Fréttablaðið - 28.11.2004, Síða 14
14 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is
„Það er rétt að staldra við það að lánakjörin séu skilyrt því að viðkomandi
verði með megnið af sínum viðskiptum við stofnunina á lánstímanum. Það er
um margt mjög óheppileg þróun,“ segir Gylfi Magnússon.
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum að á síðustu mánuðum
hefur margt breyst í fjármögnun
íbúðakaupa hjá fólki. Upphaf
breytinganna má rekja til þess að
1. júlí sl. hætti Íbúðalánasjóður
útgáfu húsbréfa en gerðist í stað-
inn lánastofnun. Þannig opnuðust
dyr samkeppni á húsnæðislána-
markaðinum upp á gátt.
Bankarnir fljótir til
Bankarnir voru ekki lengi að
stökkva inn um gættina. Þann 23.
ágúst boðaði KB banki til blaða-
mannafundar þar sem tilkynnt
var að bankinn byði íbúðalán á 4,4
prósent vöxtum og hægt væri að
fá lánað fyrir áttatíu prósent af
verðmæti íbúðar. Við þau tíðindi
var sem skrúfað væri frá flóðgátt.
Allir bankar og sparisjóðir svör-
uðu nánast samdægurs með sam-
bærilegum lánum. Nú hafa vextir
bankanna lækkað niður í 4,15 pró-
sent og víðast hvar er hægt að fá
lán fyrir andvirði allrar eignar-
innar, en Íslandsbanki var fyrstur
til að bjóða 100 prósenta lánin
þann 5. nóvember.
Þessi hraða þróun í átt til fjölg-
unar valmöguleika og harðari
samkeppni hefur komið á óvart.
Talsmenn Íbúðalánasjóðs benda á
að hin harða samkeppni um lánsfé
landsmanna sé fyrst og fremst
komin til vegna breytinga sem
sjóðurinn gerði 1. júlí. Talsmenn
bankanna hafa hins vegar gagn-
rýnt Íbúðalánasjóð fyrir að taka
þátt í samkeppni og þvælast fyrir
bönkunum þar sem þeir slást um
að ná til sín sem flestum við-
skiptavinum. Nýjasta útspil bank-
anna í þeim efnum er kæra til
EFTA-dómstólsins þar sem farið
er fram á að Íbúðalánasjóði verði
meinað að veita almenn 90 prós-
enta lán eins og fyrirtætlanir
sjóðsins og ríkisstjórnarinnar
standa til.
Margir íhuga skuldbreytingu
Fjölmargir einstaklingar hafa nú
þegar breytt skuldasamsetningu
hjá sér og enn fleiri hafa slíkt í
hyggju. Í nýlegri könnun á vegum
Samtaka banka og verðbréfa-
fyrirtækja kom í ljós að rúmlega
fimmtungur íhugar slíkar breyt-
ingar. Miðað við það hversu hratt
vextir og skilmálar breytast má
gera ráð fyrir að margir séu hugsi
yfir því hvenær réttur tími sé til
slíkra aðgerða. Eitt af því sem
heldur aftur af fólki er kostnaður
við skuldbreytingar sem felst
bæði í þjónustugjöldum til bank-
anna og stimpilgjöldum sem
renna til ríkissjóðs. Þessi kostnað-
ur getur eytt mögulegum ávinn-
ingi af skuldbreytingu, auk þess
sem fólk óttast að festa sig í
ákveðnum kjörum til langs tíma
og missa því af tækifæri til enn
frekari hagræðingar í framtíð-
inni.
Ólíkir skilmálar
Bankarnir gera allir kröfu um að
viðskiptavinir sem fá íbúðalán á
4,15 prósenta vöxtum séu með
stóran hluta viðskipta sinna hjá
bankanum. Íslandsbanki setur
reyndar ekki fram slíka kröfu
heldur geta þeir sem eru í svo-
nefndri vildarþjónustu hjá bank-
anum eða eru með tryggingar sín-
ar hjá Sjóvá Almennum (dótturfé-
lagi Íslandsbanka) tekið húsnæð-
islán bankans. Íslandsbanki býður
þar að auki upp á nokkuð meiri
sveigjanleika en aðrir þar sem
hægt er að fá lán til fimm eða
fjörtíu ára en í hinum bönkunum
þarf að velja um lán til 25 eða 40
ára. Þá geta viðskiptavinir Ís-
landsbanka greitt upp skuld sína á
fimm ára fresti án kostnaðar, og
gegn 2 prósent gjaldi ella, en hjá
hinum bönkunum fer upp-
greiðslugjald eftir gjaldskrá á
hverjum tíma. Á móti kemur að
vextir Íslandsbanka eru ekki fast-
ir heldur koma til endurskoðunar
á fimm ár fresti.
Landsbankinn býður upp á
fimm ólíkar leiðir og gefur lán-
DAGSKRÁ
12.30 Skráning.
13.00-13.15 Setning: fiór›ur Fri›jónsson, forstjóri Kauphallar Íslands.
13.15-14.00 Fri›rik Már Baldursson, prófessor vi› Vi›skipta- og hagfræ›ideild
Háskóla Íslands. „Sjávarútvegur í Kauphöll Íslands: Saga og greining.“
14.00-14.15 Árni Mathiesen, sjávarútvegsrá›herra. „Fjárfestingar í íslenskum
sjávarútvegi: Innlendar og erlendar.“
14.15-14.35 Kaffihlé.
14.35-14.50 Kristján fi. Daví›sson, a›sto›arforstjóri HB Granda hf. „Byr hl‡tur a› rá›a.“
14.50-15.05 Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri ver›bréfasvi›s Landsbanka Íslands.
„Fækkun sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll – höfnun e›a e›lileg grisjun?“
15.05-15.15 Fyrirspurnir og svör.
15.15-16.00 Pallbor›sumræ›ur. fiátttakendur eru: Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Síldarvinnslunnar, fiór›ur Pálsson, forstö›uma›ur Greiningardeildar KB
banka, Gylfi Magnússon, dósent vi› Vi›skipta- og hagfræ›ideild Háskóla
Íslands og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunbla›sins.
16.00 Rá›stefnuslit.
Fundarstjóri: Edda Rós Karlsdóttir, forstö›uma›ur Greiningardeildar
Landsbanka Íslands.
Rá›stefnan er öllum opin en tilkynna flarf flátttöku á netfangi›
skraning@icex.is e›a í síma 511-1230 fyrir hádegi mánudaginn 29. nóvember.
Rá›stefnugjald er kr. 4.900.-
Rá›stefna Kauphallar Íslands
um sjávarútveg:
Er hlutabréfamarka›urinn
vann‡tt au›lind?
Haldin á Nordica hotel, flri›judaginn 30. nóvember, kl. 13.00-16.00
Með auknum valmöguleikum í
lánamálum eykst svigrúm ein-
staklinga til þess að skuldsetja sig
og öðlast aðgang að auknu fjár-
magni sem þeir geta varið í
neyslu. Þetta hefur þau áhrif að
erfiðara er fyrir Seðlabankann að
hafa stjórn á því hversu mikið
fjármagn er í umferð.
Seðlabankinn notar vaxtastig
til þess að stýra því hversu mikið
af fjármagni er í umferð. Þegar
Seðlabankinn telur hættu á þenslu
og verðbólgu grípur hann til þess
ráðs að hækka vexti í þeirri von
að fyrirtæki og einstaklingar
spari fremur en eyði. Þar sem
bankar, og jafnvel einstaklingar,
hafa nú aðgang að lánsfé frá út-
löndum hefur dregið úr áhrifa-
mætti Seðlabankans.
Björn Rúnar Guðmundsson
segir að til skamms tíma kunni
innkoma bankanna að skapa
vanda fyrir Seðlabankann en hins
vegar skipti einnig máli að inn-
koma bankanna auki stöðugleika í
fjármálalífinu og veiti bönkunum
tryggari starfsgrundvöll. - þk
Byltingin á íslenskum lánamarkaði
Á síðustu mánuðum hefur fjármálaumhverfið á Íslandi tekið stakkaskiptum. Einstaklingum
standa nú til boða fleiri möguleikar í lánamálum og lægri vextir. Mikilvægt er að fólk fari
vandlega yfir stöðu mála og valkosti áður en það tekur ákvörðun því það getur verið dýrt
að skipta oft um skoðun þegar lánamál eru annars vegar.
BYLTINGIN BOÐUÐ Skriða nýrra valkosta í lánamálum einstaklinga fór af stað þegar KB
banki tilkynnti að hann byði viðskiptavinum sínum á höfuðborgarsvæðinu íbúðalán á 4,4
prósenta vöxtum. Síðan hefur samkeppnin harðnað, vextir lækkað og valkostum fjölgað.
Hreiðar Már Sigurðarson forstjóri boðaði innkomu KB banka þann 23. ágúst.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
Áhrif á hagstjórn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T