Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 50
38 5. desember 2004 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Það virðist fátt geta stöðvað Chelsea þessa dagana. Þeir þreyttu erfitt próf í gær gegn Newcastle og flugu í gegn með hæstu einkunn. Þeir buðu upp á fjögurra marka sýningu í síðari hálfleik og meira að segja Mateja Kezman skoraði. Eiður Smári var í byrjunarliðinu en fór af velli í hálfleik. Þetta var fyrsta mark Kezman fyrir Chelsea í ensku deildinni. Markið kom úr víti en hann fagnaði samt vel ásamt félögum sínum. „Ég hef verið mjög óheppinn síðustu mánuði,“ sagði Kezman eftir leikinn. „Ég hitti stöngina enn og aftur í dag en strákarnir hafa stutt vel við bakið á mér og passað að ég tapaði ekki sjálfstraustinu. Það skipti verulega miklu máli.“ Frank Lampard fór á kostum eins og venjulega og var bestur á vellinum. Aðspurður um fagnaðarlætin er Kezman skoraði svaraði Lampard: „Hann hefur lagt gríðarlega mikið á sig og verið alveg ótrúlega óheppinn. Hann átti þetta svo sannarlega skilið og við viljum allir að honum gangi vel.“ Strákarnir hans Sir Alex Ferguson eru vaknaðir og mikið munar um að Paul Scholes er aftur farinn að leika af eðlilegri getu. Þeir léku sér að Southampton í síðari hálfleik í gær og Fergie var sáttur eftir leikinn. „Maður finnur alveg sigurlyktina af þessu liði. Sjáfstraustið er komið aftur og við erum til alls líklegir. Við erum samt enn níu stigum á eftir Chelsea sem verður erfitt að vinna upp en kannski líta hlutirnir öðruvísi út eftir áramót,“ sagði Ferguson. Sam Allardyce, stjóri Bolton, var foxillur eftir að strákarnir hans höfðu tapað fyrir Everton. Hann kenndi dómaranum um tapið. „Dómarinn olli verulegum vonbrigðum. Hann er á sínu fyrsta ári og virðist ekki ráða við pressuna sem fylgir því að dæma í þessari deild. Ég vil samt ekki segja of mikið en ef dómgæslan fer ekki að batna þá á ég eftir að springa,“ sagði Allardyce alveg rjúkandi eftir leikinn. henry@frettabladid.is LOKSINS, LOKSINS Mateja Kezman fagnaði hreint gríðarlega er hann skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Félagar hans fögnuðu honum líka vel enda hefur Kezman verið einstaklega óheppinn í vetur. Hvað getur stöðvað Chelsea? Chelsea undirstrikaði í gær að þeir eru með besta liðið á Englandi í dag. Þeir léku sér að Newcastle. United er á fínu skriði og meistarar Arsenal eru komnir til meðvitundar á ný.                                 ! "#   $       %   &  )  #   *++) ), #  ++) )-   #  ++) ). # /# ++)        0  1"   /  0     2 #  "#  3  4  /# !#  #  "##   #  3       5$   /      "  6  1$/      5$  #           . # +7+8            !   " #  $  %  #                            LEIKIR GÆRDAGSINS Enska úrvalsdeildin CHELSEA–NEWCASTLE 4–0 1–0 Frank Lampard (63.), 2–0 Didier Drogba (69.), 3–0 Arjen Robben (89.), 4–0 Mateja Kezman, víti (90.) ARSENAL–BIRMINGHAM 3–0 1–0 Robert Pires (33.), 2–0 Thierry Henry (80.), 3–0 Thierry Henry (86.). ASTON VILLA–LIVERPOOL 1–1 0–1 Harry Kewell (16.), 1–1 Nobby Solano (44.). EVERTON–BOLTON 3–2 0–1 Kevin Davies (16.), 1–1 Duncan Ferguson (45.), 1–2 Kevin Davies (59.), 2–2 Thomas Gravesen (75.), 3–2 Radhi Jaidi, sjm (85.). MAN. UTD–SOUTHAMPTON 3–0 1–0 Paul Scholes (53.), 2–0 Wayne Rooney (58.), 3–0 Cristiano Ronaldo (87.). NORWICH–FULHAM 0–1 0–1 Andrew Cole (7.). PORTSMOUTH–WBA 3–2 0–1 Dejan Stefanovic, sjm (14.), 1–1 Darren Purse, sjm (35.), 1–2 Robert Earnshaw (45.), 2–2 Arjan De Zeeuw (85.), 3–2 Lua Lua (89.). BLACKBURN–TOTTENHAM 0–1 0–1 Robbie Keane (56.). STAÐAN CHELSEA 16 12 3 1 31–6 39 ARSENAL 16 10 4 2 42–20 34 EVERTON 16 10 3 3 20–14 33 MAN. UTD. 16 8 6 2 22–10 30 MIDDLESBR.15 7 4 4 24–18 25 A. VILLA 16 6 7 3 21–17 25 LIVERPOOL 15 7 3 5 24–17 24 BOLTON 16 6 5 5 24–22 23 PORTSM. 15 6 3 6 21–22 21 MAN. CITY 15 5 5 5 19–14 20 NEWCASTL. 16 5 5 6 27–31 20 TOTTENHAM16 5 4 7 15–17 19 CHARLTON 15 5 4 7 17–27 18 FULHAM 16 5 2 9 18–27 17 BIRMINGH. 16 2 8 6 12–18 16 C. PALACE 15 3 4 8 17–23 13 BLACKB. 16 2 7 7 16–30 13 SOUTHAMT. 16 2 6 8 15–24 12 NORWICH 16 1 9 6 14–26 12 WBA 16 1 7 8 15–31 10 DHL-deild karla, Suður VÍKINGUR–ÍR 26–30 Intersportdeild karla KFÍ–GRINDAVÍK 94–116 FÖGNUÐUR Wayne Rooney hefur ekkialveg fundið sig með Man. Utd í vetur en hann átti fínan leik í gær og skoraði eitt mark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.