Fréttablaðið - 28.11.2004, Qupperneq 10
10
Tekjuskattur verður lækkaður úr 25,75
prósentum í 21,75 prósent á næstu
þremur árum. Persónuafsláttur fylgir al-
mennum hækkunum kjarasamninga og
skattleysismörkin hækka um 20 prósent
vegna lækkunar skattprósentunnar.
Eignaskattur verður felldur niður árið
2005, barnabætur hækka og vaxtabæt-
ur lækka.
Hver eru áhrifin á fjölskyldurnar?
Skattabreytingin hefur mest áhrif á þá
sem greiða tekjuskatt og þá sem eiga
ung börn. Þeir tekjuhærri og þeir sem
eiga flest börnin hafa meiri ávinning í
krónum talið en þeir tekjulægri. Vegna
launaþróunar fram til 2007 má búast
við að hlutfallsleg skattbyrði þeirra
tekjulægstu lækki minna en þeirra
tekjuhærri. Afnám hátekjuskattsins hef-
ur líka í för með sér að skattbyrði þeirra
tekjuhæstu lækkar meira en annarra
tekjuhópa. Breytingar á barnabótunum
fela þó í sér tekjujöfnun. Hækkun
skerðingarmarka koma helst þeim
tekjulágu og þeim sem eru með lægri
millitekjur til góða.
Hver eru efnahagsleg áhrif
breytinganna?
Tekjur ríkissjóðs verða líklega rúmum
29 milljörðum lægri árið 2007 en þær
yrðu héldust skattareglur óbreyttar.
Þunginn af skattkerfisbreytingunum
kemur ekki fram fyrr en 2007 þar sem
hætta er á ofþenslu í hagkerfinu sam-
hliða stóriðju- og virkjanaframkvæmd-
um. ASÍ telur þetta ekki rétt. Verðbólga
hafi þegar verið yfir verðbólgumarkmiði
í nokkra mánuði. Hætta sé á að hærri
verðbólguvæntingar festist í sessi og því
þurfi frekari aðgerðir til að ná verðbólg-
unni niður að markmiðinu. Verði verð-
bólgan ekki hamin geti það leitt til
endurskoðunar á launalið kjarasamn-
inga næsta haust.
ASÍ telur æskilegt að hafa meira aðhald
í ríkisfjármálum, bæði á skatta- og út-
gjaldahlið, og óttast að viðskiptahalli
geti grafið undan gengi krónunnar
næstu árin. Helst ætti að fresta fyrirhug-
uðum skattalækkunum árið 2006 til
2007.
Þetta kemur fram í minnisblaði hag-
deildar ASÍ.
Fresta ætti skattalækkunum
FBL GREINING SKATTABREYTINGAR RÍKISSTJÓRNARINNAR
28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
Enn vel þekktur þótt
stöðugt fenni í sporin
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari uppsker enn augngotur gamalla aðdáenda í Stuttgart í
Þýskalandi. Honum finnst gott að vera kominn heim og langar ekki að flytja aftur út, þótt hann
útiloki það ekki. Hann boðar breyttan leik landsliðsins, meiri vörn en sókn.
Ferðamálaráð Þýskalands er farið
að kynna landið í tengslum við
Heimsmeistarakeppnina í fótbolta
sem fram fer árið 2006. Nokkrir
leikir í keppninni fara fram þar í
landi, þar á meðal fimm á leikvangi
sem verið er að endurbyggja í
Frankfurt.
Ferðamálaráðið bauð nokkrum
blaða- og fréttamönnum til lands-
ins til að kynna framkvæmdir í
Frankfurt og fleiri hluti. Með í för
var Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs-
þjálfari fótboltaliðs Íslands, en
hann var í eina tíð þjóðhetja í
Þýskalandi fyrir snilli sína í boltan-
um. Hann var meðal annars kosinn
leikmaður ársins í Þýskalandi árið
1984.
Ásgeir lék meðal annars með
liði Stuttgart, en í ferðinni gafst
honum og föruneytinu færi á að
bregða sér á völlinn í Stuttgart og
sjá liðið fá til sín í heimsókn lið
Borussia Mönchengladbach. Leik-
urinn þótti reyndar ekki mjög til-
þrifamikill, en lið Stuttgart náði þó
að knýja fram eitt núll sigur með
marki í seinni hálfleik. Stuttgart
varð Þýskalandsmeistari í fyrra,
en Ásgeir átti ekki von á því að svo
yrði líka í ár, liðið væri ekki upp á
sitt besta. „Ég spái þeim þriðja til
sjötta sæti núna,“ sagði hann.
Gamlir aðdáendur
Ásgeir neitar því ekki að leitað hafi
verið eftir liðsinni hans við að efla
Stuttgart-fótboltaliðið. „Ég fundaði
með þeim hérna en sagði þeim að
ég teldi að þeir hefðu fundið rétta
manninn í starfið. Matthias Sam-
mer er rétti maðurinn í starfið,
gerði áður góða hluti með Dort-
mund og svo hefur hann líka spilað
með Stuttgart og þekkir því liðið og
allar aðstæður,“ sagði hann og
bætti við að þar færi því maður
með reynslu.
„Það er alltaf rosalega gaman að
koma til Stuttgart. Þetta er eins og
að koma heim,“ sagði Ásgeir og
bætti við að enda hafi hann verið
búsettur í Þýskalandi í ein fimmtán
ár. „Það er mjög gaman að koma
svona á leik og hitta alla gömlu fé-
lagana. Hérna er ég líka enn með
góð sambönd.“ Ásgeiri var enda
vel tekið á vellinum, stöku áhorf-
andi benti á hann brosandi og sum-
ir gengu svo langt að kalla upp yfir
sig gælunafn hans „Siggi!“ og
faðma hann að sér. Sömu sögu var
að segja á móttökusvæði þar sem
velunnarar liðsins, eigendur og
gamlir leikmenn, komu saman. Þar
fóru menn ekki hratt yfir með Ás-
geiri, sem stöðugt þurfti að taka í
höndina á einhverjum og spjalla.
Ásgeir segir samt heldur minna
um það nú orðið að hann sé stopp-
aður á götu í Stuttgart. „Það fennir
smátt og smátt yfir sporin, það er
orðið svo langt síðan maður var hér
að spila.“
Markaðsvæddur bolti
Töluverðar breytingar hafa orðið á
aðstæðum stjörnuleikmanna í fót-
bolta síðan Ásgeir var upp á sitt
besta í þýska boltanum. „Þetta
voru nú bara smáaurar sem við
vorum að fá miðað við þessar upp-
hæðir sem leikmenn eru að fá í
dag,“ segir hann. Markaðsvæðing
fótboltans er enda mun meiri en
áður var og óhemjuupphæðir sem
verið er að semja um fyrir útsend-
ingarrétt frá fótboltaleikjum. Ás-
geir segir þróunina hættulega, það
geti ekki verið leikmönnum hollt
að vera með laun upp á hundrað
þúsund pund, eða um tólf milljónir
króna, í vikulaun. Þá gera fót-
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON,
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTAVIÐTAL
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN
TEKINN TALI
ÁSGEIR SIGURVINSSON Í STUTTGART
Í hálfleik var staðan enn núll núll í leik Stuttgarts á heimavelli gegn Borussia Mönchengladbach. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari var
ekki alveg nógu ánægður með gamla liðið sitt, en því tókst þó að skora eitt mark í seinni hálfleik og merja sigur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
Ó
KÁ
Stúdentar við HÍ hafa mótmælt
hverju málinu á fætur öðru að
undanförnu, svosem leikskólagjöld-
um, skólagjöldum og afgreiðslutíma
Þjóðarbókhlöðunnar. Jarþrúður Ás-
mundsdóttir er formaður Stúdenta-
ráðs.
Er ómögulegt að vera í Háskóla Ís-
lands?
Nei. Það er frábært að vera í Há-
skóla Íslands. Skólinn hefur þá sér-
stöðu að vera rannsóknarskóli og
hann byggir á mjög gömlum grunni.
Einnig eru þar starfandi kennarar og
fræðimenn sem eru fremstir á sínu
sviði, jafnvel í heiminum.
En það er greinlega margt að. Nei,
það er ekki mikið að en það eru
ákveðnir hlutir sem við höfum þurft
að benda á að betur mættu fara og
komið upp mál í vetur sem við höf-
um þurft að beita okkur gegn. Og
yfirleitt með góðum árangri.
Ekkert ámóta heyrist frá nemendur
annarra háskóla, þó þeir séu ríkis-
háskólar. Kanntu skýringu á því?
Nei, ég kann ekki skýringu á því.
JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR
Frábært að
vera í HÍ
ÓÁNÆGJA Í HÁSKÓLANUM
SPURT OG SVARAÐ