Fréttablaðið - 29.11.2004, Page 61

Fréttablaðið - 29.11.2004, Page 61
SMS LEIKUR Þitt VERÐ 199 kr Frægasti, latasti og feitasti köttur í heimi er kominn á DVD 11. hver vinnur Sendu SMS skeytið BTL GKB á númerið 1900 og þú gætir unnið. Í VINNING ER: Grettir á DVD & VHS. Aðrar DVD myndir. Og margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi: Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr. 19MÁNUDAGUR 29. nóvember 2004 Í júní 1950 ruddust hersveitir leiðtogans mikla í Norður- Kóreu, Kim Il Sungs, suður yfir 38. breiddarbaug sem skildi að ríkin tvö á Kóreuskaga. Rússar voru um það leyti í eins konar verkfalli frá þátttöku í öryggisráði SÞ, móðgaðir yfir því að Vesturveldin vildu ekki hleypa Kínverska alþýðulýð- veldinu í Sameinuðu þjóðirnar en Formósa Chang Kai Cheks sat í sæti Kína í samtökunum. Því gátu þeir ekki beitt neitunar- valdi þegar Bandaríkjamenn beittu sér fyrir því að herlið á vegum SÞ færi til Kóreu og berðist við lið Kim Il Sungs. Þrátt fyrir það hefur ævin- lega verið litið svo á að Banda- ríkin hafi verið annar aðilinn að stríðinu. Truman forseti fól hetju úr tveimur stríðum, Douglas Mac- Arthur, herstjórn í Kóreu. Skipti engum togum að hann hrakti lið Sungs næstum upp að kínversku landamærunum. Er almennt talið að hann hafi hrakið þá svo langt í hálfgildings óþökk forset- ans og hafi jafnvel ætlað sér inn fyrir kínversku landamærin. Víst er að í Bandaríkjunum fundust menn sem töldu að láta hefði átt kné fylgja kviði og fylkja hersveitum frelsins alla leið til Beijing. Kínverska stjórnin lét hins vegar á sér skilja að hún teldi sér ögrað. Og í október fóru kínverskar her- sveitir suður yfir landamærin. Um þetta leyti voru Kínverjarn- ir búnir að hrekja bandamenn suður fyrir 38. breiddarbauginn. Gamli hershöfðinginn átti í stöð- ugum ágreiningi við stjórnina í Washington um hvað gera skyldi. Sumir hafa haldið því fram að hann hafi viljað beita kjarnorkuvopnum gegn Norður- Kóreu. Af því varð ekki og reyndar var hann leystur frá þjónustu og kallaður heim í apríl 1951. Þótt ágreiningur hans við forsetann hafi vakið nokkra at- hygli við heimkomuna dvínaði áhugi manna fljótt og vonir Mac- Arthurs um að geta notað stríðs- frægð sína til þess að fleyta sér inn í Hvíta húsið urðu að engu. Hann dó öllum gleymdur í New York 1964. Þegar loks var samið um vopnahlé í Kóreu voru landa- mæri ríkjanna tveggja ákveðin við 38. breiddarbauginn, eins og verið hafði fyrir stríðið. En enn er ekki lokið áhyggjum manna af kjarnavopnum í Kóreu. Lengi var talið, samkvæmt upplýsing- um bandaríska varnarmálaráðu- neytisins, að rúmlega 54 þúsund Bandaríkjamenn hefðu fallið í Kóreu en nýlega hefur komið í ljós að sú tala er röng. Í raun féllu 36.500 manns. Pentagon hafði nefnilega bætt við fyrri töluna öllum sem farist höfðu í hernum á tímabilinu, hvort sem þeir dóu í bílslysum í Þýskalandi eða á vígvöllum í Asíu. ■ KÓREUSTSRÍÐIÐ Sumir hafa haldið því fram að MacArthur hafi viljað beita kjarn- orkuvopnum gegn Norður-Kóreu. Kóreustríðið færist nær lokareit INDÍÁNI Einn af stoltum frumbyggjum Norður-Ameríku. Morðin í Sandgili Þennan dag fyrir réttum 140 árum réðust hvítir menn á frið- sæla byggð Cheyenne-indíána við Sandgil, eða Sand Creek, í Colorado. Flokkurinn sem framdi ódæð- ið var undir stjórn manns að nafni Chivington, sem var að reyna að öðlast frama í stjórn- málum og taldi baráttu gegn indíánum geta aflað sér vinsælda meðal hvítra landnema. Indíán- arnir sem drepnir voru höfðu ekkert sér til saka unnið og voru á leið til staðar sem þeim hafði verið bent á af Bandaríkjaher. Sjöhundruð manns voru í flokki Chivingtons og margir þeirra voru drukknir. Þeir myrtu á ann- að hundrað manns, þar af hund- rað konur og börn. Ódæðið hafði þær afleiðingar að magna um all- an helming skæruárásir indíána á hvíta menn. ■ Á FIMMTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.