Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 2
2 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Verðandi borgarstjóri: Verður að finna annan stað fyrir bandaríska sendiráðið SENDIRÁÐ „Við erum komin á þann tímapunkt að það þarf að ræða það alvarlega við utan- ríkisráðuneytið að finna banda- ríska sendiráðinu annan stað,“ segir Steinunn Valdís Óskars- dóttir, tilvonandi borgarstjóri. Nágrannar sendiráðsins eru æfir vegna aukinna öryggisráð- stafana í kringum sendiráðið og vilja að það sé flutt annað. Stein- unn segist skilja áhyggjur íbú- anna við Laufásveg. „Ástandið gengur ekki svona til lengdar.“ Pia Hanson, upplýsingafull- trúi sendiráðsins, segir starfs- menn sendiráðsins vilja flytja en það vanti frumkvæði frá Washington. Þá taki það tíma að finna nýja lóð fyrir sendiráðið. Steinunn Valdís bendir á að í gegnum tíðina hafi margar lóðir í útjaðri borgarinnar verið skoð- aðar en alltaf vantað fé að utan. Í fyrra þrýstu hollensk stjórnvöld á bandarísk yfirvöld um að finna sendiráðinu í Haag annan stað af svipuðum ástæð- um og þeim sem hér um ræðir. Steinunn segir ekki ákveðið hvort það sama verði reynt hér. „Við förum yfir málið innan borgarkerfisins eftir helgi og sjáum til hvað kemur út úr því.“ Full samstaða er um málið innan R-listans og Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir sinn flokk fúsan til að ræða málið. Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna máls- ins. - bs Kosningar endur- teknar fyrir áramót Líkur eru á að boðað verði til nýrra kosninga í Úkraínu fyrir áramót. Þingið lýsti forsetakosningarnar ógildar í gær og samþykkti vantraust á yfirkjörstjórnina. Viktor Júsjenko vill að kosið verði aftur 12. desember. ÚKRAÍNA Úkraínska þingið hefur lýst forsetakosningarnar sem fóru fram um síðustu helgi ógild- ar. Þá samþykkti þingið einnig vantrausttillögu á yfirkjörstjórn- ina sem á miðvikudaginn staðfesti sigur Viktors Janukovitsj í kosn- ingunum. Það gerði yfirkjör- stjórnin þrátt fyrir gríðarleg mót- mæli hundruð þúsunda úkra- ínskra borgara og vestrænna rík- ja sem telja að Janukovitsj hafi svindlað í kosningunum á kostnað Viktors Júsjenko. Þó að þingið hafi lýst kosning- arnar ógildar með samþykki 255 þingmanna af 429 er samþykktin ekki lagalega bindandi. Hún er hins vegar talinn vera mikill sigur fyrir stjórnarandstöðuna. Van- traustið á yfirkjörstjórnina hefur heldur ekki neina lagalega þýð- ingu en þykir auka þrýstinginn á Janukovitsj. Evrópusambandið hefur farið fram á að kosningarnar verði end- urteknar fyrir áramót og er talið líklegt að það verði niðurstaðan. Javier Solana, utanríkisráðherra sambandsins, hefur tekið þátt í viðræðum um friðsamlega lausn deilunnar. Hann segir að ef kosn- ingarnar verði ekki endurteknar muni það hafa afdrifaríkar afleið- ingar fyrir samband Úkraínu við Evrópusambandsríkin. Tugir þúsunda stuðningsmanna Júsjenko hafa mótmælt á götum Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, síðan á sunnudaginn. Júsjenko, sem vill efla tengslin við Vestur- lönd, ávarpaði fjöldann í gær og sagði að aðeins ein lausn kæmi til greina og hún væri að boða til nýrra kosninga. Hann vill að kosið verði aftur sem allra fyrst og hefur nefnt 12. desember sem hentuga dagsetningu. Júsjenko hvatti fólkið til að halda mótmælunum áfram allt þar til lausn fengist í málið. Janukovitsj, sem vill bæta samskiptin við Rússland í stað þess að efla tengslin við Vestur- lönd, hefur gagnrýnt framferði Júsjenko í vikunni. Hann segir að- gerðir hans jafngilda tilraun til valdaráns. trausti@frettabladid.is Samgönguráðherra: Vill flugvöll í Reykjavík FLUGVÖLLUR Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segist ekki telja að flytja eigi innanlandsflug- ið til Keflavíkur. „Innanlandsfluginu er best fyrir komið í Reykjavík,“ segir Sturla. „Ef við þurfum að taka á okkur miklar skuld- bindingar við rekstur Kefla- víkurflugvall- ar eru hins vegar allt aðr- ar forsendur. Við verðum þá hugsanlega að stokka spilin upp að ein- hverju leyti.“ Sturla segir að eins og staðan sé nú sé flugvöllurinn rekinn á forsendum varnarsamningsins. „Þetta er ný mynd sem þarna myndi skapast. Aðalatriðið er það að við munum meta stöðuna þegar niðurstaðan liggur fyrir.“ - ás „Jú, ef garðurinn er ekki hernaðar- aðgerð gagnvart grannanum.“ Erlingur Gíslason leikari býr gegnt bandaríska sendiráðinu og er ekki hrifinn af „blómakerjum“ sem hefur verið komið fyrir fyrir framan sendiráð- ið af öryggisástæðum. SPURNING DAGSINS Erlingur, er ekki garður granna sættir? Brottnámið í Kópavogi: Sjö menn yfirheyrðir BROTTNÁM Maðurinn sem lokkaði níu ára gamla stúlku upp í bíl til sín í Kópavogi og skildi hana eftir á Mosfellsheiði á miðvikudaginn var enn ófundinn þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Lögreglan í Kópavogi hefur yfirheyrt alls sjö menn vegna málsins og segir rannsókn vera í hefðbundnum farvegi. Lögreglunni hefur borist fjöldi ábendinga vegna málsins og fylg- ir þeim nú eftir. Stúlkan lýsir manninum sem tvítugum, sköllóttum, með svört gleraugu og skegg undir vörinni og segir að hann hafi ekið rauðum fólksbíl með skotti. Þeir sem telja sig geta veitt einhverjar upplýs- ingar eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Kópavogi. - bs Yfirvöld í Pakistan: Hafa hætt leitinni að bin Laden PAKISTAN Stjórnvöld í Pakistan hafa ákveðið að láta af hernaði í héraðinu Suður-Waziristan þar sem pakistanski herinn hefur barist við al-Kaída og talíbana. Svæðið meðfram landamærum Afganistans var talið einn af mögulegum felustöðum Osama bin Laden og kom tilkynningin frá stjórnvöldum degi eftir að herforingi frá Pakistan lýsti því yfir að ítrekuð leit á svæðinu hefði ekki borið árangur. „Bin Laden er með stóran flokk í kringum sig sér til vernd- ar. Ef hann hefði verið hérna á svæðinu þá hefði hann ekki farið framhjá okkur,“ sagði Safdar Hussain, herforingi í norðvestur- hluta Pakistan. ■ Uppreisnarhópur í Kólumbíu: Ætluðu að drepa Bush KÓLUMBÍA, AP Uppreisnarmenn í hópi marxista í Kólumbíu hugð- ust drepa George W. Bush þegar hann heimsótti borgina Carta- gena í síðustu viku. Öryggisgæsla var gífurleg við heimsókn Bush og engin óhöpp urðu. Forsetinn stoppaði stutt í Kólumbíu 22. nóvember á leið hans aftur til Washington frá Santiago í Chile. Yfir 16.000 með- limir eru í uppreisnarhópnum FARC og er hópurinn stærsti, elsti og best búni uppreisnarhóp- ur marxista í Kólumbíu. ■ STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Segist skilja áhyggjur íbúa við Laufásveg og ástandið gangi ekki svona til lengdar. STURLA BÖÐVARSSON Innanlandsflugi best fyrir komið í borginni. JÚSJENKO ÁVARPAR FJÖLDANN Tugir þúsunda stuðningsmanna Viktors Júsjenko mótmæltu í Kænugarði í gær. Júsjenko hvatti fólk til að halda mótmælunum áfram þar til lausn fengist í málið. BÆJARSTJÓRNARMÁL Í næstu viku verður tekin í bæjarstjórn Kópa- vogs ákvörðun um framtíð verk- smiðju Mjallar-Friggjar á lóð fyr- irtækisins við höfnina á Kársnesi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, segir tillög- ur fram komnar um hvernig haga skuli starfseminni. „Við erum að lesa þær tillögur yfir og svo verð- ur málið afgreitt til heilbrigðis- nefndar sveitarfélagsins í næstu viku,“ segir hann. „Fyrirtækið er með leyfi í Reykjavík og fer eftir þeim ör- yggiskröfum sem þar voru sett- ar.“ Gunnar segir vilja til þess að hafa fyrirtækið í Kópavogi, en það verði þá að fylgja þeim örygg- iskröfum sem þar eru settar. Inn- an bæjarstjórnarinnar eru uppi raddir sem efast um að starfsemi þar sem hætta gæti verið á meng- unarslysi eigi heima svo nálægt byggð, eins og raunin er á Kárs- nesinu. „Við getum náttúrlega ekkert verið á móti þessu ef fyllsta öryggis er gætt og hættan er engin. Þetta er fyrirtæki sem veltir milljarði á ári og er með tugi manna í vinnu og því fengur að hafa það,“ segir Gunnar. - óká Starfsleyfi Mjallar-Friggjar í Kópavogi: Vilja hafa fyrirtækið í Kópavogi HÆTTUSVÆÐI VEGNA KLÓRGASMENGUNAR Í umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna starfsleyfis Mjallar-Friggjar á Kársnesi segir að klórgasið sé mjög hættulegt, bæði ætandi og eitrað. KO RT /B O RG AR VE FS JÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.