Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 6
6 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Tugir hafa látist í árásum í Bagdad og sjö í norðanverðu Írak: Blóðugir dagar í Bagdad ÍRAK, AFP/AP Sjö íraskir lögreglu- menn létust og að minnsta kosti 59 manns særðust, flestir lögreglu- menn, þegar tvær bílasprengjur voru sprengdar við hlið lögreglu- stöðvar í Bagdad í gær. Talið er að í öðru tilvikinu hafi ökumaður bílsins gert sjálfsmorðsárás. Árásin var gerð um hálf tíu að morgni, nærri varðstöð inn á svonefnt „grænt svæði“ þar sem öryggisgæsla er meiri. Þetta var önnur stórárásin sem gerð er í Bagdad með skömmu millibili því á föstudag myrtu hryðjuverkamenn nær þrjátíu manns í tveimur árásum. Abu Musab al-Zarqawi, sem Banda- ríkjamenn og Írakar freistuðu að ná með árásunum á Falluja, lýsti fyrri árásunum á hendur sér. Fjórtán létust og nítján særðust í sprengjuárásum nærri mosku sjíamúslima í al-Adhamiya hverf- inu og 60 menn réðust á lögreglu- stöð annars staðar í Bagdad og skutu á hana með hríðskota- rifflum og sprengjuvörpum. Bandarísk hernaðaryfirvöld létu hafa eftir sér að fjórir her- menn Bandaríkjahers hafi fallið í árásum á föstudag og laugardag, en þó ekki í bílsprengjuárásunum í gær. Árásirnar í gær og á föstudag voru fyrstu stórfelldu árásirnar í Bagdad frá því að 40 létust í sprengjuárásum 30. september, fórnarlömbin þá voru mestmegn- is börn. ■ Ræðum við þá sem setja verðmiðana Karlar í Starfsmannafélagi ríkisstofnana hafa allt að 29,5 prósentum hærri tekjur en konurnar. Leiðrétting á launamun kynjanna er inni í kröfugerð félagsins. KJARAMÁL Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heild- artekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karl- arnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan kon- urnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaun- in eru hinsvegar rúmar 165 þús- und hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefnd- ar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félags- vísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. „Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurf- um að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin,“ segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmanna- félagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mest- ur hjá Starfsmannafélagi ríkis- stofnana af þeim sem kjarakönn- un KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskóla- mönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins. ghs@frettabladid.is NAPÓLEONS MINNST Frönsk blöð fjölluðu mikið um krýningu Napó- leons Bónaparte sem keisara Frakklands í vikulokin, en þá voru 200 ár liðin frá krýningunni. Engar opinberar athafnir voru haldnar en nokkur frjáls félagasamtök minnt- ust atburðarins, meðal annars með skrúðgöngu manna í einkennisbún- ingum lífvarða Napóleons. SAMFÉLAGSÞJÓNUSTA FYRIR MORÐ- HÓTUN Maður sem hótaði að myrða hollenskan stjórnmálamann hefur verið dæmdur til að inna af hendi 120 klukkustundir í samfélagsþjón- ustu. Hann skrifaði á vefsíðu að réttast væri að refsa með lífláti þingmanni sem hefur verið gagn- rýninn á Islam og innflytjendur. VÆNDISKAUP ERU MISNOTKUN Kaup friðargæsluliða á vændi í löndum þar sem þeir eru við störf eru ekkert annað en kynferðisleg misnotkun, sagði Louise Arbor, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Arbor sagði finnskum fjölmiðlum að taka yrði á þeim málum sem kæmu upp. LIFÐI AF TILRÆÐI Boris Tadic, for- seti Serbíu, slapp heill heilsu frá því sem virtist vera banatilræði við hann á götu í Belgrad. Þá var reynt að keyra á bíl hans á miklum hraða en einum lífverði forsetans tókst að keyra í veg fyrir bíl tilræðis- mannsins, sem náði að flýja. ■ BANDARÍKIN ■ EVRÓPA VEISTU SVARIÐ? 1Hvað fór Karl Sigurbjörnsson biskupfram á í bréfi til Alþingismanna? 2Hvað heitir nýr umboðsmaður barna? 3Hvað hefur Reykjavíkurlistinn sam-þykkt að hækka sorphirðugjald mikið? Svörin eru á bls. 50 Rosalega spennandi í Goðheimum „Bókin er rosalega spennandi og svolítið hættuleg á köflum ... Þetta er þægileg bók til að loka sig af með inni í herbergi ... “ - Elísabet Brekkan, DV Vopnafjörður: Maður gekk berserksgang LÖGREGLA Lögreglan á Vopnafirði hafði ítrekað afskipti af skip- verjum báts sem liggur við fest- ar í bæjarins á aðfararnótt laug- ardags. Um hálf tvö leytið féll einn skipvera niður stiga um borð í bátnum og var í framhaldi af því fluttur á heilsugæslustöð og síðan með sjúkraflugi til Ak- ureyrar. Á fjórða tímanum var annar skipverji handtekinn og fluttur í fangageymslu eftir að hafa gengið berserksgang um borð Mennirnir höfðu báðir verið að skemmta sér í landi áður en atvikin áttu sér stað. Báturinn skemmdist töluvert, meðal annars brotnaði skjár á sjótölvu í brúnni sem þýðir að báturinn kemst ekki til veiða að sinni. - bb Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Hörð mótmæli vegna bifreiðagjalda NEYTENDUR Stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur sent frá sér hörð mótmæli vegna fyrir- hugaðrar hækkunar bifreiða- gjalda. Stjórnin bendir á að frumvarp fjármálaráðherra um hækkun skattsins sem nú liggur fyrir al- þingi geri ráð fyrir að gjaldið hækki í 6,83 krónur á hvert kíló og í 9,21 á hvert kíló umfram það. Ef bifreiðagjaldið miðaðist við þróun verðlags frá 1988, væri það nú um 4,76 krónur fyrir hvert kíló af eigin þyngd bifreið- ar. „Sú breyting sem lögð er til í frumvarpinu nú er yfir 43% hækkun umfram verðlagsþróun frá því að þessi ósanngjarni skatt- ur var fyrst álagður,“ segir í sam- þykkt stjórnarinnar. „Öfugt við það sem stendur í frumvarpinu þá hefur bifreiðagjaldið hækkað langt umfram almenna verðlags- þróun á síðustu árum. Hér ekki verið að leggja til „leiðréttingu“ í samræmi við þróun verðlags heldur er verið að leggja þyngri byrðar á fólkið í bílnum, fjöl- skyldurnar í landinu, með hertri skattheimtu á það heimilistæki sem þær eiga hvað erfiðast með að vera án.“ ■ BANNAÐ AÐ AUGLÝSA Tvær stærstu sjónvarpsstöðvar Banda- ríkjanna hafa neitað að birta aug- lýsingar frá Sameinaðri kirkju Krists í Cleveland af ótta við að þær yllu deilum. Í auglýsingunum voru hommar og lesbíur boðin vel- komin í söfnuðinn og ýjað að for- dómum annarra kirkjudeilda gagnvart samkynhneigðum. SÆRÐUM MANNI HJÁLPAÐ Sjúkraliðar hjálpa særðum manni á sjúkrahúsinu Yarmouk í Bagdad í gær, eftir bíl- sprengjuárás við hlið íraskrar lögreglustöðvar rétt utan við „græna svæðið“ í borginni. Sprengingin varð sex íröskum lögreglumönnum að bana og tíu manns særðust. AP M YN D /H AD I M IZ B AN JENS ANDRÉSSON „Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra um að þessu þyrfti að útrýma í átta til tíu ár,“ segir Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, um launamun kynjanna hjá félaginu. HEILBRIGÐISHÓPUR STARFS- MANNAFÉLAGS RÍKISSTOFNANA Karlar heildartekjur 494.874 Konur heildartekjur 348.851 Munur: 29,5% Tæknihópur Karlar heildartekjur 263.118 Konur heildartekjur 239.324 Munur: 9,1% Skrifstofuhópur Karlar heildartekjur 229.851 Konur heildartekjur 186.569 Munur: 19% Allir Karlar heildartekjur 243.393 Konur heildartekjur 195.083 Munur: 20% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I BIFREIÐAEIGENDUR Hækkun bifreiðagjalda yfirvofandi. Skemmdarverk á Akureyri: Grjótkast og gröfu- skemmdir LÖGREGLA Skemmdarverk voru unnin á Akureyri aðfaranótt laugardags. Grjóti var kastað í gegnum rúðu í húsnæði verslun- arinnar Raflampa sem staðsett er á Óseyri. Rúðan mölbrotnaði en mildi þykir að einungis einn lampi brotnaði inni í búðinni. Einnig var vegavinnutæki, grafa sem hafði verið skilin eft- ir á gatnamótum Glerárgötu og Hvannavalla, stórskemmd, vél- arhlífin brotin og snjó troðið inn á vélina og í hráolíutankinn. Ekkert bendir til þess að sömu aðilar hafi verið að verki og lögreglan veit ekki hver eða hverjir eru sekir um skemmdar- verkin. - bb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.