Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 24

Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 24
6 RAÐAUGLÝSINGAR FASTEIGNIR INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKUR Fríkirkjuvegi 3 – 101 Reykjavík Sími 570 5800 – Fax 561 11 20 – Netfang: isr@rhus.rvk.is TIL SÖLU: ljósabekkir, íþróttatæki, sundlaugabúnaður ofl. Innkaupastofnun Reykjavíkur f.h. Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í eftirtalin tæki og áhöld: 1. Ljósabekkir, ásamt myntboxi: 6 stk. tegund Ergoline, árg. 1998 Ljósabekkir, ásamt myntboxi: 2 stk. 10 - 15 ára. 2. Körfuboltagrindur á hjólum 2 stk., eru í ágætu standi, öryggishlífar fylgja. Tegund VIRKLUND, u.þ.b. 10 ára. 3. Sundlaugayfirbreiðsla, vafinn upp á kefli. Dúkurinn er frá Seglagerðinni Ægi, hann var notaður til að koma í veg fyrir hitatap úr sundlaug þegar hún er ekki í notkun. Dúkurinn er mátulegur yfir sundlaug sem er 8 x 16 m. 4. Hreinsibúnaður fyrir heita potta sundlaugum. 10 ára. Sandsíur 2 stk. þvermál 0,75m þvermál 0,44m2 hvor sía. Rafmagnsdælur 3 fasa 2 stk. 2600w frá STAR-RITE. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Örn Jónsson ÍTR sími: 510 6600 Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkur fyrir kl. 16:00 þann 17. desember 2004. 10472 http://www.reykjavik.is/innkaupastofnun Út er komin ný útgáfa af Verðbanka Hönnunar fyrir húsbyggingar og þéttbýlistækni. Verðbanki Hönnunar fæst núna keyptur í eftirfarandi hlutum: Húsbyggingar, yfir 2.500 grunn- og einingarverð Ákveðnir kaflar úr húsbyggingum; -Jarðvinna og burðarvirki - Frágangur utanhúss - Tæknikerfi Þéttbýlisbanki, yfir 700 grunn- og einingarverð. Upplýsingar um Verðbanka Hönnunar er að finna á heimasíðu Hönnunar: www.honnun.is Grensásvegi 1 | 108 Reykjavík | Sími: 510 4000 | Fax: 510 4001 H ö n n u n Nóvember 2004 Umsóknarfrestur fyrir næstu önn er til 15. desember, enn eru nokkur pláss laus. Upplýsingar í síma 471 1761 og á www.hushall.is Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Hússtjórnarskólinn Hallormsstað er heimavistarskóli með 22-24 nem- endur. Skólinn er framhaldsskóli í áfangakerfinu með listnáms- og mat- vælabrautaráfanga. Námið er ein önn og gefur allt að 30 einingar. Áhugasamir verktakar óskast Á.Ó. eignarhaldsfélag ehf. auglýsir eftir áhuga- sömum aðilum til að byggja vörugeymslu og skrifstofur fyrir Ásbjörn Ólafsson ehf. við Köllunarklettsveg 6 í Reykjavík. Helstu magntölur eru: Grunnflötur : 1. áfangi 1.730 m2 (3.460 m2 fullbyggt) Milligólf : 520 m2 Lofthæð : 14 m Umsóknir verktaka þurfa að innihalda eftirfarandi: • Almennar upplýsingar um verktaka. • Upplýsingar um sambærileg verk sem verktaki hefur unnið. • Staðfestingar á fjárhagslegu hæfi verktaka. Umsóknum skal skila á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 16:00, mánudaginn 6. desember, merktum: Á.Ó. eignarhaldsfélag ehf. Köllunarklettsvegur 6 Vörugeymsla og skrifstofuhúsnæði Nánari upplýsingar veitir VSÓ Ráðgjöf í síma 585-9000. Stéttarfélag verkfræðinga óskar eftir orlofshús- um til leigu sumarið 2005 Stéttarfélag verkfræðinga leitar að orlofshús- um/íbúðum til leigu sumarið 2005. Allir áhugaverðir staðir koma til greina en nauðsynlegt er að útbúnaður sé góður. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 568-9986, netfang: sv@sv.is, fax 588-6309. TIL LEIGU, fyrir ofan og fyrir neðan 146 fm verslunarhús- næði til leigu. Upplýsingar hjá Stóreign ehf. Símar 55 12345 og 861 2535. Hlíðasmári 8 Lágmúla 7, 108 Reykjavík, S: 551 2345, storeign@storeign.is STÓREIGN F A S T E I G N A S A L A OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14-18 Í DAG SUNNUDAG GRETTISGATA 81. 101 RVK. Falleg og vel skipulögð 89 fm. 3ja - 4ja herbergja íbúð með sérgeymslu í hjarta Reykjavíkur. Íbúðin er á 1. hæð með tvöfaldri stofu og 2 svefnher- bergjum. Önnur stofan gæti nýst vel sem herbergi. Nýuppgert, sérhannað baðherbergi. Íbúðin er öll með upp- runalegum gifsloftlistum og fallegum upprunalegum listum meðfram hurðum. Ekki missa af þessari! Allar nánari upplýsingar veitir: Áslaug Baldursdóttir, sölufulltrúi í síma: 822-9519 ERON- Eignasala Reykjavíkur og nágr. ehf. Vegmúla 2 • Reykjavík • S: 515-7440 eron@eron.is Stefán Hrafn Stefánsson hdl.lögg.fasts. Efstasund - einbýli Fallegt einbýlishús á tveimur hæðum u.þ.b. 170 fm ásamt 25 fm bílskúr á grónum og rólegum stað í Sundahverfi. Húsið er klætt að utan með við- haldsfrírri klæðningu og hefur mikið verið endurnýjað m.a. þak, klæðning, eldhús, lagnir og fl. Stórt og vandað eldhús með glæsilegri innréttingu. Lóðin er stór og gróin og með mjög góðri útivistaraðstöðu , m.a. timburpallur og hellulögð verönd. Frábær eign á eftirsóttum stað. Bílskúr með sjálfvirkum opnara. Verð 31,9 millj. Þeir sem vilja skoða eignina í dag Sunnudag hafi samband í síma: 8947404. RÉTTINDANÁMSKEIÐ FYRIR BÍLSTJÓRA UM FLUTN- ING ÁHÆTTULEGUM FARMI Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námskeið ef næg þátttaka fæst, fyrir stjórnendur ökutækja sem vilja öðlast réttindi (ADR- skírteini) til að flytja tiltekinn hættulegan farm á vegum á Íslandi og innan Evrópska efnahagssvæðisins: Reykjavík: Flutningur á stykkjavöru (fyrir utan sprengifim efni og geislavirk efni): 6. - 8. desember 2004. Flutningur í/á tönkum: 9. - 10. desember 2004. Flutningur á sprengi- fimum farmi (sprengiefnum): 13. desember 2004. Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðum fyrir flut- ning í tönkum og flutning á sprengifimum farmi er að viðkomandi hafi setið grunn- námskeið (stykkjavöruflutningar) og staðist próf í lok þess. Þeir sem ætla á eitt eða fleiri af fyrrgrein- dum námskeiðum verða að vera búnir að ganga frá skráningu og greiðslu fyrir kl. 16:00 þann 1. desember. Skráning og nánari upplýsingar hjá umdæmisskrifstofu Vinnueftirlitsins, Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími: 550 4600.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.