Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 38
Regnbogi við Sundin./Ljósmynd: Teitur
SJÓNARHORN
SVIPMYND
GRANADA: BORG Í ANDALÚSÍU-HÉRAÐI Á SUÐUR-SPÁNI.
EINKENNI: Frábær arkitektúr í virkjum og höllum Máranna frá fjórtándu öld. Höll-
in Alhambra er aðalferðamannastaðurinn sem Márarnir byggðu. Hæstu fjallatinda
er einnig að finna á Granada-svæðinu en þeir eru í Sierra Nevada-fjallagarðinum.
ÍBÚAFJÖLDI: 790 þúsund í héraðinu en 275 þúsund í borginni sjálfri.
GJALDMIÐILL: Evra.
MEÐALHITI: Fimmtán gráður.
TUNGUMÁL: Kastilíska er opinbert tungumál en margir marókkóskir innflytjendur
hafa búið sér stað í Granada.
MENNING: Iðandi mannlíf á götum úti, tapas-smáréttir á öllum börum og mikil
stúdentaborg.
SKEMMTILEGT AÐ VITA: Nafnið á borginni er dregið af ávextinum granatepli. Í borg-
inni eru síðan litlar járnstengur meðfram götum með ávöxtunum ofan á úr járni.
FERÐAMENN Á ÁRI: Yfir 2,5 milljónir ferðamanna heimsækja Granada á hverju ári.
Lifir eins og blómi í eggi
Það besta við sunnudaga
Ég er bara mjög sáttur við sunnudaga, það eru fínir dagar. Reyndar eftir að ég
hætti að vinna þá eru allir dagar hjá mér sunnudagar þar sem ég byrja hvern
dag á því að hitta félagana á Kaffivagninum kl. 8 og fá mér kaffi. Ég lifi bara eins
og blómi í eggi á sunnudögum sem og á öðrum dögum.
Það versta við sunnudaga
Svo sem ekki neitt. Hérna áður fyrr var ég að leika fyrir börn á sunnudögum og
þótti það gaman. Það sem mér þótti verst við það var að yfirgefa mín eigin börn
á sunnudögum þegar aðrir gátu farið út að leika með börnin sín. Í dag er þetta
náttúrulega ekki vandamál þar sem þau eru öll orðin fullorðin og lítið þarf að sjá
fyrir barnabörnunum því þau eiga svo marga að. Tvö þeirra eru reyndar að leika í
Dýrunum í Hálsaskógi á sunnudögum.
Árni Tryggvason telur sunnudagana fína daga
og lítið við þá að athuga lengur
BESTA OG VERSTA
28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR12
Vissir þú ...
… að það er safn í Conwy í Wales
sem er tileinkað tekötlum?
… að árið 525 fyrir Krist vann
Persakonungurinn Cambyses Eg-
ypta með her af hundum?
… að það að skora fólk á hólm er
ennþá löglegt í Úrúgvæ?
… að banvænn bardagi var háður
árið 1843 í Frakklandi með billj-
ard-kúlum?
… að tennur pírana-fiskanna eru
notaðar sem örvaoddar í Suður-
Ameríku?
… að það snjóaði þrisvar sinnum í
júlí í Nýja-Englandi árið 1816 eins
og stóð í spá í tímariti einu sem
var sett inn sem grín?
… að árið 1978 féllu
50.000.000.000.000.000 snjókorn
á Boston í Massachusetts í Banda-
ríkjunum í einum snjóstormi?
… að bílalúguveitingastaður
Maggie Patterson í Niles í Michig-
an í Bandaríkjunum býður upp á
skyndibita fyrir hunda?
… að vatn í brunni nálægt Beres-
ford í Dale á Englandi verður heit-
ara þegar kólnar í veðri?
… að fyrsti bíllinn með þrem gír-
um var fundinn upp af W.H. James
á Englandi árið 1832?