Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 19
hjá eldri Dönum, að þeir eru ekki alveg búnir að fyrirgefa okkur 1944. Það eimir eftir af því og þeir vita margir af því máli og eru hálfmóðgaðir yfir því,“ segir Guðmundur og vísar til þess að Íslendingar hafi notað tækifærið og lýst yfir sjálfstæði frá dönsku krúnunni þegar Danmörk var her- setin af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. „Berlingur“ íhaldssamur „Mér hefur virst þetta vera meira undrunarefni heldur en einhver andúð eða illska. En ef Íslending- ar ætla að fara að yfirtaka Dan- mörku þá er það nokkuð stór biti að kyngja,“ segir Sigurður Líndal lagaprófessor þegar hann er spurður um umfjöllun Berlingske Tidende um íslensku fjárfestana. „Berlingur hefur nú alltaf verið frekar íhaldssamur og ekki alltaf jákvæður í okkar garð,“ bætir hann við. Ísland á danska spenanum? Þeir sem þekkja til í Danmörku segja að mörgum Dönum komi það mjög spánskt fyrir sjónir að Íslendingar geri sig gildandi í fyr- irtækjarekstri. Íslendingar sem búið hafa í Danmörku kannast margir við að vera ítrekaðir spurðir um hversu mikið danska ríkið leggi með Íslendingum ár- lega og alþekkt er að viðhorf Dana til Færeyinga og Grænlendinga er ekki alltaf mjög fullt virðingar. Sigurður segir það vera lífs- seiga þjóðsögu í Danmörku að Íslendingar séu á styrkjum þaðan. „Ég var í Danmörku einn vetur og þá var handritamálið í gangi. Þá var ég fréttaritari Morgunblaðs- ins. Þá var einmitt verið að tala um þetta og ég hafði ekki við að leiðrétta þetta og var meira að segja kallaður til í sögutíma í Háskólanum í Kaupmannahöfn,“ segir hann. Hann bætir því við að sennilegast sé þetta jafnvel enn lengra frá sannleikanum en flesta óri fyrir því Danir hafi sennilega grætt mikið á samskiptum sínum við Íslendinga í gegnum tíðina. „Þegar þeir reikningar eru gerðir upp þá held ég að Danir hafi aldrei greitt neitt með okkur heldur hafi þeir hagnast á okkur. Og ég er alveg sannfærður um að þetta sama á við um Færeyjar,“ segir Sigurður. ...eða stórgræddu Danir á Ís- lendingum? Hann minnist þess að Jón Sigurðs- son hafi á nítjándu öldinni komist að því með útreikningum að í raun stæðu Danir í stórfelldri skuld við Íslendinga og á grundvelli þeirra útreikninga taldi hann Íslendinga geta lagt fram kröfu á Danmörku. „Þetta er krafa sem kom frá Jóni Sigurðssyni og ég reiknaði þetta upp á sínum tíma með tilliti til verðbreytinga. Inni í þessu voru meðal annars sértekjur sem Danir höfðu af Vestmannaeyjum, arður af fálkatöku og arður af launaþrælkuninni. Ég komst að því á sínum tíma að uppreiknuð krafa nam um það bil sem svaraði fjárlögum íslenska ríkisins sem þá voru um 120 til 130 milljarðar króna,“ segir Davíð Guðjónsson sem var ritstjóri 150 ára afmælis- rits Menntaskólans í Reykjavík vorið 1996. Finna að Finni Í einni frétt í Berlingske Tidende er fjallað um Finn Ingólfsson. Fréttin hefst á orðunum: „Að það geti verið erfitt að hafa stjórn á silkihúfunum í litlu samfélagi eins og hinu íslenska þar sem þrjú hundruð þúsund búa sannar Finnur Ingólfsson tryggingafor- stjóri.“ Þar er svo rakinn starfs- ferill Finns og ljóst að blaðamanni finnst það fyndið að einn og sami maðurinn hafi verið ráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri á nokkrum árum auk þess að sitja nú í stjórn KB banka. Líkt og í Svíþjóð Guðmundur rifjar upp að svipuð umræða hafi átt sér stað þegar Kaupþing keypti JP Nordiska bankann í Svíþjóð. „Þetta kemur mönnum á óvart. En maður hefur fundið að mönnum þyki þetta ekki alveg passa,“ segir hann og rifjar upp að slík tortryggni Norður- landaþjóða í garð hverrar ann- arrar sé ekki bundin við Ísland og Danmörku eða Ísland og Svíþjóð. „Ég var í Svíþjóð 1975 og man eftir því að ég heyrði í útvarpinu leikrit þar sem gert var grín að því ef Norðmenn keyptu Volvó. Þetta þótti mjög fjarstæðukennt en það var bitur undirtónn í þessu. Þetta var áður en olían kemur. Svo nokkrum árum seinna ætluðu Norðmenn að kaupa Volvó og það var það versta sem Svíar gátu hugsað sér,“ segir Guðmundur. Sigurður er á sama máli.og segir það algengt á Norðurlöndun- um að menn hafi allt annað við- horf til dæmis til Frakklands og Þýskalands en hinna Norðurland- anna.“Ég tek mjög oft eftir því að Norðurlandamenn vitna alltaf í það sem er stærra; Þjóðverja, Frakka og Breta,“ segir hann. Niðurlægjandi að Íslendingar geri sig gildandi Umræðan í Danmörku kann að vera til marks um á Dönum finnist óþægilegt að „litla Ísland“ kunni sig illa í samskiptum við gamla heimsveldið. Sigurður er viss um að annar bragur væri á umfjölluninni í fjölmiðlum ef stórþjóð stæði í þessum fjárfest- ingum. „Já, það er ég viss um. Það er einfaldlega vegna þess að menn þola ekki að hinir smærri valti fyir þá stærri. Menn geta sætt sig við hitt,“ segir hann og bætir við: „Það er eitthvað að Norðurlandamönnum að þessu leyti. Þeim þætti það bara niður- læging ef Íslendingar – ég tala nú ekki um Færeyinga og Grænlend- inga – færu að gera sig gildandi.“ Til marks um hnignun stórveldis Guðmundur er sammála því að rótgrónar hugmyndir Dana um samskipti Íslands og Danmerkur hafi áhrif á umfjöllunina. „Þetta er svona svipað eins og ef Færey- ingar færu að gera eitthvað álíka. Menn myndu ekki verða hrifnir af því og kannski finnst einhverjum þetta bera vott um hnignun stór- veldisins,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is 19SUNNUDAGUR 5. desember 2004 Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 26 70 8 1 2/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 26 70 8 1 2/ 20 04 Banki allra landsmanna 6,3%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.11.2004–30.11.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is SÚRIR YFIR SJÁLFSTÆÐINU Ekki er víst að Margrét Þórhildur og Hinrik prins séu fúl út í Íslendinga fyrir að hafa lýst yfir fullveldi árið 1944 en mörgum Dönum svíður enn að Íslendingar hafi notað tækifærið á meðan Danmörk var hersetin. SÍVALI TURNINNN NÆSTUR? Rétt eins og hinn frægi Sívaliturn í Kaupmannahöfn er eitt af þjóðartáknum Dana hefur verslunin Magasin du Nord mikla þýðingu fyrir þjóðarstolt Dana. Ekki er víst að Dönum félli i geð ef Íslendingar eignuðust turninn. GUÐMUNDUR HÁLFDÁNARSON SAGNFRÆÐIPRÓFESSOR „Menn finna það stundum, sérstaklega hjá eldri Dön- um, að þeir eru ekki alveg búnir að fyrir- gefa okkur 1944,“ segir hann um viðhorf Dana til íslenskra fjárfesta. SIGURÐUR LÍNDAL LAGAPRÓFESSOR „Berlingur hefur nú alltaf verið frekar íhaldssamur og ekki alltaf jákvæður í okkar garð,“ segir hann um umfjöllun Berlingske Tidende.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.