Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 40

Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 40
Rokkarinn: Rúnar Júlíusson Það hafa margir tónlistar- menn haft áhrif á mig í gegn- um árin og koma þá margir þættir við: lögin, textarnir, framkoman, almenn útgeislun og síðast en ekki síst tilfinn- ingaflóran. Ég hlusta alltaf mikið á tónlist og fylgist með því sem mínir uppáhaldstón- listarmenn eru að gera á hverjum tíma og líka þessu nýja sem er að gerast í tónlist- inni frá ári til árs. Af erlendum tónlistarmönn- um hafa margir menn haft áhrif á mig og má þar helst nefna Jimi Hendrix, Bob Dyl- an, Ray Charles, Beatles, Roll- ing Stones, Steve Winwood, El- vis Presley og Prince. Af íslenskum eru það helst Þórir Baldursson, Hljómar, Bubbi, Megas, Stuðmenn, Deep Jimi, Hjálmar, Björgvin Hall- dórsson, Ragnar Bjarnason og Haukur Morthens. Popparinn: Páll Óskar Hjálmtýsson Ég ætla að nefna tvo áhrifavalda sem hafa haft mestu áhrifin á mig en það eru Burt Bacharach og diskóhljómsveitin Chic. Þetta eru tónlistarmenn sem fá hjarta mitt til að slá. Eftir Burt liggja fjöl- margar tónsmíðar og rjóminn af lögunum hans eru algjörir demantar. Þeir í Chic sömdu mörg flottustu diskólögin sem diskódrottning- arnar rifust svo um. Fyrsta tónlistin sem hins vegar snerti við mér var öll tónlist- in á safnplötu systur minnar sem hét The Best Disco Al- bum in The World og bar sko nafn með rentu! Þetta var fyrsta tónlistin sem ég fílaði í botn. Söngkonurnar í lífi mínu eru svo Dusty Springfield, Dionne Warwick, Karen Carpent- er, Donna Summer og Madonna. Einnig vil ég nefna Kraftwerk, Motown- liðið, Serge Gainsbourg, Scott Walker og Ennio Morricone. Af þessu nýja fylgist ég mikið með Eminem og Missy Elliott sem eru frá- bærir listamenn. Beyoncé Knowles fær líka prik fyrir að vera Donna Summer okkar tíma. Raftónlistarpían: Tanya Lind Pollock Það fyrsta sem kveikti í mér þegar ég var lítil voru þau John Lennon og Yoko Ono og þau eru mínir helstu áhrifavaldar. Síðan hef ég h l u s t a ð mikið á pönk, Joy Division, The Smiths, New Order. Ég hef líka hlustað mikið á Aphex Twin og Squarepusher sem eru alltaf í jafnmiklu uppáhaldi hjá mér. Ljúf raftónlist á líka alltaf upp á pallborðið hjá mér eins og Brothom States og Boards of Canada. Af ís- lenskri tónlist er ég langhrifnust af hiphopsen- unni. En John Lennon og Yoko Ono eru a l g e r l e g a uppáhaldið og þeirra tónlist hefur haft mest áhrif á mig sem tón- listarmann. Rapparinn: Birkir Björns Halldórsson Fyrsta fullorðinsmúsíkin sem snerti mig hefur verið Revolver-platan með Bítl- unum sem er úr safni for- eldranna minna. Þá hef ég verið svona tíu - ellefu ára. Eftir það kynntist ég mínu helsta áhrifavaldi, Jimi Hendrix og öllu hippadótinu sem hélt mér uppteknum alveg þangað til ég heyrði fyrst í Snoop Doggy Dog rappa. Það var þá sem ég skrifaði fyrsta rapptextann minn. Eftir það kom The Regulator með Warren G og Outkast og þá fór ég að finna sterkt fyrir hiphopinu og fílaði það geðveikt. Ekki bara töffarana heldur taktinn í tónlistinni. Síðan hef ég hlustað á bara það sem mér finnst gott, ég hlusta eiginlega minnst á hiphop í dag. Ég hef líka hlustað endalaust mikið af djass: Miles Davis, Herbie Han- cock, Thelonious Monk, Duke Ellington, Dave Hol- land og hljómsveitir eins og Radiohead, System of a Down og Rage Against the M a c h i - ne. 20 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Áhrifavaldar íslenskra tónlistarmanna Tónlistarmenn sækja flestir snilli sína og tónlistargáfur að einhverju leyti til annarra tón- listarmanna og snillinga. Sama hvort átt er við rokkara, rappara eða poppara, allir eiga sín goð. En hverjir eru helstu áhrifavaldar íslenskra tónlistarmanna? Óperusöngkonan: Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú. Ég ólst upp við sígilda tónlist svo það er það fyrsta sem greip mig. Ég hef fengið þetta með móðurmjólkinni og for- eldrar mínir hlustuðu mikið á sígilda tónlist. Ég get alls ekki nefnt nein nöfn því þetta hefur verið svo mikið mótunar- ferli hjá mér. Það skarast allt saman, bæði það að fara í kirkju með foreldr- um mínum og að hlusta á Rás eitt í gegnum árin en ég hlusta mjög mikið á Rás eitt. Ég eignaðist ekki græjur fyrr en mjög seint, ég var orðin rúm- lega tvítug. Það er senni- lega bara sígilda tónlist- in, hinir ýmsu tónlistar- menn sem hafa mótað mig því ég hef ósköp lítið hlustað á dægurtónlist.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.