Fréttablaðið - 28.11.2004, Síða 11

Fréttablaðið - 28.11.2004, Síða 11
Lánastofnanir berjast af hörku á hús- næðislánamarkaðnum. Íbúðalánasjóður steig enn eitt skrefið í vikunni og færði vexti sína niður í 4,15 prósent og bank- arnir fylgdu í kjölfarið. Magnús Árni Skúlason er forstöðumaður Rannsókn- arseturs í hús- næðismál- um við Viðskipta- háskól- ann á Bif- röst. Hann seg- ir örðugt að spá fyrir um hvort vext- irnir lækki enn frekar. „Hagstæð skilyrði á alþjóð- legum fjármálamörkuðum undanfarin misseri, mikið framboð lánsfjármagns og lágt alþjóðlegt vaxtastig hafa fram- kallað kjöraðstæður til vaxtalækkunar á íslenskum íbúðalánum. Á öðrum árs- fjórðungi ársins 2002 hóf ávöxtunar- krafa 40 ára húsbréfa Íbúðalánasjóðs að lækka og hélt áfram að lækka þar til húsnæðislánakerfinu var breytt og út- gáfu húsbréfa var hætt. Þegar spurt er hvort líklegt sé að vextir á húsnæðislánum lækki enn frekar er rétt að líta til þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína 1. nóvember um 0,5% í 7,25%. Sú hækkun ætti að hafa þau áhrif að lánsfjármagn í umferð að dragist eitthvað saman. Hins vegar er rétt að halda því til haga að meginhluti íbúðalána er fjármagnaður af lífeyris- sjóðum og með erlendu lánsfé, því skipta efnahagshorfur og vaxta- stig í útlöndum máli, sérstak- lega í þeim myntum sem spegla íslensku krónuna. Það er annars mjög álitlegt fyrir bankana að komast inn á húsnæðislána- markaðinn. Erlendir bankar hafa notað slík lán til að stækka efnahags- reikning sinn en íslensku bank- arnir hafa vaxið fyrst og fremst með útrás. Hér er því komin góð leið fyrir þá til að vaxa innanlands og dreifa betur áhættunni með samsetningu eigna og skulda, því húsnæðislán eru með ör- uggustu útlánum bankanna vegna traustra veða. Spádómar um vaxtaþróun eru afar erf- iðir því margt kemur til álita. Umhverfi fjármálamarkaða hefur verið mjög hag- stætt og gert mönnum kleift að lækka vexti en það er alls óvíst hvort sú verði raunin til frambúðar.“ SÉRFRÆÐINGAR SEGJA: GETA VEXTIRNIR LÆKKAÐ MEIRA? 11SUNNUDAGUR 28. nóvember 2004 Vandi er um slíkt að spá boltaliðin orðið út á ólíka búninga sem svo er skipt um reglulega, en sannir aðdáendur verða auðvitað að eiga. Hann bendir þó á að vegur boltans hafi sjaldan verið meiri og metáhorf á leiki um heim allan. „Þetta er hins vegar slæmt fyrir liðin og í rauninni bara örfá stærstu sem eru að hagnast mest í þessu umhverfi,“ sagði hann og nefndi sem dæmi að sárt væri að horfa upp á stóran klúbb á borð við Leeds í sárum fjárhagsvandræð- um. Gengi landsliðsins Ásgeir sagðist vera ánægður með Eið Smára Guðjohnsen sem fyrir- liða landsliðsins. „Eiður hefur spil- að vel og skorað mikið,“ sagði hann og taldi engum vandkvæðum bund- ið að vera með slíka stórstjörnu í liðinu. Hann er þó ekki ánægður með gengi landsliðsins, sem hann segir vera óásættanlegt. „Við eig- um að geta gert miklu betur,“ seg- ir hann og telur að í kjölfar leiksins þar sem liðið stóð uppi í hárinu á Ítalíu hér heima hafi menn orðið fullsókndjarfir. „Við þurfum að leggja meiri áherslu á varnarleik- inn.“ Um leið telur Ásgeir að möguleikar landsins séu ef til vill ekki ýkja miklir meðal stórþjóða fótboltans. „Við erum bara lítið land og ekki með það úrval af sterkum einstaklingum sem þarf.“ Hann er samt ekki par ánægður með styrkleikalista FIFA yfir fót- boltalandslið heimsins, en þar er landið í nítugasta sæti. „Ég gef ekkert fyrir þennan útreikning sem enginn skilur og skiptir engu um mat á styrkleika liða,“ segir Ás- geir. „Við höfum ekki valið okkur andstæðinga með það fyrir augum að færast ofar á þennan lista,“ bæt- ir hann við, en býr sig um leið und- ir að efla liðið og bæta við ein- hverjum sigrum. „Og þá færumst við náttúrlega ofar á þessum lista.“ Líður best heima Þegar Ásgeir hætti í boltanum árið 1990 hóf hann rekstur drykkjar- vöruverslunar í Stuttgart. Í fjögur ár starfaði hann þar og byggði upp reksturinn og laðaði til sín gesti, ekki síst með því að vera sjálfur á staðnum. Í búðinni bauð Ásgeir nær allar drykkjarvörur aðrar en mjólk. Síðustu árin hefur hann dregið sig út úr rekstrinum, en á húsnæðið og leigir út aðstöðuna fyrir verslunina. Hann er þó treg- ur til að ræða mikið reksturinn sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og vill halda þeim hlutum fyrir sjálfan sig. Hann viðurkennir þó að stundum geti verið snúið að samræma líf þjálfara og fagmanns á fótboltasviðinu og líf athafna- manns á viðskiptasviðinu, en Ás- geir er einnig í stjórn fótbolta- félagsins Stoke í Bretlandi. Öllu þessu fylgja nokkuð mikil ferða- lög. „Fótboltinn er í fyrsta sæti og hefur alltaf verið,“ segir Ásgeir, þegar hann er spurður hvað honum þyki skemmtilegast að gera. „Það er gott að vera kominn heim aftur, þar líður mér vel,“ segir hann og bætir við að hann ætli að sinna áfram þeim verkum sem sér hafi verið falin. Ásgeir segir lítið toga í sig þó svo að næg atvinnutækifæri bíði hans í útlöndum. „En maður ætti svo sem aldrei að útloka neitt,“ segir hann samt sposkur á svip. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.