Fréttablaðið - 28.11.2004, Side 21

Fréttablaðið - 28.11.2004, Side 21
3SUNNUDAGUR 28. nóvember 2004 Starfið Íslenskir leiðsögumenn starfa bæði hérlendis og erlendis. Þeirra hlutverk er að fara með ferðamönnum í lengri og styt- tri ferðir og fræða þá um hvaðeina sem þá fýsir að vita um land og þjóð. Í starfi þeir- ra felst því landkynning í víð- ustu merkingu þess orðs. Leiðsögumenn starfa í hóp- ferðabifreiðum, hjá ferðaskrif- stofum og öðrum ferðaþjón- ustufyrirtækjum og ábyrgð þeirra er mikil því þeir eiga að leitast við að gera ferðamönn- um ferðina eftirminnilega, ánægjulega og örugga. Námið Leiðsögunám er kennt við Leiðsöguskóla Íslands og er bæði bóklegt og verklegt. Sá skóli er deild í Menntaskólan- um í Kópavogi. Námið tekur eitt ár. Markmið þess er að búa nemendur undir leiðsögn innanlands með erlenda ferðamenn. Kennsla fer fram þrjú kvöld í viku með fyrirl- estrum og verklegum æfing- um. Námið er 37 einingar og skiptist í kjarna, kjörsvið og val. Á haustönn eru farnar vettvangsferðir í tengslum við námið og á vorönn eru farnar æfingaferðir með reyndum leiðsögumanni. Námsgreinar Nám í kjarna eru 17 einingar og námsgreinarnar eru at- vinnuvegir, bókmenntir og listir, dýralíf, ferðaþjónusta, gróður, nátt- úruvernd, íslenska samfélagið, jarðfræði, leiðsögutækni - samskipti, Íslandssaga, skyndi- hjálp, tungumálanotkun og vettvangsnám. Á kjörsviðinu almenn leiðsögn er kennd ferðamennska, svæðisbundin jarðfræði, svæðalýsingar, tungumálanotkun og vett- vangsferðir. Á kjörsviðinu gönguleiðsögn er kennd ferðamennska, veðurfræði - jöklar, hópstjórn - samskipti, svæðalýsingar, skyndihjálp og vettvangsnám. … leiðsögumaður Hvernig verður maður … Margt smátt - Bolur ehf óskar eftir vönum silkiprentara til starfa sem fyrst. Um er að ræða hin ýmsu silkiprent verkefni, transferprentun, bolaprentun og fleira. Einnig vantar stúlku á aldrinum 25-35 til starfa sem fyrst við ýmis verkefni, pökkun, frágang og fl. Áhugasamir hafi samband við verksmiðjustjóra í síma 863-2350. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Fyllsta trúnaðar er gætt. Volti óskar eftir að ráða duglegan sölumann. Starfssvið sölumanns felst í sölu og kynningu bæði í verslun sem og í öðrum fyrirtækjum. Við leitum að starfsmanni sem hefur áhuga á sölu- og markaðsmálum, sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Grunnmenntun í rafvirkj- un er æskileg. Volti er traust innflutning- og þjónustufyrirtæki á sviði rafbúnaðar. Vinsamlegast sendið umsóknir á Hjört Gíslason (hjortur@volti.is) eða á Bjarna Ástbjartsson (bjarn@volti.is). Umsóknarfrestur er til 9. desember. Sjúkraliðar Óskast nú þegar og eftir áramót á 27 rúma hjúkrunar- deild og 10 rúma heilabilunardeild. Um er að ræða vaktavinnu, starfshlutfall eftir samkomulagi. Starfsfólk í umönnun Einnig óskum við eftir starfsfólki í umönnun. Vaktavinna, starfshlutfall eftir samkomulagi. Unnið er eftir timecare vaktastjórnunarkerfi. Upplýsingar veitir Áslaug Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri. Sími 560 4163 / 560 4100. Netfang: aslaug@sunnuhlid.is Fæðingarorlof feðra er lengra hér á landi en nokk- urs staðar erlendis. Lang- samlega flestir feður, eða 80%-90%, nýta tækifærið og taka sér f u l l t þr ig - g j a mánaða fæðingarorlof og sumir allt að sex mánuðum. Þetta kemur fram í Í 6. tbl. VR-blaðsins 2004. Þar kem- ur enn fremur fram að karl- menn taka fæðingarorlofið meira í bútum en konur og taka þá kannski upp undir mánuð fyrst eftir að barnið fæðist og svo aftur þegar barnið er orðið eldra. Al- gengara er að for- eldrar taki orlofið saman en að feð- urnir séu einir með börnin. ■ Feður nýta fæðingarorlof Fæðingarorlof feðra er lengra hér en erlendis. Algengara að foreldrar taki orlof saman.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.