Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 1
ÁVERKASÝNING Í IÐU Mannréttindasamtökin Amnesty International héldu óvenjulega tískusýningu í Iðu við Lækjargötu í gær. Sýning-
in var hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Álfrún Örnólfsdóttir og aðrar sýningarstúlkur voru farðaðar eftir áverkalýsingum
úr dómsmálum um heimilisofbeldi.
KOSNINGAR ENDURTEKNAR Líkur
eru á að boðað verði til nýrra kosninga í
Úkraínu fyrir áramót. Þingið lýsti forseta-
kosningarnar ógildar í gær og samþykkti
vantraust á yfirkjörstjórnina. Sjá síðu 2
ÞARF AÐ FINNA ANNAN STAÐ
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, verðandi borgar-
stjóri, segir nauðsynlegt að ræða það alvar-
lega við utanríkisráðuneytið að finna banda-
ríska sendiráðinu annan stað. Sjá síðu 2
EITUR Í JARÐVEGI Miltisbrandur kann
að leynast í jarðvegi þar sem sýktum dýrum
hefur verið fargað. Nú er reynt að kort-
leggja slíka urðunarstaði. Sjá síðu 4
MAFÍA UNDIR SMÁSJÁNNI Emb-
ætti Ríkislögreglustjóra og tollyfirvöld taka
þátt í norrænni rannsókn á smygli nígerísku
mafíunnar á fólki og eiturlyfjum frá Nígeríu
til Norðurlandanna. Sjá síðu 6
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Kvikmyndir 30
Tónlist 30
Leikhús 30
Myndlist 30
Íþróttir 22
Sjónvarp 32
SUNNUDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
28. nóvember 2004 – 326. tölublað – 4. árgangur
13-18
OPI‹
Jólaball kl. 15
SLAGVEÐUR OG ÚRKOMA Slagveður
sunnan- og vestanlands og úrkoma í flest-
um landshlutum. Talsverður vindur um land
allt. Sjá síðu 4
SÍÐA 20 ▲
AÐVENTUKVÖLD Þennan fyrsta sunnu-
dag í aðventu verður haldið aðventukvöld í
Grensáskirkju klukkan 20. Barnakór syngur,
Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú flytur hug-
vekju kvöldsins og Ólafur Skúlason biskup
flytur lokaorð.
SÍÐA 10
▲
25-50 ára
Me›allestur dagblaða
Höfuðborgarsvæðið
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04
80%
50%
MorgunblaðiðFréttablaðið
Opnað á innan-
landsflug í Keflavík
Nýjar aðstæður kunna að skapast ef Íslendingar verða að taka að sér stóran hluta reksturs
Keflavíkurflugvallar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri.
Ásgeir Sigurvinsson:
Uppsker enn
augngotur í
Stuttgart
Áhrifavaldar íslenskra
tónlistarmanna
Vonarskarð:
Banaslys
á hálendinu
LÖGREGLA Maður lést þegar hann
missti stjórn á bíl sem hann ók
með þeim afleiðingum að hann
valt á hvolf ofan í á við Vonar-
skarð.
Maðurinn sem var 42 ára var í
samfloti með þremur öðrum bíl-
um þegar slysið varð. Hann var
einn í bílnum þegar hann valt.
Slysið varð á sjötta tímanum og
var strax kallað á lögreglu.
Þegar það lá fyrir hversu alvar-
legt slys var um að ræða var ósk-
að eftir aðstoð Landhelgisgæsl-
unnar og var þyrla send á vett-
vang með klippur og starfsmenn
slökkviliðsins. Þegar það tókst að
ná manninum út úr bílnum með
aðstoð klippnanna var hann
látinn.
Þegar Fréttablaðið fór í
prentun seint í gærkvöld voru
lögreglumenn enn á vettvangi
við rannsóknarstörf. Vonarskarð
er á milli Bárðarbungu í Vatna-
jökli og Tungnafellsjökuls.
- th
FLUGVÖLLUR Davíð Oddsson utan-
ríkisráðherra hefur skýrt frá því
að Íslendingar hafi boðist til þess
á fundi hans og Colins Powell, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
að taka að sér auknar byrðar í
rekstri Keflavíkurflugvallar.
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, greip þennan
bolta á lofti í umræðum um störf
þingsins á fimmtudag og sagði að
nú hefðu skapast nýjar aðstæður
og réttast væri að flytja innan-
landsflugið til Keflavíkur. Eftir
því sem næst verður komist er
þegar gert ráð fyrir innanlands-
flugi í skipulagi Keflavíkurflug-
vallar.
Leyfi til reksturs innanlands-
flugvallar í Reykjavík rennur út
árið 2016 en framtíð flugvallar-
ins var ákveðin í umdeildri at-
kvæðagreiðslu meðal borgarbúa
í febrúar 2002. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir beitti sér sem borgar-
stjóri fyrir atkvæðagreiðslunni.
Hún segir nú, að fari svo að Ís-
lendingar taki að sér stóran hluta
kostnaðar við rekstur Keflavíkur-
flugvallar hafi skapast nýjar að-
stæður: „Já, mér finnst rétt að
skoða málið upp á nýtt við þær
aðstæður. Við getum tæplega
rekið tvo flugvelli. Alltént finnst
mér tilefni til að líta á málið aft-
ur áður en lagt er í byggingu
nýrrar flugstöðvar fyrir innan-
landsflugið í Reykjavík.“
Sjá síðu 2
- ás
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Vilhelm Anton Jónsson:
Bingó-Villi
að slá í gegn
SÍÐA 34
▲