Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 39

Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 39
SUNNUDAGUR 28. nóvember 2004 19 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is í Austurríki E N N E M M / S IA / N M 13 9 2 4 Heimsferðir bjóða næsta vetur einstakt tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíða- bæjar í Austurrísku ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg, en þaðan er aðeins um klukkustundar akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veit- ingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er afbragðs aðstaða fyrir alla skíðamenn. 56 lyftur eru á svæðinu og hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins, og snjóbretti og gönguskíði er þar ekki utanskilin. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Sjá nánar á www.heimsferdir.is Frá 29.990 kr. Flugsæti til Salzburg, 29. janúar, fyrstu 30 sætin. Netverð. Frá 59.990 kr. Flug og hótel án nafns, Zell am See/Schuttdorf, með morgunverði. Netverð. 29. janúar. Beint flug til Salzburg • 29. jan • 5. feb • 12. feb • 19. feb • 26. feb Skíðaveisla Sendu SMS skeytið BTL KZF á númerið 1900 og þú gætir unnið. KILLZONE Call of Duty finset Hour KILLZONE bolir og fleira Aðrir tölvuleikir DVD myndir Margt fleira. VINNINGAR Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið Mennirnir eru um margt ólíkir. Þaðsem einum kann að þykja sjálfsagt getur annar ekki sætt sig við. Carl J. Eiríksson er ekki bara landsþekktur af- reksmaður í skotfimi, heldur einnig fyrir að hafa ekki sætt sig við framkvæmd móta, ákvarðanir forystumanna íþrótta- hreyfingarinnar og margt fleira. Í árarað- ir voru fluttar fréttir af kærum og athuga- semdum Carls. Hann kærði og kærði. Hraktist úr einu íþróttafélaginu í annað. Heiðursmaðurinn Sigurgeir Guðmanns- son var um árabil framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, og það kom í hans hlut að taka á móti kærunum frá Carli. Ég sat eitt sinn gegnt Sigurgeiri á skrifstofu hans í Laugardal. Meðal þess sem við töluðum um voru kærur vegna íþróttamóta, dómgæslu og þess háttar. Ég var þar sem fulltrúi einnar deildar KR og þurfti að verjast kæru frá öðru félagi. Reyndar ekki þeirri fyrstu. Ég spurði Sigurgeir hvort við værum að setja met í leiðindum, kærur á kærur ofan. - Hefur þú, blaðamaðurinn, ekki heyrt um Carl J. Eiríksson, spurði Sigurgeir. Jú, auðvitað hafði ég það, og það rifjaðist upp fyrir mér að hafa oftsinnis lesið fréttir um kærur Carls. Þá sagði Sigurgeir mér sögu sem var einhvern veginn á þessa leið: Það var á föstudegi um miðjan vetur. Veður var vont, stórhríð og rok. Sigurgeir sagðist hafa sent allt starfsfólk heim, með- an fært var um götur borgarinnar. Hann sat einn og var að ljúka verkum áður en hann gat farið heim. Skyndilega var hurð- inni hrundið upp og inn kom Carl J. Eiríks- son, alsnjóaður. Hann stakk hendinni inn fyrir vetrarflíkina og dró fram pappírs- blað, nýja kæru. Sigurgeir, af sinni miklu þolinmæði, tók vel á móti Carli en spurði hvort þeir ættu ekki að skoða kæruna eftir helgi. Carli þótti hugmyndin fráleit svo þeir settust niður og tóku að lesa ritsmíð- ina. Þeir voru rétt komnir niður á mitt blað þegar ljósin tóku að blikka og svo varð al- gjört rafmagnsleysi, svartamyrkur varð í höfuðstöðvum Íþróttabandalags Reykja- víkur. Sigurgeir fagnaði innra með sér, eitt augnablik, og sagði við Carl: Jæja, við get- um ekki skoðað þetta í myrkrinu svo það er best að við hittumst á mánudaginn. Carl stakk þá hendinni í vasann og sagði: Ég er með vasaljós. Svo þeir sátu áfram meðan stórhríðin barði húsið og göturnar teppt- ust. Saga... af argaþrasi SIGURJÓN M. EGILSSON sigurjon@frettabladid.is með Sigurjóni NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Farþegarnir höfðu raðað sér upp í langlundarlega biðröð við brott- fararhliðið á Keflavíkurflugvelli. Enn með svefninn óstrokinn úr andliti sem var eiginlega bara fés á svo óguðlegum tíma þennan náttmyrka og nákalda nóvem- bermorgun. Enn tvístígandi á þröskuldi svefns og vöku. Nema þeir sem höfðu komið við á frí- hafnarbarnum: þeir voru góðglað- vaknaðir. Þetta var orðin þónokkur bið, fannst mér. Nánast komið framm- yfir auglýstan brottfarartíma. Tvær einkennisklæddar hlað- freyjur, önnur með platínuhvítt hár, stóðu bakvið afgreiðsluborðið við dyrnar, stungu saman nefjum, rýndu í tölvuskjá, horfðu útí loftið og inní sjálfar sig eða skyggndust um öxl inní útgönguranann sem hvarf útí klakað myrkrið og þot- una utandyra. Innum gættina smó nóvemberinn og andaði frá sér flugvélarstybbu og þotunið. Og einhvernveginn barst okkur sá kvittur innum ranann að fremst á honum væri svellbúlki sem þyrfti að brjóta burt áður en útkall kæmi svo að farþegum skrikaði ekki fót- ur þar á ystu nöf. En eitthvað leiddist Platínu líka orðið biðin því að skyndilega kafaði hún í rannsóknarhug inní ranann. Og kom að vöru spori aft- ur með yfirfljótanlegt bros á vör, fullt af tönnum, og æpti yfir hóp- inn sigrihrósandi: „Fimm mínútur í bordingu!!!“ Hún átti (auðvitað??) við að eft- ir fimm mínútur yrði nú loksins hleypt útí vél. Það datt hvorki né draup af farþegum. Eða réttara- sagt þá létu þeir sem ekkert væri. Kannski öllu illu vanir eftir margendurtekið inntékk, taxfrí, djútífrí, sagaklass, kabinkrjú og teikoff (svo að fátt eitt sé nefnt úr flugslangri)... En ég hrökk í kút. Sperrti eyru. Hristi haus. Muldr- aði. Tautaði. Fáraðist. Þótti tungu- takið ekki gott. En um leið merki- legt. Platína hafði þó að minnsta kosti tekið enska orðið „boarding“ inní íslenska beygingakerfið og beygt einsog kerlingu, lendingu eða skráningu. Og það var virðing- arvert á þessum síðustu og verstu tímum þegar geldingartöngum beygingarleysis er brugðið til vön- unar undir mörg orð. Slettur sem bordingin eru þó ekki nýir blettir í ferðageiranum. Þar hafa menn löngum slett og í allar áttir. Fyrir nær 30 árum vann ég heilt ár hjá Flugfélagi Íslands í Vestmannaeyjum. Ég var af- greiðslumaður, seldi miða, tók nið- ur pantanir, leiðbeindi flugmönn- um með handapati að leggja vél- unum þegar þær komu, afhlóð þær og hlóð á ný, ók út vörum á sendibíl. Gerði sumsé allan fjand- ann og komst jafnvel til þeirra mannvirðinga að vera við öryggis- gæslu við annan mann um borð í fokker suður vegna baldinna far- þega við skál. Hefði þó litla rönd mátt reisa við þeim, hefðu þeir ekki róast þegar á loft var komið því að sakir hæðar/lægðar minnar tala ég nú oftast við naflann á ís- lenskum bergrisum nema að ég reigi mig og horfi upptil þeirra. Og þarna aftrí fornöld á Fluginu í VEY fékk ég að sjálfsögðu starfs- mannaskírteini þar sem mér var gefinn afskaplega virðulegur tit- ill, uppá ensku; titill sem vísaði þó meir til umferðarstjórnar og lög- gæslu en hlaðmennsku og af- greiðslustarfa. Ég var nefnilega titlaður traffic agent. Hef aldrei skilið hversvegna. Í þá daga var löngu farið að tala innandyra í flugafgreiðslum um pax, infanta, inntékk... og fleira slíkt sem veðr- ast hefur yfir í huga mér nú. En mér hefði samt aldrei, held ég, dottið í hug um að spyrja hóp far- þega hvað þeir væru mörg pöx all- ir saman eða foreldra með ung- barn í kerru eða fangi hvort litli labbakúturinn þeirra væri ekki ár- eiðanlega infantur, þ.e. yngri en tveggja ára, og fengi því frítt far. Eitt er nefnilega að vaða á skítug- um skónum innandyra hjá sjálfum sér og láta sletturnar ganga upp- um alla veggi og annað að láta skítkastið standa útum opna glugga í þjónustustarfi. Þó þykist ég vita að Platína hafi aðeins ætlað að vera elskuleg og róa farþega með þessari upphróp- un sinni um bordinguna. Vonandi rek ég mig samt ekki á það næst þegar ég kem til Íslands að brott- fararspjöld heiti orðið „bordingar- körd“. ■ Skámáni frá Spáni KRISTINN R. ÓLAFSSON SKRIFAR FRÁ MADRID Fimm mínútur í bordingu!!! Önnur hrollvekja úr fluginu. Sjá einnig Skámána frá Spáni 30. október sl. um An Icelander on Icelandair. ÚR LEIFSSTÖÐ „Slettur sem bordingin eru þó ekki nýir blettir í ferðageiranum. Þar hafa menn löngum slett og í allar áttir,“ segir Kristinn R. Ólafsson meðal annars í pistli sínum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.