarinnar.
Atvinnuleysi meðal félags-
manna minnkaði um sjö prós-
ent milli októbermánaðar árið
2003 og sama tíma á þessu ári.
Atvinnuleysi meðal félags-
manna var enn fremur 27 pró-
sentum minna í október síðast-
liðnum en í mánuðinum þar á
undan. Á sama tíma varð tólf
prósenta aukning í greiðslu
félagsgjalda sem þýðir um
fimm til sex prósenta fjölgun
félagsmanna. ■
BSRB hefur til fjölda ára haldið starfslokanámskeið fyrir félagsmenn sína og maka þeirra.
Atvinnuleysi minnkar
Félagsmönnum í VR hefur fjölgað
Atvinnuleysi meðal félagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur minnk-
að milli ára.
Eiginmenn eru með mun hærri
laun en karlar sem búa einir.
Þetta kemur fram í könnun sem
Hagfræðistofnun Háskóla Ís-
lands gerði fyrir VR um þróun
launa félagsmanna.
Karlar sem voru kvæntir eða
skráðir í sambúð höfðu að jafn-
aði 25% hærri tekjur en aðrir
karlar árið 2003. Þetta mun vera
staðreynd um allan hinn vest-
ræna heim, ekki bara á Íslandi.
Skýrsluhöfundar finna á þessu
ýmsar skýringar, ein skýringin
er sú að vinnuveitendur beri
meiri velvild til þeirra karla
sem hafa fyrir fjölskyldu að sjá
og önnur að sama manngerðin
veljist í hálaunastörf og hjóna-
band, og þar skipti ábyrgðartil-
finning og sjálfsagi höfuðmáli.
Athygli vekur að lítill munur er
á launum giftra kvenna og ein-
hleypra. ■
Eiginmenn með hærri laun
Fleiri en ein skýring í gangi
[ FYRIRLESTUR Á VEGUM VR ]
Erfiðir viðskiptavinir
Að takast á við erfiða viðskiptavini nefnist fyrirlestur sem haldinn er í í tengsl-
um við herferð VRÝ sem miðar að því að auka virðingu fyrir verslunarfólki en
sú herferð er nýhafin. Rétt viðbrögð við óánægðum viðskiptavinum geta skipt
sköpum fyrir viðskiptavininn, en ekki þó síður verslunarmanninn en fyrirlestur-
inn er sérstaklega ætlaður verslunarfólki. Á fyrirlestrinum verður farið yfir hvað
það er sem skapar ójafnvægi í samskiptum verslunarmanna við svokallaða
„erfiða viðskiptavini“ og hvernig á að leysa málið þannig að báðir aðilar geti
unað við. Fyrirlesari er Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og ráðgjafi hjá
Þekkingarmiðlun. Fyrirlesturinn verður haldin í húsnæði VR, Húsi verslunarinnar
á 0. hæð, og er verslunarfólki að kostnaðarlausu.