Fréttablaðið - 28.11.2004, Síða 4
4 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
Geir H. Haarde um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar:
Reynt að rangtúlka
SKATTALÆKKANIR „Það er búið að
lækka skatta stórlega á fyrirtæki
og það hefur skilað ríkissjóði
auknum tekjum því fyrirtækin
efldust. Nú er komið að venju-
legu vinnandi fólki,“ sagði Geir
H. Haarde fjármálaráðherra í er-
indi á fundi með sjálfstæðis-
mönnum á Grand Hotel í
gærmorgun.
Geir sagði að skattalækkan-
irnar væru stærsta þingmál
kjörtímabilsins og hefðu ekki
fengið verðskuldaða athygli
heldur verið gert lítið úr því og
reynt að rangtúlka það. Hann
sakaði stjórnarandstæðinga um
hringlandahátt í gagnrýni sinni.
Allir munu hagnast á skatta-
lækkunum ríkisstjórnarinnar, að
mati Geirs, sérstaklega einstæð-
ir foreldrar, aldraðir og lágtekju-
fólk. Hann tók sem dæmi að í lok
kjörtímabilsins myndi hagur
hjóna með tvö börn undir sjö ára
aldri og með um sex milljónir
samanlagt í tekjur batna um því
sem nemur 470 þúsund krónum á
ári vegna skattalækkana og
hækkunar barnabóta. Þá muni
niðurfelling eignaskatts og
hækkun skattleysismarka gagn-
ast eldra fólki sérstaklega þar
sem helmingur þeirra sem
greiða eignaskatt er eldri en 60
ára. - bs
SÝKINGAR Auglýst hefur verið eft-
ir upplýsingum um gamlar grafir
þar sem skepnum hefur verið
fargað vegna miltisbrands. Sig-
urður Sigurðarson, dýralæknir á
Keldum, segir að merkja þurfi
þessi svæði til að koma í veg fyr-
ir að hreyft verði við sýktri jörð,
því ef miltisbrandssýktar dýra-
leifar komi upp á yfirborðið
kunni bakteríur að berast í menn
og dýr. Því þurfi að sýna aðgát
þegar grafið sé fyrir skólpræs-
um, húsum og slíku.
Sigurður segir að miltisbrand-
ur sé bráð og lífshættuleg sýking
sem valdi garnabólgum og blæð-
ingum úr vitum dýra. Miltis-
brandur geti líka valdið
lífshættulegu drepi hjá mönnum
berist hann í sár. Almenningur á
þó ekki að vera í teljandi hættu á
að sýkjast.
Síðast kom upp miltisbrands-
sýking hér á landi árið 1965, þeg-
ar einar fimm kýr drápust og
tveir menn fengu útbrot á hand-
leggi. Sýkingin reyndist ekki
banvæn, enda eru til virk lyf við
henni.
Sigurður segir að sýkingin
hafi gengið á landinu í hundrað
ár, frá 1865 til 1965. Hún náði
nokkurri útbreiðslu á nítjándu
öld í búpeningi og náði hámarki
um aldamótin 1900. Þá barst
miltisbrandur hingað með inn-
fluttum ósútuðum húðum sem
komu alla leið frá Afríku í gegn-
um Danmörku. Þá drápust
nokkrir tugir skepna. Síðar náð-
ist að hefta sýkinguna með því að
banna innflutning á húðunum.
Mikið hefur verið fjallað um
miltisbrand í Bandaríkjunum á
undanförnum árum. Þar hafa
óvandaðir menn sent hann með
pósti til einstaklinga, stofnana og
fyrirtækja. ghg@frettabladid.is
GRETZENBACH
Björgunarmenn hífa slasaðan slökkviliðs-
mann úr rústunum.
Eldsvoði í Sviss:
Fimm létust
SVISS, AP Fimm slökkviliðsmenn
létu lífið í eldsvoða í bílastæða-
húsi þegar loft þess hrundi í
Gretzenbach í Sviss í gær.
Lík mannanna fundust í rúst-
unum þegar langt var liðið á kvöld
eftir tíu tíma leit í þykkum reykn-
um. Í gærkvöldi voru tveir
slökkviliðsmenn enn ófundnir.
„Svo lengi sem við vitum ekki
fyrir víst að þeir séu dánir, þá
höldum við áfram leitinni,“ sagði
Paul Haus, slökkviliðsstjóri. Alls
voru ellefu slökkviliðsmenn inni í
bílastæðahúsinu þegar það
hrundi, þrír sluppu ómeiddir og
þeim fjórða var bjargað og hann
fluttur á sjúkrahús með reykeitr-
un. ■
Ertu byrjaður að kaupa jólagjafir?
Spurning dagsins í dag:
Á að flytja bandaríska sendiráðið úr
miðborginni?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
56%
44%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
Empire State í New York:
Stökk af
86. hæð
NEW YORK Maður framdi sjálfsmorð
í New York með þeim hætti að
hann stökk fram af 86. hæð Empire
State byggingarinnar sem er einn
fjölfarnasti ferðamannastaður
Manhattan, samkvæmt CNN.
Maðurinn þurfti að klifra yfir
öryggisgirðingu til þess að stökkva
niður og lést hann samstundis við
fallið. Engin persónuskilríki fund-
ust á manninum.
Að minnsta kosti 31 maður
framið sjálfsvíg með því stökkva
fram af byggingunni sem laðar að
sér yfir 3,8 milljónir manna á
hverju ári. ■
Aðdraganda Njálsbrennu
lýst með hraða og
spennu myndasögunnar.
Brennan er sjálfstætt
framhald verðlauna-
bókarinnar Blóðregns.
Bergþórshvoll brennur!
2. sæti
Börn og unglingar
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
17. – 23. nóv.
TAJ MAHAL
Ástarhofið í Indlandi verður nú opið al-
menningi fimm kvöld í mánuði auk venju-
legs opnunartíma á daginn.
Taj Mahal á Indlandi:
Opið á
nóttunni
INDLAND, AP Nú hefur verið ákveðið
að hafa ástarhofið í Indlandi, Taj
Mahal, einnig opið almenningi á
nóttunni samkvæmt BBC.
Þetta hefur ekki verið leyft í 20
ár vegna öryggisráðstafana. Hofið
sem er nú orðið 350 ára gamalt
verður því opið á nóttunni fimm
sinnum í mánuði en ekki fá fleiri
aðgang að hofinu en 400 manns í
einu. Hofið sem keisarinn Shah
Jahan lét byggja fyrir konu sína er
einn best varðveitti staður í Ind-
landi og vegna breytingarinnar á
opnunartíma hofsins hefur örygg-
isgæsla verið aukin til muna. ■
SAUÐFÉ FARGAÐ
Dýralæknar vilja kortleggja hvar miltisbrandssýktum húsdýrum hefur verið fargað svo
koma megi í veg fyrir að hreyft verði við jörðinni.
GEIR H. HAARDE
Segir flesta þeirra sem greiða eignaskatt vera aldraða.
■ EVRÓPA
ENGISPRETTUR Á KANARÍEYJUM
Stjórnvöld á Kanaríeyjum hafa
gefið út viðvörðun vegna hættu á
að engisprettufaraldur sem geis-
að hefur í Afríku berist til eyj-
anna. Þegar hafa um fimm
þúsund engisprettur fundist og
óttast stjórnvöld að þúsundir
komi í viðbót. Það skapi mikil
óþægindi fyrir íbúa og ferða-
menn sem sóla sig á ströndum
Kanaríeyja. Síðast geisaði engi-
sprettufaraldur á Kanaríeyjum
sjötta áratug síðustu aldar.
Miltisbrandur kann
að berast í menn
Miltisbrandur kann að leynast í jarðvegi þar sem sýktum dýrum hefur
verið fargað. Nú er reynt að kortleggja slíka urðunarstaði til að koma í
veg fyrir að bakterían berist í menn og dýr.