Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 2
2 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Fjárlög samþykkt á Alþingi: Breytingartillaga um Mannréttindaskrifstofu felld STJÓRNMÁL Fjárlög næsta árs voru samþykkt á Alþingi um hádegi í gær með 31 atkvæði stjórnarliða, meðan 24 stjórnarandstöðuþing- menn sátu hjá. 8 þingmenn voru fjarverandi. Samkvæmt fjárlög- unum á að verða um 10 milljarða afgangur á ríkissjóði. Fjölmargar breytingatillögur stjórnarandstöðu voru felldar í at- kvæðagreiðslum fyrir hádegi, en stjórnarandstaðan sat hjá í at- kvæðagreiðslu um lögin þar sem hún telur þau sjónarspil sem fái ekki staðist. Meðal breytinga- tillagna sem felldar voru var tillaga um að Alþingi veitti fé til að reka Mann- réttindaskrifstofu. Stjórnarandstaðan sagði það gert til að skrifstofan ætti ekki allt sitt undir framkvæmdavald- inu. Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylkingar, benti á að tillagan væri samhljóða minnisblaði sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, þá ut- anríkisráðherra, lagði fyrir ríkisstjórn fyrir sjö árum síðan. Ein breytingartillaga var samþykkt en hún sneri að heiðurslaunum listamanna, en 27 lista- menn fá 1,6 milljónir í heiðurslaun á næsta ári. 52 samþykktu, 1 sagði nei og 9 voru fjarverandi. - óká Skutu sér leið inn Hópur manna réðst inn á heimili í Fossvogi með haglabyssu. Þeir gengu í skrokk á húsráðanda sem handleggsbrotnaði og hlaut skurð á enni. Kona sem var í íbúðinni er ómeidd en hún náði að forða sér út. HÚSBROT Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrr- inótt. Þeir skutu upp hurð, með tveimur skotum úr haglabyss- unni, til að komast inn í íbúðina og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Nágranni sem taldi sig hafa heyrt skothvelli hringdi í lögregl- una sem sendi fjölda vopnaðra sérsveitarmanna á staðinn. Mennirnir voru horfnir af vett- vangi þegar lög- regluna bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá sem voru að verki og hófst strax leit að mönn- unum sem flestir hafa áður kom- ið við sögu lögreglu. Skýrslur voru teknar af nokkrum mönn- um, sem grunaðir eru um hús- brotið, í gær og á eftir að taka skýrslur af fleirum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki tjá sig um árásina en honum var augljóslega brugðið. Handleggsbrotið og áverkinn, sem maðurinn fékk á ennið, voru veitt með barefli, líklega golf- kylfu sem tekin hafði verið úr golfsetti fyrir innan útidyrnar. Lögregla tók einnig til skoðunar hamar sem fannst í íbúðinni en óvíst er hvort árásarmennirnir beittu honum. Haglaskot eins og notuð eru við gæsaveiðar voru í haglabyssunni sem skotið var af. Rottweiler-hundur húseigandans virðist ekki hafa ráðist að árásar- mönnunum. Nágranni sem Frétta- blaðið ræddi við segist rétt hafa rumskað við einhver læti og óp í konu en segir eiginmann sinn hafa heyrt mikil slagsmálalæti. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir ekki liggja fyrir hvert tilefni árásarinnar var. En segir öll mál sem þessi vera litin mjög alvarlegum augum. hrs@frettabladid.is Vinnuslys: Stóð á slysagildru DÓMSMÁL Byggingafyrirtæki var gert að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar þrjár milljónir króna í bætur samkvæmt dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur. Starfsmaðurinn slasaðist er hann fell niður þrjár hæðir eða 5,4 metra þar sem hann var við málningarvinnu í nýbygg- ingu. Maðurinn féll þegar plata sem hann stóð á gaf sig. Segir í dómnum að vinnuaðstaðan hafi verið ófor- svaranleg með ýmsum hætti og platan sem maðurinn stóð á hafi verið hrein slysagildra. Við fallið herðablaðs- og rifbeinsbrotnaði maðurinn auk þess sem hann togn- aði í baki og á úlnlið. - hrs ■ Rottweiler- hundur húseig- andans virðist ekki hafa ráðist að árásar- mönnunum. ■ MIÐ-AMERÍKA Nei, því fer fjarri. Við erum að tala annars vegar um mjög sjaldgæfan þörung en hins vegar um úrgang úr sauðfé. Kúluskítur hefur full- komna kúlulögun en það hefur lambasparðið ekki. Umhverfisráðherra vígði nýtt kúluskítsbúr á Nátt- úrufræðistofu Kópavogs í gær. Kúluskítur eru afar sjaldgæfir, stórir og grænir þörungaboltar sem að- eins eru þekktir í tveimur stöðuvötnum á jörðinni og er Mývatn annað þeirra. Hilmar Malmquist er líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistof- unnar. SPURNING DAGSINS Hilmar, er lambasparð ekki líka kúlu- skítur? MÓTMÆLI Stuðningsmaður úkraínska stjórnarand- stöðuleiðtogans Viktors Júsjenkó mótmæl- ir fyrir framan þinghúsbygginguna í Kænu- garði í Úkraínu í gær. Þingfrestun: Áfall fyrir Júsjenkó ÚKRAÍNA, AP Úkraínuþing gerði hlé á störfum sínum í gær án þess að komið yrði að lagabreytingum sem stjórnarandstæðingar hafa farið fram á og komið hefðu getað í veg fyrir svindl þegar forseta- kosningarnar verða endurteknar síðar í mánuðinum. Þingfundi var frestað í tíu daga, en kosningarnar eiga að fara fram á annan í jólum. Þingfrestunin þykir nokkuð áfall fyrir Viktor Júsjenkó og stuðningsmenn hans. Ætlunin var að koma lögunum sem komið gætu í veg fyrir kosningasvindl í gegnum þingið með hraði og þóttu góðar líkur á að það tækist í ljósi dóms hæstaréttar landsins á föstudag, sem ógilti fyrri forseta- kosningarnar. ■ Eldri borgarar: Ekki næg hækkun SKATTBREYTINGIN Kaupmáttur ráð- stöfunartekna eldri borgara hækk- ar aðeins um 9,3 prósent þegar skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar er að fullu komið til framkvæmda. Þetta gildir um þriðjung eldri borg- ara, eða um 10 þúsund manns. Þessi hópur er aðeins með um 110 þúsund krónur á mánuði. Þó að kaupmáttur hópsins hækki um 12,2 prósent til 2007 þá mun kaupmáttur ráðstöfun- artekna aðeins hækka um 9,3 pró- sent. Þetta er vegna þess að skatt- leysismörkin hafa lækkað að raun- gildi sem leiðir til hærri skattbyrði hinna tekjulægri þrátt fyrir fyrir- hugaða lækkun skattprósentu. Skattleysismörkin ættu að vera um 100 þúsund krónur í dag í stað þess að vera rúmlega 70 þúsund krónur eins og nú er og um 110.700 krónur árið 2007 ef þau hefðu fylgt verðlagi en ekki fest við rúmlega 86 þúsund krónur eins og boðað er í skattafrumvarpinu. Þetta er mat forystumanna eldri borgara. Eins og sjá má á þessum tölum munar þarna tæpum 25 þúsund krónum á mánuði sem þýðir um 9.000 krónum hærri tekjuskatta á mánuði en ella. - ghs Önundarfjörður: Árekstur á einbreiðri brú LÖGREGLA Fólksbíll og jeppabifreið rákust saman á einbreiðri brú í Önundarfirði á föstudagskvöld. Óhappið átti sér stað um sjöleytið og telur lögreglan á Ísa- firði að ökumenn hafi ekki metið aðstæður rétt. Mikil hálka var á þessum slóðum auk þess sem eng- in lýsing er á veginum hjá brúnni. Báðir ökumennirnir reyndu að hemla en vegna hálkunnar hafði það ekkert að segja. Slys urðu ekki á fólki, en að sögn lögreglu voru allir í bílbeltum. Fólksbíllinn er alveg óökufær og talinn ónýtur eftir slysið. - bb UPPREISN Í FANGELSI Sjö fangar létust og fjórir lögreglumenn særðust í átökum í fjölmennasta fangelsi Haiti. Átökin blossuðu upp þegar flytja átti fanga til inn- an fangelsisins. Fangar kveiktu í hluta fangelsisins áður en lög- regla, sem naut stuðnings friðar- gæsluliða, kom á lögum og reglu í fangelsinu á ný. BENEDIKT DAVÍÐSSON Benedikt Davíðsson er formaður Lands- sambands eldri borgara. Kynbundið ofbeldi: Bríet kynnir nýja dúkku OFBELDI Klukkan fjögur í dag kynna fulltrúar frá Bríeti, félagi ungra femínista, dúkku sem hefur hlotið nafnið KONAN og vonast er til að geti komið í stað alvöru kvenna þegar kemur að kyn- bundnu ofbeldi. Bríet kynnir dúkkuna sem „jólagjöfina í ár“ í Iðu í Lækjar- götu, en dúkkan er í fullri stærð með fylgihlutum á borð við eld- húshnífa, sýru og skyndihjálpar- kassa með farða til að fela mar- bletti og skrámur. Kynningunni er að sögn Bríetar einkum beint til heimilisofbeldismanna. - bb FÖNGUM MISÞYRMT Blaðamaður AP fann vefsíðu með mynd- um sem sýna bandaríska hermenn mis- þyrma föngum. Bandaríkjaher: Föngum misþyrmt ÍRAK, AP Blaðamaður alþjóðlegu fréttastofunnar AP fann ljós- myndir sem sýna bandaríska her- menn misþyrma föngum í Írak á vefsíðu þar sem ljósmyndir gagna kaupum og sölum. Konan sem rekur síðuna segir að eiginmaður hennar hafi komið með myndirn- ar frá Írak eftir herþjónustu. Sérsveitir bandaríska sjóhers- ins hafa hafið rannsókn á myndum þar sem hermenn eru sýndir níðast á handjárnuðum föngum, sumum blinduðum með hettum. Þá sýna myndir blóðuga fanga þar sem byssu er beint að höfði eins þeirra. Á sumum myndanna er dag- setning sem bendir til að þær hafi verið teknar í maí í fyrra og þar með meðal fyrstu dæma um illa meðferð fanga í Írak. ■ M YN D /A P HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Á Alþingi var bent á að Halldór hefði áður lagt fram tillögu í ríkisstjórn samhljóða annarri sem var hafnað í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R INNGANGUR ÍBÚÐARINNAR Árásarmennirnir voru horfnir á braut þegar lögreglu bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá og voru nokkrir þeirra boðaðir í skýrslutökur í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.