Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 22
Hún er ójarðnesk náttúru-fegurðin í Selvognumfyrsta snjódag vetrarins. Undir hjólbörðum bílsins marrar mjöllin og þögnin úti virðist þrúg- andi innan úr farþegarýminu. Þegar komið er í hlað á gömlu óð- alsjörðinni Þorkelsgerði, næst við Strandarkirkju, er sólin lágt á lofti og himinninn bleikur, rauður og fjólublár til skiptis. Háværar drunur frá hvítfyssandi brimi Atl- antshafsins skella á sendinni suð- urströnd Íslands og lemja kaldar klappirnar með þunga sínum. Á móti mér koma tíkin Snúlla og listakonan Sigurbjörg Eyjólfsdótt- ir, einbúi í Þorkelsgerði. Sigur- björg stendur í ströngu á þessum kalda degi, íklædd uppáhaldssíð- kápunni sinni, en í gluggum logar á mjúkum lömpum og glitrandi jólaseríum. Kyrrðin er algjör. Námundi við almættið næstum áþreifanlegt. Það eina sem raskar friði staðarins er gráðug hryssa sem situr föst inni í hænsnakofan- um þar sem hún hefur stolið snúð- um hænsnanna og heyinu sem átti að gefa þeim yl á köldu gólfinu. „Þvílík frekja! Hestarnir farnir að stela frá hönunum! Staðnir að verki! Ég fæ afganga úr bakaríinu til að gefa dýrunum sem góðgæti en nú er merin búin með allt saman,“ skammast Sigurbjörg við sjálfa sig og kennir í brjósti um skæruliðana átta, eins og hún kallar hanastóðið. Eyðibýli sem fékk líf Sigurbjörg fæddist á fyrsta degi lýðveldisársins 1944 í miðbæ Reykjavíkur. Var miðbæjarbarn á Týsgötunni þar til ástin dró hana til Selfoss þar sem hún átti myndar- legt heimili, fimm börn og föndur- verslun í áratugi. Í bílskúrnum sinnti hún listagyðjunni milli þess að koma börnum á legg og standa vaktina í búðinni, en þegar ung- arnir voru flognir úr hreiðrinu urðu forlögin ekki lengur flúin. Náttúran, hafið og þrá í einsemd, frið og kyrrð urðu öllum löngunum yfirsterkari. „Ég hafði stöku sinnum verið kirkjuvörður í Strandarkirkju á sumrin en staðurinn togaði í mig. Jólin 1943, þegar mamma var kasólétt af mér, fékk hún í jólagjöf bókina Strandarkirkju eftir Elín- borgu Lárusdóttur, sem seinna var falin mér til eignar. Því hefur kirkjan og Selvogur fléttast inn í líf mitt frá því í móðurkviði,“ segir Sigurbjörg sem fyrir sjö árum keypti jörðina í Þorkelsgerði, þar sem hún starfrækir listagallerí í myndarlegum bragga. Segist hafa flutt hingað til að vera nær Guði og náttúrunni. „Eina umferðin sem ég sé eru skipin sem sigla hjá; bæði stór og smá. Á hverjum degi horfi ég á Krísuvíkurbjargið og Strandar- kirkju og í skammdeginu eru bíl- ljósin eina ljóstýran sem ég sé úti,“ segir Sigurbjörg, sem ásamt tík- inni Snúllu nýtur lífsins í Selvog- inum með átta hönum, sex hænum, tveimur köttum og lánshestum í beit. Hún segir yndislegt að búa við suðurströndina og lífið standi í stað. Gamla íbúðarhúsið í Þorkels- gerði var byggt í upphafi fimmta áratugarins en hafði verið fimmtán ár í eyði þegar Sigurbjörg festi kaup á því á elleftu stundu. „Hér var ekkert klósett en úti- kamar. Í hlaðinu er gamall brunn- ur sem ég ein hef afnot af og geymir yndislegt drykkjarvatn. Ég hef smám saman verið að taka húsið í gegn en þarf sums staðar enn að nota vaskafat undir lekann. Ég þarf að klæða húsið en það míglak þegar ég keypti það. Saggi og raki í veggjum var mikill fyrsta árið en nú er ég búin að þurrka veggina, enda búin að kynda húsið frá 2000. Uppi eru þrjú herbergi sem ég hef ekki enn tekið í notkun en þar var ég með unga í fyrra- vetur. Fékk úr eggjunum sex hæn- ur og tíu hana sem fljótlega voru farnir að gala og vekja mig upp klukkan fimm á morgnana. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta stækkaði svona ört!“ Óumflúin forlög Þorkelsgerði fylgir átta hektara ræktað land og óræktaður land- skiki sem liggur upp í Geitarfell. Sigurbjörg keypti jörðina á þrjár milljónir, en brunabótamat á hús- unum stendur í tuttugu milljónum. Síðasti ábúandi var Rafn Bjarna- son kirkjuvörður sem margir muna eftir. Sigurbjörg drakk með honum kaffi í eldhúsinu á Þorkelsgerði fyrir löngu. „Hefði einhver sagt mér þá að ég ætti eftir að búa hérna hefði ég beðið þann sama vel að lifa, því það var aldeilis ekki inni í myndinni. Ég hefði ekki treyst mér til að vera ein svona langt í burtu, en allt hefur sinn tíma eins og stendur í Biblíunni. Spákona á Selfossi hafði fyrir löngu sagt mér að ég ætti eftir að flytja að sjó þar sem væri mikið brim og svartar klappir. Að ég mundi vita það þegar ég sæi stað- inn. Ég hef því stundum sagt að þetta séu forlög sem ég fékk ekki flúið lengur. Mér fannst ég strax komin heim en verð að viðurkenna að fyrsti veturinn var skrítin upp- lifun. Hér á ég að vera og í Selvogi þarf að vera fólk. Það er varhuga- vert að keyra hér um slóðir og hingað hefur fólk villst úr Bláfjöll- um. Því þurfa að vera hér mann- eskjur á bæjum ef illa fer.“ Við hlið gamla íbúðarhússins stendur myndarlegur braggi sem Sigurbjörg lét flytja í Selvoginn. Braggann notar Sigurbjörg sem vinnustofu og listagallerí. „Ég átti Föndurskúrinn á Selfossi í áratug en hafði selt hann því vinnuálagið var svo mikið. Ég var í áreiti alla daga; kom aldrei heim og vantaði í raun bara sængina mína við búðar- borðið. Ég vildi lifa þannig lífi og vissi að ég þurfti vinnufrið og næði. Hér get ég unnið að því sama og ég gerði þar, nema ekki í leir því hér er einfasa rafmagn. Hins vegar skapa ég ýmislegt annað og til mín streyma myndir, eins og opnist flóðgátt, stundum tíu myndir á kvöldi; andlit sem ég kannast ekki við. Það byrjaði eftir að ég kom hingað. Síðan kemur fólk í bragg- ann og veit ekki hvaðan á sig stend- ur veðrið þegar það sér mynd af sjálfu sér í galleríinu, eins og það hafi verið dregið hingað.“ Aldrei hrædd að vera ein Á sumrin er lífleg traffík á hlaðinu í Þorkelsgerði enda þúsundir ferðamanna sem fara um svæðið í pílagrímsferð til Strandarkirkju. Alltaf kemur slangur af fólki að vitja kirkjunnar á vetrum en Sigur- björg segir fæsta koma við hjá sér á þeim árstíma. „Ég tek á móti hópum sem boða komu sína og einstaklingum sem hafa þann háttinn á, en nenni vart meiru á veturnar. Vinnuþrekið er orðið minna því ég er lasin í öxlinni og finnst ósköp notalegt að vita að ég sé í friði. Ég vil geta hvílt mig og þoli illa ef einhver kemur í hlaðið án þess að láta mig vita. Það er nefnilega rétt sem Vigdís forseti sagði um íslenskar konur að þær eru gestrisnar en þurfa tvo tíma til að taka aðeins til og hafa til með kaffinu. Tímar eru breyttir og maður ryðst ekki inn á heimilin eins og þegar mæður landsins voru heimavinnandi. Nú vinna allir úti, eru með síma og vel hægt að láta vita um gestakomur.“ Þegar Sigurbjörg flutti að Þorkelsgerði sumarið 2000 hringdu vinir og ættingjar tíðum til að vita hvernig hún hefði það og hvort hún væri ekki að gefast upp á einver- unni, ekki síst fyrsta veturinn í sveitamyrkrinu. „Það tók tíma að venjast því hvað maður var einn en hjá mér örlar aldrei á hræðslu. Ég hef aldrei orðið vör við draugagang en veit að ég er pössuð. Hér bjó auð- vitað fullt af fólki, ljósmóðir með sautján börn sín, og héðan var út- ræði enda stutt á miðin. Saga þessa fólks er hér í hverju spori og hverj- um hól og fyrir því verður maður að bera virðingu. Ég veit að hér er ég vernduð, enda ætli maður að vera hræddur hefði maður ekkert hingað að gera.“ Látlaus eftirspurn eftir landi Friður er einkenni Selvogsins. Á kvöldhimni dansa norðurljós í veislu með stjörnum og mána sem spegla sig í sjónum. Þetta eru sömu norðurljós og Einar Benediktsson ætlaði að selja frá heimili sínu í Herdísarvík, sem er skammt frá Þorkelsgerði. „Fólk hneykslaðist á Einari að ætla að selja norðurljósin en skildi ekki að hann ætlaði að selja aðgang ferðamanna að þessu sjónarspili. Hann ætlaði auðvitað aldrei að fanga þau í net og selja í 22 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Ég hef því stundum sagt að þetta séu for- lög sem ég fékk ekki flúið lengur. Mér fannst ég strax komin heim en verð að viður- kenna að fyrsti veturinn var skrítin upplifun. ,, Þar sem tíminn stendur í stað Þótt náttúruperlan Selvogur sé hinum megin við Bláfjöllin og aðeins steinsnar frá Reykjavík er hún samt eitthvað svo afskekkt. Búið er á örfáum bæjum, alls sextán manns í sveitinni. Ein þeirra er listakonan og einbúinn Sigurbjörg Eyjólfsdóttir í Þorkelsgerði; alin upp í 101 Reykjavík og síðar búsett á Selfossi. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir heim- sótti Sigurbjörgu á ægifögrum degi og ræddi við hana um fyrirhuguð náttúruspjöll í Selvogi, draugagang, einveru og friðinn í paradís. SIGURBJÖRG Í GALLERÝINU „ÞÚ NÝTUR ÞESS GUÐ, AÐ ÉG NÆ EKKI TIL ÞÍN“ Eitt af verkum Sigurbjargar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.