Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2004, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 29.11.2004, Qupperneq 61
SMS LEIKUR Þitt VERÐ 199 kr Frægasti, latasti og feitasti köttur í heimi er kominn á DVD 11. hver vinnur Sendu SMS skeytið BTL GKB á númerið 1900 og þú gætir unnið. Í VINNING ER: Grettir á DVD & VHS. Aðrar DVD myndir. Og margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi: Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr. 19MÁNUDAGUR 29. nóvember 2004 Í júní 1950 ruddust hersveitir leiðtogans mikla í Norður- Kóreu, Kim Il Sungs, suður yfir 38. breiddarbaug sem skildi að ríkin tvö á Kóreuskaga. Rússar voru um það leyti í eins konar verkfalli frá þátttöku í öryggisráði SÞ, móðgaðir yfir því að Vesturveldin vildu ekki hleypa Kínverska alþýðulýð- veldinu í Sameinuðu þjóðirnar en Formósa Chang Kai Cheks sat í sæti Kína í samtökunum. Því gátu þeir ekki beitt neitunar- valdi þegar Bandaríkjamenn beittu sér fyrir því að herlið á vegum SÞ færi til Kóreu og berðist við lið Kim Il Sungs. Þrátt fyrir það hefur ævin- lega verið litið svo á að Banda- ríkin hafi verið annar aðilinn að stríðinu. Truman forseti fól hetju úr tveimur stríðum, Douglas Mac- Arthur, herstjórn í Kóreu. Skipti engum togum að hann hrakti lið Sungs næstum upp að kínversku landamærunum. Er almennt talið að hann hafi hrakið þá svo langt í hálfgildings óþökk forset- ans og hafi jafnvel ætlað sér inn fyrir kínversku landamærin. Víst er að í Bandaríkjunum fundust menn sem töldu að láta hefði átt kné fylgja kviði og fylkja hersveitum frelsins alla leið til Beijing. Kínverska stjórnin lét hins vegar á sér skilja að hún teldi sér ögrað. Og í október fóru kínverskar her- sveitir suður yfir landamærin. Um þetta leyti voru Kínverjarn- ir búnir að hrekja bandamenn suður fyrir 38. breiddarbauginn. Gamli hershöfðinginn átti í stöð- ugum ágreiningi við stjórnina í Washington um hvað gera skyldi. Sumir hafa haldið því fram að hann hafi viljað beita kjarnorkuvopnum gegn Norður- Kóreu. Af því varð ekki og reyndar var hann leystur frá þjónustu og kallaður heim í apríl 1951. Þótt ágreiningur hans við forsetann hafi vakið nokkra at- hygli við heimkomuna dvínaði áhugi manna fljótt og vonir Mac- Arthurs um að geta notað stríðs- frægð sína til þess að fleyta sér inn í Hvíta húsið urðu að engu. Hann dó öllum gleymdur í New York 1964. Þegar loks var samið um vopnahlé í Kóreu voru landa- mæri ríkjanna tveggja ákveðin við 38. breiddarbauginn, eins og verið hafði fyrir stríðið. En enn er ekki lokið áhyggjum manna af kjarnavopnum í Kóreu. Lengi var talið, samkvæmt upplýsing- um bandaríska varnarmálaráðu- neytisins, að rúmlega 54 þúsund Bandaríkjamenn hefðu fallið í Kóreu en nýlega hefur komið í ljós að sú tala er röng. Í raun féllu 36.500 manns. Pentagon hafði nefnilega bætt við fyrri töluna öllum sem farist höfðu í hernum á tímabilinu, hvort sem þeir dóu í bílslysum í Þýskalandi eða á vígvöllum í Asíu. ■ KÓREUSTSRÍÐIÐ Sumir hafa haldið því fram að MacArthur hafi viljað beita kjarn- orkuvopnum gegn Norður-Kóreu. Kóreustríðið færist nær lokareit INDÍÁNI Einn af stoltum frumbyggjum Norður-Ameríku. Morðin í Sandgili Þennan dag fyrir réttum 140 árum réðust hvítir menn á frið- sæla byggð Cheyenne-indíána við Sandgil, eða Sand Creek, í Colorado. Flokkurinn sem framdi ódæð- ið var undir stjórn manns að nafni Chivington, sem var að reyna að öðlast frama í stjórn- málum og taldi baráttu gegn indíánum geta aflað sér vinsælda meðal hvítra landnema. Indíán- arnir sem drepnir voru höfðu ekkert sér til saka unnið og voru á leið til staðar sem þeim hafði verið bent á af Bandaríkjaher. Sjöhundruð manns voru í flokki Chivingtons og margir þeirra voru drukknir. Þeir myrtu á ann- að hundrað manns, þar af hund- rað konur og börn. Ódæðið hafði þær afleiðingar að magna um all- an helming skæruárásir indíána á hvíta menn. ■ Á FIMMTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.