Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 28
Samskipti Hluti af því að líða vel á vinnustað eru samskipti við vinnufélaganna. Komdu þér upp skemmtilegum og stuttum sögum sem þú getur sagt við kaffivélina eða í lyftunni þannig að öllum líði betur.[ ] Kristinn Leifsson er yngsti píanó- stillari landsins en segist samt vera nokkuð gamall í faginu. Kristinn Leifsson er píanóstillari og hefur starfað sem slíkur í sjö ár. Samt er hann ekki nema 25 ára gamall. „Ég fór til Bandaríkjanna og lærði þetta meðan ég var í MH og kláraði svo stúd- entinn eftir að ég kom heim. Yfirleitt er þetta tveggja ára nám en ég var búinn að vera í kringum þetta frá fæðingu þannig að ég var ekki alveg grænn þeg- ar ég byrjaði,“ segir Kristinn en hann er sonur Leifs Magnússonar sem starfaði við píanóstillingar og viðgerðir í marga áratugi, auk þess að flytja inn píanó. „Ég var alltaf að hlusta á hann stilla,“ heldur Kristinn áfram. „Og þetta er eitthvað sem þarf að síast inn í mann á einhverjum tíma en svo small þetta allt saman í náminu.“ Þrátt fyrir upprunann segist Krist- inn ekki hafa farið að hugsa um píanóstilinganámið fyrr en um tveimur árum áður en hann fór í námið. „Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera. Svo er gaman og mjög gefandi hvað maður hittir marga í gegnum starfið, alls konar fólk. Ég er til dæmis mikið að vinna fyrir fólk sem er með börnin sín í píanónámi þannig að mín vinna stendur því mjög nærri.“ Kristinn segist þurfa ákveðið næði þegar hann er að stilla, hins vegar þurfi hann alls ekki algert hljóð. „Metið mitt er sjö krakkar í feluleik í sama her- bergi en ég þurfti nú að stoppa það.“ Nú starfa 5-6 píanóstillarar á land- inu og Kristinn segir nýliðun í stétt- inni vera afar litla. „Ég er yngsti píanóstillari landsins og er samt orð- inn gamall í faginu og enginn að læra. Samt eru til fleiri þúsund píanó í land- inu og 12.000 píanónemendur í tónlist- arskólunum.“ Kristinn sér því fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni eins og verið hef- ur hingað til. Hægt er að panta stillingu hjá Kristni í síma 661 7909. ■ Trésmiðir Vegna aukinna verkefna óskar JB Byggingafélag eftir að ráða trésmiði. Upplýsingar gefur Kári H. Bessason í síma 693-7004. JB Byggingafélag, Bæjarlind 4, s: 544-5333 Félagsráðgjafi- sálfræðingur Nýtt starf félagsráðgjafa/sál- fræðings við sérhæfða far-sér- deild Foldaskóla er laust til umsóknar. Ráðið verður í 50% starfshlutfall til eins árs. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af skólastarfi eða vinnu með börn á grunnskólaaldri. Deildin þjónar nemendum með atferlis- og/eða geðraskanir í grunnskólum Grafarvogs og á Kjalarnesi. Aðsetur deildarinnar er í Foldaskóla en með- ferð/þjónusta við nemendur fer fram í þeirra heimaskóla. Umsóknarfrestur er til 20. desember n.k. og skulu umsóknir sendar til Foldaskóla. Ráðið verður í stöð- una frá og með 1. janúar 2005. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Foldaskóla, Krist- inn Breiðfjörð í síma 540 7600. Lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir lækni með sér- fræðileyfi til að gegna stöðu lækningaforstjóra við stofnun- ina. Lækningaforstjórinn er yfirlæknir stofnunarinnar og er þar með yfirmaður allrar læknisþjónustu stofnunarinnar. Hann á setu í framkvæmdastjórn hennar. Gerð er krafa um reynslu af stjórnun. Að öðru jöfnu gengur fyrir í starfið um- sækjandi með sérfræðileyfi í heimilislækningum eða alm. lyflækningum, enda er gert ráð fyrir, að lækningaforstjóri sinni jafnframt kliniskri vinnu á stofnuninni. Um er að ræða 100 % starf auk vakta. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Íslands og Fjár- málaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að lækningaforstjórinn hefji störf eigi síðar en 1. maí nk. Nánari upplýsingar gefur Magnús Skúlason, framkvæmda- stjóri, s. 482 1300. Umsóknum, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun, starfs- og stjórnunarreynslu, ritstörf og vísindarannsóknir skal skilað til framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, v/ Árveg, 800 Selfoss, fyrir 20. desember nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Heilbrigðisstofnun var stofnuð 1. sept. sl. við sameiningu heilsu- gæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði hinnar nýju stofnunar nær til um 17.000 íbúa á Suð- urlandsundirlendinu. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 55 sjúkrarúm, auk þess sem stofnunin rekur Réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi. Alls eru um 200 stöðugildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sölu- og afgreiðslustarf Sólargluggatjöld leita að áhugasömu starfsfólki til verslunar og sölustarfa Sólargluggatjöld er rótgróið fyrirtæki, sem byggir á stórum hópi viðskiptavina. Við leitum að þjónustuliprum og áhugasömum einstaklingi, sem er tilbúinn til þess að takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni. • Þekkingar og hæfniskröfur: • Þjónustulund og reynsla af afgreiðslustörfum nauðsynleg • Góð samskiptahæfni • Heiðarleg og áreiðanleg vinnubrögð • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð tölvukunnátta Umsóknir óskast sendar á albert@solar.is eða í pósti, stílaðar á Sólargluggatjöld, Skeifunni 11, 108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2004. Sjö börn í feluleik og maður að stilla píanó FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Kristinn Leifsson að störfum. „Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera.“ Á næstu þremur árum mun vanta iðn- aðarmenn helst, þar á meðal vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Starfskrafta vantar Mikil þörf verður fyrir iðnaðarmenn á næstu árum. Gera má ráð fyrir að gefa þurfi út á milli þrettán- og átjánhundruð at- vinnuleyfi á næstu þremur árum vegna þeirra framkvæmda sem hafnar eru við uppbyggingu virkjana og stór- iðju. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um mannaflaþörf. Fyrirferðamestu fram- kvæmdirnar eru tengdar byggingu ál- vers á Reyðarfirði ásamt stækkun ál- vers Norðuráls, byggingu virkjana á Hellisheiði og á Reykjanesi og bygg- ingu Kárahnjúkavirkjana. Mest þörf verður fyrir iðnaðarmenn, eða nálægt þúsund manns, á þessu þriggja ára tímabili. Ekki er gert ráð fyrir að náist að manna það innan- lands nema að litlu leyti. Á næsta ári og framan af árinu 2006 verður þörf fyrir ríflega sex hundruð almenna verkamenn og er gert ráð fyrir að ríf- lega 35 prósent þess hóps verði Ís- lendingar. ■ Auglýsinga- herferð VR Vilja breyta ímynd verslunarstarfa. Nýj auglýsingaherferð Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur heitir Virðing fyrir verslunar- mönnum og hefur vakið talsverða at- hygli. Í auglýsing- unni er fylgst með ungri konu sem fer öfugu megin framúr og allur dagurinn er gjör- samlega glataður hjá greyið stúlkunni. Hún endar þennan ömurlega dag í verslun og tekur reiði sína og pirr- ing út á starfsmanni verslunarinnar. Verslunarstörf eru af mörgum minna metin en önnur störf og þessu vill Verzlunarmannafélagið breyta. Það er einmitt markmið herferðarinnar. Á heimasíðu félagsins, vr.is, er hægt að skoða auglýsinguna en hún ætti ekki að fara framhjá mörgum sem horfa á sjónvarpið á kvöldin. Auglýsingin læt- ur fólk hugsa um verslunarstörf og sér vonandi að þau eru alveg jafn mikil- væg og hver önnur störf. ■ Í auglýsingunni er fylgst með ungri stúlku á slæmum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.