Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 8
8
41.131 ÍBÚÐ VAR Í REYKJAVÍK
UM SÍÐUSTU ÁRAMÓT
Flestar voru í stærri blokkum, fæstar
í tvíbýli.
SVONA ERUM VIÐ
Hjónin Maríus Helgason og Ingibjörg
Þorsteinsdóttir hafa búið á Tálkna-
firði í rúmt ár og láta vel af verunni.
Þau eiga og reka veitingastaðinn
Hópið við Hrafnadalsveg þar sem
matur er snæddur, öl kneyfað,
snóker leikinn og horft á boltann.
„Við komum hingað í tíu daga frí og
okkur leið svo vel að við ákváðum
að kaupa veitingastaðinn og setjast
hér að,“ segir Maríus. Hann er ættað-
ur frá Tálknafirði en hafði lítið verið
þar um ævina. Áður bjuggu þau í
Kópavogi og Maríus vann á veitinga-
staðnum Caruso í Bankastræti og nú
eru þau á suðurleið á ný vegna fjöl-
skylduaðstæðna. „Ég verð samt við-
loðandi við staðinn áfram, við leigj-
um bara út reksturinn,“ segir Maríus
og býst við að skjótast vestur þegar
mikið liggur við auk þess að sinna
markaðsmálum. Hann segir mikinn
mun á því að búa í fjölmenninu á
höfuðborgarsvæðinu og í fámenninu
á Tálknafirði. „Hér getur maður lent í
miklu stressi í vinnunni frá morgni til
kvölds en þegar maður stígur út þá
er algjör kyrrð og ró. Fyrir sunnan
stígurðu hins vegar út í sama stressið
og er innan dyra. Svo hefur enginn
tíma til neins.“ Þau hjónin nefna
einnig kosti þess að vera með börn
úti á landi. „Hér er frábært að ala
upp krakka, þeir fara út á morgnana
og koma inn þegar þeir eru svangir.“
Þau mæla hiklaust með því við fólk
að prófa að fara út á land og dvelja
þar um hríð. Segja alla fjölskylduna
hafa gott af slíku þó bara væri í stutt-
an tíma.
Börnin koma inn þegar þau verða svöng
LÍFIÐ OG TILVERAN: HJÓNIN Í HÓPINU Á TÁLKNAFIRÐI
28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
Hóf fíl á loft með
hugarorkunni
Sri Chinmoy hugleiðslumeistari hefur með lyftum sínum sýnt að andinn er efninu yfirsterkari.
Nýlega lyfti hann yfir 130 tonnum á friðarhátíð í Bandaríkjunum.
Hugleiðslumeistarinn og Íslands-
vinurinn Sri Chinmoy er ekki
dauður úr öllum æðum þrátt fyrir
að vera kominn vel á áttræðisald-
ur. Kappinn, sem er frægur fyrir
lyftur sínar, stóð fyrr í þessum
mánuði fyrir þriggja daga friðar-
hátíð í New York en á þeim tíma
lyfti hann nánast öllu sem hönd á
festi, mönnum, dýrum og dauðum
hlutum, alls ríflega 130 tonnum.
Meðal þeirra sem Sri Chin-
moy lyfti á hátíðinni voru níu
Ólympíuverðlaunahafar. Rúss-
neska langstökksdrottningin
Tatjana Lebedeva fékk sérstaka
meðferð, hún sat á baki fjögurra
tonna fíls sem Chinmoy snaraði á
loft. Þessu til viðbótar lyfti hann
bifreið, 1.500 bókum og söngkon-
unni Robertu Flack á meðan hún
lék syrpu af sínum vinsælustu
lögum á níðþungan flygil sinn.
Lyftingarnar eru liður í vit-
undarvakningu Chinmoys um
bræðralag og frið en frá árinu
1988 hefur hann hafið yfir 7.000
manns á loft í viðurkenningar-
skyni. Að sögn Eymundar Matt-
híassonar, forsvarsmanns Sri
Chinmoy miðstöðvarinnar á Ís-
landi, gerir meistarinn þetta til
að hnykkja á einingu mannkyns.
Þannig kom hann hingað til lands
í fyrra og lyfti tólf alþingismönn-
um og árið 1989 fékk Steingrím-
ur Hermannsson, þáverandi for-
sætisráðherra, svipaða með-
höndlun.
Sri Chinmoy er 73 ára gamall
og af útliti hans að dæma er
erfitt að ímynda sér að kraftajöt-
unn sé þar á ferð. Eymundur seg-
ir hins vegar að þessi aldni spek-
ingur virki hugarorkuna með
þessum árangri. „Hann leggur
áherslu á að þetta sé ekki bara
eitthvert skemmtiatriði heldur
sé grunnurinn innri vinna, hug-
leiðsla og einbeiting og það sé
forsenda þess sem hægt sé að
gera út á við,“ segir hann.
Að mati Eymundar er útilokað
að brögð séu í tafli. „Þarna stóðu
menn eins og vaxtarræktar-
tröllið Bill Pearl við hliðina á
honum og sáu að enginn maðkur
var í mysunni. Pearl sagði að það
sem hann hefði orðið vitni að
væri engum manni fært, sama á
hvaða aldri hann væri.“
Ekki er útilokað að kappinn
heimsæki frostbitna Frónverja á
næstunni en Eymundur vill þó
engu lofa. „Það er erfitt að full-
yrða nokkuð, þetta verður bara
að koma í ljós.“
sveinng@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Hvers vegna?
Kænugarður
Íslendingar nefna höfuðborg
Úkraínu ýmist Kiev eða Kænu-
garð en landið hefur verið tals-
vert í fréttum að undanförnu í
tengslum við kosningarnar á dög-
unum.
Kænugarðsnafnið er ævafornt
en það er frá Svíum komið sem
sigldu eftir ám, fljótum og vatna-
svæðum upp til Úkraínu á sínum
tíma. Helstu viðskiptaborgir
sænsku sæfaranna voru Hólm-
garður og Kænugarður en í seinni
tíð hafa nöfnin Novgorod og Kiev
orðið algengari í máli manna. At-
huganir leiða raunar í ljós að
Kænugarður nefndist Kijan-
gorod í fornrússnesku og má ætla
að nafnið hafi umbreyst í munni
þeirra sænsku og aftur á leiðinni
yfir hafið og til Íslands. Aðal-
steinn Davíðsson, málfarsráðu-
nautur Ríkisútvarpsins, aðhyllist
notkun orðsins Kænugarðs, enda
afburðafallegt borgarnafn. ■
TRÚIN FLYTUR FJÖLL
Sri Chinmoy býr sig undir að lyfta Tatjönu Lebedevu og fílnum Minnie, alls
um fjórum tonnum.
BIFREIÐ BRUGÐIÐ Á LOFT
Eftir að hafa lyft fílnum Minnie var Sri orðinn það heitur að 1.000 kílóa bíll af Smart Car-
gerð vafðist ekkert fyrir honum.
FISLÉTTUR FORSÆTISRÁÐHERRA
Sri Chinmoy var ekki í vandræðum með að
lyfta Steingrími Hermannssyni á sínum tíma.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
V.
Þ.