Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 51

Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 51
„Hann býr í kofa langt uppi á fjöllum og sér um að smíða fyrir jólasveinana, af því að þeir eru nátt- úrlega mismunandi laghentir,“ segir Pét- ur Eggerz leikari um smiðinn Völund, sem er aðalpersónan í jólaleikritinu Smiður jólasveinanna sem Möguleikhúsið frum- sýnir í dag. „Hann gerir allt mögulegt fyrir jóla- sveinana, saumar fötin þeirra, býr til jólagjafirnar og sem- ur lög fyrir þá til að syngja.“ Leikritið hefst þegar síðasti jóla- sveinninn, Kerta- sníkir, er farinn til byggða. Þá situr Völ- undur einn eftir og sér fram á einmana- leg jól. „En þá banka upp á tröllasystk- inin Þusa og Þrasi, sem eru alltaf að rífast. Síðan slæðist jólaköttur- inn inn til hans líka, því hann er hættur að fara til byggða af því að allir tóku honum svo illa.“ Tröllabörnin hafa ekki hug- mynd um hvað jól eru, og köttur- inn hefur heldur aldrei almenni- lega áttað sig á því af hverju jólin eru haldin. „Það kemur því í hlut Völundar að segja þeim frá jólunum, og svo endar það með því að þau setja upp lítil leikrit út af jólaguðspjall- inu og síðan fer hver til síns heima með jólin í hjartanu.“ Leikstjóri og höfundur sýning- arinnar er Pétur Eggerz, sem einnig hannaði leikmynd ásamt Bjarna Ingvarssyni, tónlist gerði Ingvi Þór Kormáksson og bún- ingahönnuður er Helga Rún Páls- dóttir. Leikarar eru Bjarni Ingv- arsson, sem leikur smiðinn Völ- und, Aino Freyja Järvelä í hlut- verki jólakattarins, Alda Arnar- dóttir sem tröllastelpan Þusa og Pétur Eggerz sem bregður sér í hlutverk Kertasníkis og trölla- stráksins Þrasa. Möguleikhúsið sýndi þetta sama leikrit fyrst árið 1992 við miklar vinsældir, og það var síðan gefið út á geisladiski fyrir jólin 1993. „Þetta er svolítið breytt núna. Bjarni og Alda voru þá í sömu hlutverkum, en ég lék til dæmis jólaköttinn sem Aino leikur núna.“ ■ 31SUNNUDAGUR 28. nóvember 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.15 B.I.14Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10:15 Ein besta spennu- og grínmynd ársins. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 B.I.16Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I.12 Búið ykkur undir að öskra. Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 B.I.14 Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 2 og 4 m/ísl. tali Miðaverð 500 kr. Miðaverð 500 kr. Sama Bridget. Glæný dagbók. Sýnd kl. 8 og 10 Kolsvört jólagrínmynd HHH kvikmyndir.com HHH kvikmyndir.com HHH HL Mbl HHH1/2 kvikmyndir.is HHH Balli / Sjáðu PoppTV F R U M S Ý N I N G Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! SHARK TALE KL. 12 og 2 m/ísl. tali KL. 6 m/ens. tali Sýnd kl. 10.10 B.I.16 TWO BROTHERS SÝND KL. 12, 2 & 4 Sýnd kl. 12, 2, 4 og 8 Fór beint á toppinn í USA Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. 400 kr. miðaverð á allar myndir kl. 12 um helgar í Sambíóunum KringlunniHÁDEGISBÍÓ ■ TÓNLEIKAR■ LEIKLIST Önnur plata Búdrýginda Komin er út platan Juxtapose með rokksveitinni Búdrýgindi. Á plöt- unni eru tólf lög og hafa þrjú þeirra heyrst að undanförnu í út- varpinu; Ósonlagið, Gleðskapur og Köngulær í KúngFú. Búdrýgindi steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 2002 er hún vann Músíktilraunir Tónabæjar. Fyrir jól sama ár gaf sveitin út frum- burð sinn Kúbakóla sem fékk góð- ar viðtökur. Hljómsveitin efndi fyrir skömmu til kosningar á net- inu þar sem velja átti umslag nýju plötunnar. Sniðug mynd af bláum hundi bar sigur úr býtum. ■ BÚDRÝGINDI Önnur plata hljómsveitar- innar Búdrýgindi, Juxtapose, er komin út. Smíðar fyrir jólasveina VÖLUNDUR, TRÖLLASYSTKININ OG JÓLAKÖTTURINN Möguleikhúsið frumsýnir í dag jólaleikritið Smiður jólanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.