Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 12
Það er æði mörgum gefið að læra.
Læra mikið. Og læra yfir sig.
En svo er ekki um alla.
Ekki síst vegna þess að skólak-
erfið er þeirrar gerðar að flokka
fólk; dæma það fyrirfram, meta
það á forsendum þess sem vantar
en ekki þess sem er til staðar.
Man eftir mínum barnaskóla.
Tossabekkurinn var í kjallara
hússins. Inn um aðaldyrnar fóru
efri bekkirnir, en tossarnir urðu
að láta sér það lynda að ganga inn
um bakdyr til að komast í skóla-
stofuna. Í kjallaranum bakatil.
Þetta voru ákveðin skilaboð. Börn
á þessum sjöunda áratug síðustu
aldar voru hrædd með
þeim orðum að ef þau
stæðu sig ekki nógu vel
í að ryðja út sér Gunn-
arshólmanum upp við
krítartöfluna yrðu þau
umsvifalaust send niður
í kjallara. Og það var
botninn.
Enn er skólakerfið
helsti dómstóll lands-
manna. Þar eru börnin
dæmd daglega. Og
dómsorðin eru ýmist
þau að börnin geti mik-
ið, minna, eða nokkurn-
veginn ekki neitt. Á for-
sendum fullorðinna
fræðimanna eru lífs-
tækifæri þeirra ákveðin
á fyrstu árunum út frá
því hvort þau geti deilt
16 í 240 eða fundið upp-
tök Fnjóskár og hvort
hún sé bergvatnsá eða
jökulá. Lífsmöguleik-
arnir eru sumsé
ákveðnir út frá skil-
greindri greind. Og
greindin a tarna er mið-
uð við minni og lestur
máls og talna.
Fólk er misjafnt. Þar
á meðal börn. Og þau
þroskast misjafnlega.
Það sem getur verið
veikleiki eins á áttunda ári getur
verið styrkleiki hans um ferm-
ingu. Og öfugt. Samt lýtur allt lög-
málum hinna samræmdu prófa.
Hinn endanlegi sannleikur um vit-
ið í börnunum okkar er fenginn
með stöðluðum spurningum sem
eiga að heita jafn sanngjarnar,
hvernig svo sem þroskanum líður,
hvernig svo sem karakterinn er,
hvernig svo sem heimilisaðstæð-
um líður.
Þetta er freklegt vald.
Afspyrnu freklegt.
Í grunnskólum landsins eru
börnin metin á forsendum þess
sem þau geta en ekki hver þau
eru. Krakki með þröngar sérgáfur
sem geta hæglega nýst honum til
mikilla afreka síðar á lífsleiðinni
á endilega ekkert erindi inn í
svona skóla. Og líklega verður
honum einfaldlega strítt; líkast til
verður hann fórnarlamb eineltis.
Krakki sem einfaldlega hefur
ekki áhuga á stærðfræði en þeim
mun meiri áhuga á íslensku –
jafnvel yfirmáta áhuga á ljóðum –
hann er ekki endilega á heima-
velli í grunnskólum landsins.
Hann er furðuverk. Og svo er það
krakkinn sem aldrei átti mögu-
leika á að blómstra í leikfimi og
því síður að standa uppi við krít-
artöfluna og þylja upp úr sér þjóð-
skáldið, af því einfaldlega að hann
er feitur og óframfærinn; ja,
hvaða möguleika á hann?
Grunnskólinn er kassalaga.
Þeir sem púslast ekki rétt í þenn-
an grunn að möguleikum lífsins
standa einatt utangátta. Þeir eru
einfaldlega ekki samræmdir. Þeir
henta ekki stöðluðum prófum. Og
eru dæmdir til að falla; sjálfu
kerfinu til ómældrar réttlætingar.
Því próf eru þeirrar náttúru að ef
enginn fellur á þeim, eru þau of
létt.
Hver fann upp á því að til væri
samræmd greind íslensk?
Hver er talsmaður staðlaðrar
visku?
Hver kýs einsleitt samfélag?
Og vitaskuld er spurningin
miklu alvarlegri: Hver getur tekið
sér það vald að afgreiða við-
kvæmt barn sem vitleysing – á
þeirri einu forsendu að staðlaðar
þrautir henti ekki hugsun þess.
Afhverju í ósköpunum er
grunnskóli landsmanna ekki
starfræktur á forsendum fjöl-
breytileikans? Afhverju í ósköp-
unum eru tækifæri barnanna ekki
metin út frá styrkleikum þeirra?
Af hverju þarf mest allt skóla-
starf að ráðast að veikleikum
þeirra og refsa þeim fyrir það
sem þau kunna ekki?
Styrkur hvers þjóðfélags er
fjölbreytileikinn. Fátt er samfé-
lögum jafn mikilvægt og að þar
þrífist ólíkir persónuleikar sem fá
að njóta sín í starfi og leik. Ekkert
samfélag er jafn óspennandi og
það sem hampar einsleitninni;
klæðir menn í sama búning, sömu
hugsun, sömu gjörðir.
Sumsstaðar í heiminum
hefur það verið reynt en
það er gamalt sovét og
svívirðilegt.
Frelsi einstaklingsins í
grunnskólum landsins er
álíka mikið og hagsæld
gúlagsins. Líklega er þetta
orðum aukið – en ... ein-
hvernveginn dettur manni
í hug að samræmd próf
séu hugarsmíð sovéskra
fanta sem þoldu ekki
dynti mannshugans. En
kannski er þetta borðum
aukið.
Hvað með það.
Grunnskólinn tekur sér
gríðarlegt vald. Og sam-
ræmd próf eru hamarinn
sem gellur í þegar að ög-
urstundu er komið. Feiti
strákurinn og feimni
sessunautur hans, eða ein-
ræna stelpan úti við
glugga, ætluðu sér
kannski aldrei stóra hluti í
íslensku, en eitthvert
þeirra er ef til vill svo af-
bragðs gott í stærðfræði
að stórfyrirtæki munu
berjast um starfskrafta
þess. Svona fólk mun
kannski aldrei láta það
hvarfla að sér að halda
ræðu á árshátíðum fyrirtækisins,
en það þykir engu að síður af-
bragðs starfsfólk.
Nema hvað frami þess varð
kannski aldrei að frama. Og
ástæðan einföld. Af því það féll á
samræmdu prófunum. Í ein-
hverju fagi sem barasta hentaði
ekki karakter þess.
Eða er búið að finna um sam-
ræmt líf? Hefur staðlað lífs-
munstur einhvern tíma komið
greina?
Við eigum að taka á móti börn-
unum okkar eins og þau eru – ekki
eins og þau gætu verið út frá
fyrirfram stöðluðu mati á meðal-
manni.
Það er enginn meðalmaður til.
Það eru allir öðruvísi. Og hver
einasti maður er öðrum undrunar-
efni og ágiskun. ■
V estur í Bandaríkjunum hefur það valdið nokkru uppnámiað á markaðinn er kominn tölvuleikur sem býður upp áþá „afþreyingu“ að endurtaka morðið á John F. Kennedy,
forseta landsins, í nóvember 1963. Framleiðendur leiksins virð-
ast hissa á aðfinnslunum sem uppátækið hefur sætt; finnst þetta
saklaus skemmtun sem að auki getur þjálfað viðbragðsflýti og
skerpt rökhugsun þátttakenda. Sennilega kannast þeir ekki við
hugtakið siðferði nema þá sem einhvers konar samheiti yfir for-
sjárhyggju og afturhaldssemi. Það má þó hrósa Bandaríkja-
mönnum fyrir að stjórnvöld þar í landi gera sér grein fyrir því
að tölvuleikir sem byggjast á ofbeldi, klámi og virðingarleysi
fyrir helstu siðferðislegu gildum samfélagsins hafa slæm áhrif
á börn og unglinga. Lög þar í landi banna sölu slíkra leikja til
þeirra sem ekki hafa náð átján ára aldri.
Fréttablaðið birti í gær viðtal við móður drengs í Reykjavík
sem án fyrirstöðu hafði keypt sér vinsælan ofbeldisleik í einni
af tölvubúðum borgarinnar. Hún var slegin yfir því að barnið
skyldi komast yfir slíkt efni. Enn verra þótti henni að uppgötva
að það þýðir ekkert að kvarta eða kæra söluaðila. Hér á landi
gilda engar reglur um sölu tölvuleikja með ofbeldisefni. Þær
takmarkanir sem eru við lýði byggjast eingöngu á framtaki og
siðferði seljenda vörunnar.
Fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins í gær að Þórhildur
Líndal, umboðsmaður barna, hefur margsinnis sent beiðni til
menntamálaráðuneytisins með ósk um að reglur verði settar
um sölu tölvuleikja til barna og unglinga. Eftir henni er haft að
svo virðist sem pólitískan vilja skorti. Getur það verið satt?
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er sjálf
móðir ungra barna og ætti því að eiga auðvelt með að setja sig
í spor áhyggjufullra foreldra. Hér er mál sem hún á að hafa for-
ystu um að fái viðunandi athygli og afgreiðslu.
Afstaða Alþingis til þessa máls er annars umhugsunarverð.
Þingmenn úr öllum flokkum hafa fimm sinnum á undanförnum
árum flutt tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að draga úr
ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis, meðal annars í formi
tölvuleikja. Tillagan hefur aldrei fengið afgreiðslu. Enginn neit-
ar því að erfitt er að semja lög og reglur um þetta í nútímaþjóð-
félagi. En úr því að stórþjóðir eins og Bandaríkjamenn hafa
fundið leiðir til að reyna að takmarka þann skaða sem börn og
unglingar verða fyrir af völdum ofbeldisfullra tölvuleikja er
okkur Íslendingum engin vorkunn að gera slíkt hið sama.
Á endanum er það, eins og alltaf í dæmum af þessu tagi, af-
staða og hugarfar okkar sjálfra sem máli skiptir. Uppeldi barna
og unglinga er á ábyrgð foreldra og annarra forráðamanna. Það
efni sem verslanir afhenda börnum og unglingum yfir búðar-
borð er á ábyrgð starfsmanna og eigenda viðkomandi verslana.
Ef þessir aðilar gera skyldu sína er óþarfi að setja opinberan
regluramma um tölvuleiki. En meðan svo er ekki þurfa stjórn-
völd að taka á málum. Boð og bönn eru óhjákvæmileg þegar
börn og unglingar eiga í hlut. Enn mikilvægara er þó að færa
umræður um þessi efni inn í skóla landsins og á annan þann
vettvang þar sem hægt er að koma boðskap til unga fólksins til
skila með áhrifaríkum hætti. ■
28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Stjórnvöld og foreldrar þurfa að bregðast við ofbeld-
isfullum tölvuleikjum.
Börn og
ofbeldisleikir
FRÁ DEGI TIL DAGS
Frí í 40 daga
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verð-
ur gert hlé á þingstörfum 10. desem-
ber og kemur þingið ekki saman aftur
fyrr en 20. janúar 2005. Þetta þýðir að
þingmenn fá fjörutíu daga jólafrí. Ætli
óbreyttum launþegum þessa lands
þætti það ekki alveg viðunandi? Ekki
síst þegar tekið er tillit til rausnarlegs
orlofs þingmanna yfir sumartímann.
Kannski verkalýðsfélögin fari að taka
vinnutíma þessara forystumanna þjóð-
arinnar til fyrirmyndar í kjarasamning-
um? Ætlast mun til þess að þingmenn
gefi sér tíma til að heyra hljóðið í kjós-
endum í þinghléinu en í reynd fer lítið
fyrir slíku enda jólatíminn ekki beint
heppilegur fyrir stjórnmálafundi. Um-
hugsunarefni er hvort ekki sé kominn
tími til að Alþingi endurskoði starfstíma
sinn. Núverandi fyrirkomulag á rætur
sínar í allt annarri þjóðfélagsgerð, þeg-
ar þingmennska var ekki fullt starf og
meirihluti þingmanna bændur sem
þurftu tíma til að skreppa frá og sinna
skepnunum.
Doði yfir þinginu
Annars er ekki allt fengið með því að
þingið sitji. Þingmenn þurfa að hafa
eitthvað fyrir stafni.
Þeir þurfa að hafa skoðanir, hugsjónir
og áform. Leitun mun vera á jafn at-
hafnalitlu þingi og því sem nú situr.
Aðeins tvenn lög hafa verið samþykkt
frá því að Alþingi kom saman í haust.
Fá stjórnarfrumvörp liggja fyrir til af-
greiðslu og flest þeirra eru frekar létt-
væg. Stjórnarandstaðan sem í þingbyrj-
un sórst í fóstbræðralag hefur ekki not-
ið sín. Margir velta því fyrir sér hverju
þetta sæti. Er allt í himnalagi í þjóðfé-
laginu og fátt eða ekkert til að ræða
um? Getur verið að breytingin á ríkis-
stjórnarforystunni í haust spili eitthvað
inn í þetta? Að stjórnarmeirihlutinn sé
leiður og áhugalaus? En þó svo væri
getur það ekki afsakað stjórnarand-
stöðuna sem ekki hefur ekki sýnt tilþrif
það sem af er þinginu.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Má bjóða ykkur samræmt líf?
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
KN
IN
G
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N