Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 28.11.2004, Qupperneq 46
KÖRFUBOLTI Keflavík og ÍS mættust í úrslitum Hópbílabikarsins í körfuknattleik í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflavík tókst að stöðva lykil- leikmenn í ÍS-liðinu í seinni hálf- leik og vann öruggan sigur, 76-65. Keflavík byrjaði leikinn betur og komst í 18-10. Þær pressuðu allan völlinn og töluvert óðagot einkenndi leik ÍS í fyrsta leik- hluta. Þær gáfu sér ekki tíma til að stilla upp og tóku ótímabær og oft á tíðum illa staðsett skot. ÍS kom betra skipulagi á leik sinn og komst yfir í öðrum fjórð- ungi. Það var helst fyrir tilstillan Öldu Leif Jónsdóttur sem skoraði grimmt og réðu leikmenn Kefla- víkur lítið sem ekkert við hana. Keflavíkurstúlkur mættu grimmar í upphafi seinni hálf- leiks og skoruðu 13 stig gegn tveimur stigum ÍS. Í stað þess að hægja á leiknum, eins og ÍS hafði gert í fyrri hálfleik með ágætis árangri, keyrði liðið hraðann upp sem kann ekki góðu lukku að stýra gegn Keflvíkingum. Keflavíkurstúlkur komust mest í 13 stiga mun og spiluðu oft á tíðum mjög skemmtilegan körfubolta. Þær voru vel sam- stilltar, lásu leikinn vel og oft mátti sjá vel útfært spil. ÍS átti ekkert svar við öflugum leik Kefl- víkinga og fyrsti titill vetrarins í höfn. „Leikurinn var mjög hægur í fyrri hálfleik sem hentaði þeim mjög vel,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. „Vörnin hjá okkur var ekki góð og þær voru að fá galopin skot. Í leik- hléi töluðum við um að halda þeim fyrir framan okkur og bæta vörn- ina. Það gekk eftir og í raun var allt annað lið á vellinum í seinni hálfleik. Við lögðum að auki ríka áherslu á stoppa Öldu Leif, sem hafði reynst okkur erfið í fyrri hálfleik. Bára Bragadóttir hélt henni stigalausri í seinni hálfleik, spilaði frábæra vörn,“ sagði Sverrir Þór. smari@frettabladid.is GANGUR LEIKSINS 1. leikhluti Keflavík 21–19 2. leikhluti jafnt 18–18 (39–37) 3. leikhluti Keflavík 17–6 (56–43) 4. leikhluti ÍS 20–22 (76–65) BEST Á VELLINUM Anna María Sveinsdóttir Keflavík TÖLFRÆÐIN Fráköst (í sókn) 41–27 (14–7) Tapaðir boltar 25–22 Stoðsendingar 23–17 Víti fengin (%) 22 (68%)–10 (70%) Villur 14–19 3ja stiga körfur (%) 5 (22%)–4 (29%) Hraðaupphlaupsstig 15–11 Stig eftir sóknafráköst 7–5 KEFLAVÍK ÍS STIG-FRÁKÖST–STOÐSENDINGAR KEFLAVÍK Anna María Sveinsdóttir 15–10–5 María Ben Erlingsdóttir 15–3–0 Birna Valgarðsdóttir 14–6–4 Bryndís Guðmundsdóttir 11–8–2 Rannveig Randversdóttir 11–3–1 Reshea Bristol 8–8–11 Svava Ósk Stefánsdóttir 2–1–0 ÍS Signý Hermannsdóttir 17–13–6 Alda Leif Jónsdóttir 14–1–1 Stella Rún Kristjánsdóttir 12–3–1 Þórunn Bjarnadóttir 8–6–6 Guðrún Baldursdóttir 8–2–2 Jófríður Halldórsdóttir 6–1–1 FÓTBOLTI Chelsea náði fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar í fótbolta í gær þegar lið- ið bar sigurorð af Charlton, 4-0, á The Valley. Varnarmaðurinn sterki John Terry skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við sínu sjötta marki í deildinni, rétt áður en honum var skipt út af fyrir Di- dier Drogba. Chelsea-liðið lék sér- lega vel, einkum í síðari hálfleik og hefði sigurinn getað orðið enn stærri. Þetta var þriðji útileikur Chelsea í röð þar sem liðið skorar fjögur mörk en það hefur nú fimm stiga forystu á Arsenal, sem á reyndar leik gegn Liverpool á An- field Road til góða í dag. Paul Scholes er vaknaður til lífsins á ný og það eru góðar frétt- ir fyrir stuðningsmenn Manchest- er United. Scholes opnaði markareikning sinn á þessu tímabili gegn Charlton um síðustu helgi og skor- aði síðan tvö mörk gegn West Brom í gær þar sem Manchester United fór með sigur af hólmi, 3-0. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, var að vonum sáttur eftir leikinn og segir sjálfstraust sinna manna vera að eflast með hverjum leiknum. „Ég trúði því ekki hversu lengi Paul Scholes gat spilað án þess að skora en ég er glaður fyrir hans hönd að hann hafi náð að brjóta ísinn,“ sagði Ferguson. ■ 26 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR LEIKIR GÆRDAGSINS KÁTAR KEFLAVÍKURSTÚLKUR Sjást hér fagna sigrinum í Hópbílabikarnum í körfubolta en þær báru sigurorð af ÍS með ellefu stiga mun, 76–65, í úrslitaleik í DHL-höllinni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Þriðji sigurinn í röð hjá Keflavíkurstúlkum Unnu ÍS, 76–65, í úrslitum Hópbílabikars kvenna í körfubolta í gær og virðast vera með langbesta liðið á landinu í dag. Derby d’Italia ... Inter Milan og Juventus mæt- ast í ítölsku A-deildinni í kvöld Það er virðulegt enskuskotna heitið sem Ítalir hafa valið leikjum Inter og Juventus; Derby d’Italia. Á rætur sínar að rekja fjóra áratugi aftur í tímann er þessi lið slógust ár eftir ár um titilinn og leikir voru réttnefndir stórslagir. Það hefur ekki verið raunin hin síðari ár, Inter ekki verið alvöru kandidat til meistaratitils nema einu sinni síðustu 15 árin og einhvern veginn hist þannig á að þegar Inter hefur rekist á gott ár hefur Juve átt fremur slakt tímabil miðað við standardinn á þeim bænum. Liðin mætast á San Siro í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Leikir þessara liða hafa oft verið meiri markaleikir en aðrir stórslagir í ítalska boltan- um, í fyrra vann Inter 3-2 í heimaleik sín- um. Nú segir tölfræðin hins vegar að líkurnar á mörgum mörkum séu ekki miklar, Juve-menn orðnir sérfræðing- ar í að klára leiki 1-0 og Inter hefur gert 10 jafntefli í 12 leikjum í deildinni! Hvorki tapað leik heima né í Meistaradeildinni og er eina taplausa liðið í Evrópu í haust. Víst er að Roberto Mancini vill ekki tapa fyrsta leiknum gegn Fabio Capello sem hefur verið einn höfuðandstæðingur hans í gegnum árin. Það er gaman að bera saman þjálfar- ana tvo, Capello og Mancini. Báðir voru þeir afburðaleikmenn, með bestu leik- mönnum sinna kynslóða. Léku báðir stöðu afturliggjandi framherja og þóttu klókir leikmenn. Mancini þó mun meiri náttúrutalent og meiri glans yfir honum en hinum þrautseiga Capello. Einhvern veginn hafa stjörnuleikmenn sjaldan orð- ið toppþjálfarar í boltanum, Beckenbauer og Cruyff einu virkilegu stjörnurnar sem hafa náð glæstum árangri í þjálfun. Alltaf meistari Capello hóf þjálfaraferilinn tiltölulega seint, gegndi ýmsum störfum hjá AC Milan og þjálfaði unglingalið. Aðallega sinnti hann þó markaðsmálum og vakti athygli eigandans Silvio Berlusconi fyrir árangur á því sviði. Capello stýrði aðalliðinu í nokkr- um leikjum 1987 en það var ekki fyrr en 1991 að hann tók við starfi aðalþjálf- ara. Þótti ráðning- in glæfraleg hjá Berlusconi, Ca- pello hafði sára- litla reynslu og þurfti að fylla skarð Arrigo Sacchi sem var álitinn einn besti þjálfari allra tíma í ítalska boltan- um. Áframhaldandi gott gengi Milan var ekki talið Capello að þakka, menn sögðu að liðið væri svo vel mannað og kerfið sem Sacchi hefði sniðið í kringum Hollending- ana þrjá gengi á hálfgerðri sjálfstýringu. En Capello sannaði að þetta var rangt, hann náði að byggja upp nýtt Milan-lið og halda áfram að landa titlum. Hann þóttist samt ekki njóta nægilegrar virðingar og fór til Real Madrid sem varð meistari undir hans stjórn. Honum líkaði þó ekki vistin á Spáni og hætti eftir eina leiktíð og tók sér frí frá þjálfun. Á meðan hrundi AC Milan og Berlusconi bað hann um að koma og bjarga því sem bjargað yrði. Ekki gekk sá björgunarleiðangur og Capello sagði því upp störfum en tók við Roma ári síðar og gerði liðið að meisturum. Hann hefur því unnið meistaratitil með öllum liðum sem hann hefur þjálfað og miðað við byrjun Juventus er líklegt að hann endurtaki leik- inn þar. Mancini efnilegur Leið Mancini í þjálfarastólinn var styttri. Löngu áður en hann hætti að spila voru þjálfarar hans, t.d. Sven-Göran Eriksson, farnir að sjá í honum mikið þjálfaraefni. Enda var hann tekinn við Lazio ári eftir að hann hætti að spila með liðinu og náði firnagóðum árangri. Tók við Inter í haust og var spáð mjög góðu gengi en jafn- teflahrinan hefur reynt á þolrifin og miðað við óþolin- mæði eigandans Moratti er óvíst að Mancini eigi langa vist fram undan ef svo held- ur áfram. En víst er að mörg lið munu taka honum opnum örmum því enginn efast um hæfileikana. EINAR LOGI VIGNISSON Enska úrvalsdeildin FULHAM–BLACKBURN 0–2 0–1 Gallagher (10.), 0–2 Dickov, víti (77.). BIRMINGHAM–NORWICH 1–1 1–0 Morrison (9.), 1–1 Huckerby (64.). BOLTON–PORTSMOUTH 0–1 0–1 De Zeeuw (45.). CHARLTON–CHELSEA 0–4 0–1 Duff (4.), 0–2 Terry (47.), 0–3 Terry (50.), 0–4 Eiður Smári (59.). SOUTHAMPTON–C. PALACE 2–2 0–1 Johnson (48.), 1–1 Phillips (50.), 1–2 Routledge (54.), 2–2 Jakobsson (76.). WEST BROM–MAN. UTD 0–3 0–1 Scholes (53.), 0–2 van Nistelrooy (72.), 0–3 Scholes (82.). MAN. CITY–ASTON VILLA 2–0 1–0 Macken (29.). 2–0 Wright-Phillips (38.). STAÐAN CHELSEA 15 11 3 1 27–6 36 ARSENAL 14 9 4 1 38–18 31 EVERTON 14 9 2 3 16–11 29 MAN. UTD. 15 7 6 2 19–10 27 MIDDLESBR.14 7 4 3 24–16 25 A. VILLA 15 6 6 3 20–16 24 BOLTON 15 6 5 4 22–19 23 LIVERPOOL 13 6 2 5 21–15 20 MAN. CITY 15 5 5 5 19–14 20 NEWCASTLE 14 5 4 5 26–26 19 PORTSM. 14 5 3 6 18–20 18 CHARLTON 15 5 4 7 17–27 18 BIRMINGH. 15 2 8 5 12–15 14 FULHAM 15 4 2 9 17–27 14 TOTTENHAM14 3 4 7 12–17 13 C. PALACE 15 3 4 8 17–23 13 BLACKB. 15 2 7 6 16–29 13 SOUTHAMT. 14 2 6 7 15–21 12 NORWICH 15 1 9 5 14–25 12 WBA 15 1 7 7 13–28 10 Enska 1. deildin QPR–CARDIFF 1–0 BURNLEY–MILLWALL 1–0 COVENTRY–CREWE 0–1 Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Coventry. GILLINGHAM–NOTT. FOREST 2–1 IPSWICH–BRIGHTON 1–0 LEICESTER –PLYMOUTH 2–1 Jóhannes Karl Guðjónsson lék með Leicester þar sem hann tók út eins leiks bann. PRESTON–DERBY 3–0 READING–WIGAN 1–1 Ívar Ingimarsson spilaði allan leikinn hjá Reading. SHEFF. UTD–WOLVES 3–3 STOKE–SUNDERLAND 0–1 WEST HAM–WATFORD 3–2 Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrra mark Watford og fór af velli á 41. mínútu. Heiðar Helguson spilaði allan leikinn fyrir Watford. Bikarkeppni KKÍ HÖTTUR–ÍA 81–70 KR B–VALUR B 85–86 KR–HAMAR/SELFOSS 83–86 REYNIR S.–TINDASTÓLL 71–118 ÞÓR Þ.–FJÖLNIR 70–106 DRANGUR–HAUKAR 60–110 1. deild karla - handbolti HK–KA 29–30 ÞÓR AK.–FRAM 28–28 STAÐAN HAUKAR 8 6 0 2 251–225 12 KA 9 6 0 3 273–264 12 HK 9 5 1 3 287–263 11 FRAM 9 4 2 3 264–243 10 ÞÓR. AK 10 4 2 4 273–277 10 FH 9 1 3 5 241–268 5 AFTURELD. 8 1 0 7 209–257 2 Eiður Smári Guðjohnsen var á skotskónum fyrir Chelsea sem burstaði Charlton: Fimm stiga forysta á Arsenal MARKI FAGNAÐ Leikmenn Chelsea sjást hér fagna marki Johns Terry í leiknum gegn Charlton í gær. Fréttablaðið/AP 76-65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.