Fréttablaðið - 28.11.2004, Blaðsíða 44
24 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
Við hrósum...
...handknattleiksdeild Hauka fyrir að horfast í augu við staðreyndir málsins og selja heimaleik sinn í Evrópukeppni bikarhafa. Stuðningsmenn liðsins hafa ekki
flykkst á Ásvelli þótt boðið hafi verið upp á hvert stórliðið á fætur öðru í meistaradeildinni og morgunljóst að króatíska liðið frá Zagreb myndi ekki trekkja að.
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
21 22 23 24 25 26 27
Laugardagur
SEPTEMBER
HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka
í handknattleik munu ekki leika á
heimavelli gegn króatíska liðinu
Medvescak Infosistem Zagreb í
Evrópukeppni bikarhafa. Þess í
stað hafa þeir selt Króötunum
heimaleikinn og munu liðin því
mætast ytra 4. og 5. desember
næstkomandi.
Ástæðan fyrir þessari ákvörð-
un Hauka er sú að mætingin á
leiki félagsins hefur alls ekki ver-
ið nógu góð.
„Við höfum orðið fyrir miklum
vonbrigðum með mætinguna. Það
er ekki hægt að neita því,“ sagði
Þorgeir Haraldsson, formaður
handknattleiksdeildar Hauka.
„Þetta er eini alvöruhandboltinn
sem boðið er upp á hér í vetur þar
sem það eru engir landsleikir og
því er alveg skelfilegt að fá engan
í húsið.“
Þorgeir vildi að það kæmi
skýrt fram að Haukar hefðu ekki
farið þessa leið hefðu þeir átt
seinni leikinn heima en fyrir lá að
þrír leikmanna liðsins gætu ekki
spilað útileikinn þar sem þeir eru
að þreyta próf í háskólanum á
sama tíma. Með því að spila báða
leikina úti sömu helgi geta allir
leikmenn spilað. Engu að síður
liggja einnig fjárhagslegar ástæð-
ur að baki þessari ákvörðun enda
spara Haukarnir sér töluvert fé
með því að selja Króötunum
heimaleikinn.
„Við komum alltaf til með að
tapa peningum á þessari þátttöku
en með því að selja leikinn minnk-
um við tapið um eina milljón, sem
er talsvert. Það hefur ýmislegt
breyst og til að mynda hefur dóm-
arakostnaður hækkað um helming
frá því í fyrra. Að sama skapi hafa
greiðslur fyrir þátttöku lækkað,“
sagði Þorgeir en það kostar ekk-
ert lítið að flytja misgóða dómara
til landsins. „Meðalkostnaður við
að fá dómara hingað er í kringum
350-400 þúsund krónur, sem er
svakalega mikið. Innkoman af
þeim leikjum sem við höfum spil-
að hingað til dugar ekki einu sinni
fyrir dómarakostnaði í þeim leikj-
um.“
Þessi ákvörðun var tekin í fullu
samráði við þjálfara liðsins, Pál
Ólafsson, sem hefur ekkert út á
hana að setja. „Við erum búnir að
gefast upp. Það mætir bara eng-
inn á þessa leiki, eins sorgleg
staðreynd og það er,“ sagði Páll
frekar svekktur en það segir sig
sjálft að það rýrir verulega mögu-
leika Hauka á að komast áfram að
spila báða leikina úti.
henry@frettabladid.is
TÓMUR KOFI Þessi mynd úr íþróttahúsi Hauka segir meira en mörg orð um ástandið
þessa dagana.
Það mætir enginn
Íslandsmeistarar Hauka hafa selt heimaleik sinn í Evrópukeppninni að
hluta til þar sem mæting á leiki liðsins hefur verið skelfileg. Innkoman á
heimaleikjunum dugar ekki fyrir dómarakostnaði.
Hin finnska Tanja Poutiainen barsigur úr býtum á heimsbikarmóti
í stórsvigi kvenna
sem fram fór í
Colorado í Banda-
ríkjunum aðfaranótt
laugardags. Þetta
var fyrsti sigur
Poutiainen í stór-
svigi á ferlinum en
hún skaut hinni
sænsku Anju Pärsson, sem varð
heimsbikarmeistari í stórsvigi á síð-
asta tímabili og Janicu Kostelic frá
Króatíu ref fyrir rass. Poutiainen var
9/100 hlutum úr sekúndu á undan
Pärsson en Kostelic má vel við una
í þriðja sætinu því hún var að keppa
á sínu öðru móti eftir að hafa misst
af öllu síðasta keppnistímabili vegna
hnémeiðsla.
Jose Mourinho, hinn portúgalskiknattspyrnustjóri Chelsea, segir
ekkert til í þeim sögusögnum að fé-
lagið ætli að kaupa enska landsliðs-
manninn Jermain
Defoe frá Totten-
ham fyrir fimmtán
milljónir punda
þegar leikmanna-
markaðurinn opnar
á nýjan leik í janúar.
„Mér finnst Defoe
vera frábær leik-
maður en við þörfnumst ekki fram-
herja núna. Ég er með Mateja
Kezman, Eið Guðjohnsen og Didier
Drogba. Það er nóg,“ sagði Mourin-
ho við enska fjölmiðla í gær.
Riccardo Agricola, læknir ítalskastórliðsins Juventus, var í gær
dæmdur í 22ja mánaða fangelsi fyrir
að hafa dreift hinu ólöglega blóðauk-
andi lyfi EPO á meðal leikmanna
liðsins fyrir nokkrum
árum. Auk þess var
Antonio Giraudo,
einn af yfirmönnum
Juventus sýknaður
af sömu ákæru.
Agricola hyggst
áfrýja dómnum en
hann mun ekki fá
að starfa sem læknir þessa 22 mán-
uði jafnvel þótt hann fái fangelsis-
dómnum hnekkt.
Indiana Pacers græðir um átta millj-ónir dollara á því að þrír leikmenn
liðsins, Ron Artest, Jermaine O’Neal
og Stephen Jackson, voru dæmdir í
löng bönn fyrir slagsmál í leik Indi-
ana og Detroit Pi-
stons á dögunum.
Leikmennirnir fá
ekki laun á meðan
þeir eru í banni og
tapa um 10,8 millj-
ónum dollara á því
en NBA-deildin fær
aðeins um 2,9
milljónir dollara af launum þeirra.
Artest tapar fimm milljónum dollara,
O’Neal rúmum fjórum milljónum og
Jackson rúmri einnin og hálfri millj-
ón.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Íþróttabækurnar koma frá Hólum
GULLKORN ÚR KNATT-
SPYRNUHEIMINUM
– Hér eru þau saman komin
í eina bók skemmtilegustu mismælin
og fleygustu setningarnar sem oltið hafa
út úr þjálfurum, leikmönnum og
knattspyrnulýsendum í gegnum tíðina.
Hvert gullkornið rekur annað.
ALLTAF Í BOLTANUM
– bók sem fær þig til
að grenja úr hlátri.
BESTU KNATTSPYRNU-
LIÐ EVRÓPU
– Stórkostleg bók um bestu knattspyrnuliðin í Evrópu.
Rakin er saga þeirra í máli og myndum,
hver knattspyrnustjarnan af annarri skýst
fram í sviðsljósið og útkoman er mögnuð.
BESTU KNATTSPYRNULIÐ EVRÓPU
er bók sem enginn
knattspyrnuunnandi lætur
framhjá sér fara.
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
Róbert Gunnarsson er vinsæll þessa dagana:
Orðaður við Flensburg
HANDBOLTI Forráðamenn danska
handknattleiksliðsins Aarhus GF
segjast ætla að gera allt sem í
sínu valdi stendur til ad halda í
Róbert Gunnarsson, línumann
liðsins og íslenska landsliðsins.
Frammistaða Róberts með ís-
lenska liðinu á heimsbikarmótinu
í Svíþjóð sem og með Aarhus í
dönsku úrvalsdeildinni í vetur
hefur vakið áhuga stærstu liða
Þýskalands og Spánar, en Róbert
er langmarkahæsti leikmaður
dönsku deildarinnar með tæp 10
mörk að meðaltali í leik, en lið
Aarhus hefur komið gríðarlega á
óvart í vetur og situr á toppi úr-
valsdeildarinnar um þessar
mundir. Þá var Róbert einnig
markahæsti leikmaður heimsbik-
armótsins í Svíþjóð.
Um áramótin mun Aarhus GF
sameinast öðru handknatt-
leiksliði bæjarins, AGF, og mun
sá samruni styrkja fjárhag hins
nýja félags til muna. Henrik Jak-
obsen, framkvæmdastjóri Aar-
hus GF, segir að fyrsta verk hins
nýja félags verði að bjóða Ró-
berti nýjan og betri samning.
„Við höfum ekki fjárhagslegt bol-
magn til að keppa við þá allra
stærstu en við viljum gjarnan
halda Róberti í herbúðum okkar
og munum gera allt sem í okkar
valdi stendur til þess. Við vitum
jafnframt að við getum ekki
hindrað hann í að fara til stærra
liðs í sterkari deild,“ segir Jakob-
sen, en þess má geta ad þýska
stórliðið Flensborg er sagt eitt af
mörgum sem líta hýrum augum
til kappans.
-vig
RÓBERT GUNNARSSON Forráðamenn
danska liðsins Aarhus GF vilja gjarnan
halda honum en það gæti orðið erfitt þar
sem stórlið á borð við þýsku meistarana
Flensburg hafa áhuga á kappanum.
■ ■ LEIKIR
15.00 Breiðablik og Þór Ak.
mætast í Njarðvík í Bikarkeppni
KKÍ og Lýsingar í körfubolta karla.
15.30 Ljónin og Dalvík mætast í
Njarðvík í Bikarkeppni KKÍ og
Lýsingar í körfubolta karla.
16.00 HHF og Ármann/Þróttur
mætast í Hagaskóla í Bikarkeppni
KKÍ og Lýsingar í körfubolta karla.
16.00 Valur og Grindavík mætast
í Valsheimilinu í Bikarkeppni KKÍ
og Lýsingar í körfubolta karla.
16.30 Keflavík B og Stjarnan
mætast í Keflavík í Bikarkeppni
KKÍ og Lýsingar í körfubolta karla.
17.30 Haukar og Afturelding
mætast á Ásvöllum í norðurriðli
1. deildar karla í handbolta.
18.00 Leiknir R. og Breiðablik
mætast í Hagaskóla í Bikarkeppni
KKÍ og Lýsingar í körfubolta karla.
19.15 Skallagrímur og ÍR mætast í
Borgarnesi í Bikarkeppni KKÍ og
Lýsingar í körfubolta karla.
19.15 Keflavík og Snæfell mætast
í Keflavík í Bikarkeppni KKÍ og
Lýsingar í körfubolta karla.
19.15 Valur og Grótta/KR mætast
í Valsheimilinu í suðurriðli 1.
deildar karla í handbolta.
20.00 ÍR og Stjarnan mætast í
Austurbergi í suðurriðli 1. deildar
karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
12.35 Meistaradeildin í fótbolta á
Sýn. Útsending frá leik PSV
Eindhoven og Arsenal í
meistaradeildinni í fótbolta.
14.00 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik New-
castle og Everton í ensku
úrvalsdeildinni í fótbolta.
14.50 World Series of Poker á
Sýn.
16.00 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Liverpool
og Arsenal í ensku úrvalsdeild-
inni í fótbolta.
17.20 Meistaradeildin í fótbolta á
Sýn. Fréttaþáttur um meistara-
deildina í fótbolta.
17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Real Madrid
og Levante í spænsku
úrvalsdeildinni í fótbolta.
19.55 Ítalski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Inter Milan og
Juventus í ítölsku A-deildinni í
fótbolta.
21.35 Helgarsportið á RÚV.