Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 23

Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 23
SUNNUDAGUR 5. desember 2004 23 pakkningum til útlanda,“ segir Sigurbjörg og skellir upp úr. Hún segir látlausa eftirspurn eftir landi í Selvogi og peningafólk vilji eignast hreiður við suðurströnd- ina, sem og sumarbústaði, enda nóg landrými þótt flest sé í eigu Strandarkirkju. „Hér er látlaust spurt um land og lóðir. Strandarkirkja á stórar jarðir og hefur ekkert við þær að gera, þótt hún eigi sinn rétt á reka og dúntekju. Ölfushreppur gæti haft miklar tekjur af landleigu hér og fasteignagjöldum, og hvers vegna ekki að fá fólk hingað eins og upp í Grímsnes og á Laugar- vatn? Hér er nóg landrými sem má græða upp og líður ekki sá dagur yfir sumartímann að hér sé spurt um land. Fólk er í leit að kyrrð og hefur auga á þessum stað vegna náttúrufegurðar, ná- lægðar við hafið og þess að það getur stundað vinnu héðan. Hér hefur enginn verið málsvari þeirra sem hrópa og kalla á land og þessu þarf að koma á fram- færi, en fólk fær ekki lóðir vegna þess að yfirvaldið er svo aftarlega á merinni að fara ekki út í deiliskipulag strax.“ Sigurbjörg sér fyrir sér fram- tíðarparadís í Selvogi og bendir á jörðina Vogsósa, sem Strandar- kirkja á, sem fínasta golfvöll þegar fram líða stundir. Þá þykir fiskur úr Hlíðarvatni, sem Strand- arkirkja á líka, einn sá besti á landinu vegna hreinleika og er laus við moldarbragð. „Það þarf ekki að segja mér annað en að hér megi finna heitt vatn í jörðu og nóg er af kalda vatninu. Héðan er stutt í Bláa lónið, eða tuttugu mínútna akstur þegar vegurinn er í lagi, en ann- ars er hann oftast svo hryllilegur að ég get sett í skál hráefni í pönnukökur og hrært á leiðinni með hristingnum. Það er ótrúlegt að yfirvöld vilji bjóða ferðafólki upp á þetta en útlendingar á hjól- um hristast lengi eftir að hafa hjólað á þvottabrettinu. Ég vil fá fólk í Selvoginn og mig dreymir um að gera Þorkelsgerði að far- fuglaheimili. Þá mundi ég flytja sjálfa mig ofar í landareignina og jafnvel selja lóðir úr landi mínu, en meðan ekki er búið að ákveða hvar Suðurstrandarvegur á að fara gerir maður fólki ekki svo illt að selja því land.“ Nýtt Kúagerði í Selvogi Sigurbjörg hefur stórar áhyggjur af nýja Suðurstrandarveginum, sem hún segir að verði mikið um- hverfisslys og auk þess hættuleg- an mannfólkinu. „Þeir ætla með nýja veginn yfir ósinn og það er sorglegast af öllu því suðurströndin er þvílíkt útivistarsvæði og gersemi og ástæðulaust að eyðileggja það. Þegar sá skaði er skeður spyr enginn um land hér framar. Veg- urinn mun sleikja ströndina og liggja ofan í bæjunum Vogsósum og Strandarkirkju en með tilkomu hans verður allur friður hér fyrir bí. Ég hef lagt til að vegurinn fái að vera á sínum gamla stað og yfir versta kaflann, þar sem stundum verða skriður, verði byggður stokkur eins og gert er fyrir vest- an. Rökin sem vegamálastjóri hafði voru að dýrt yrði að gera stokk, en þá sem sagt kostar brúin ekki neitt! Ef brúin fer yfir ósana mun Ölfushreppur tapa stórfé á hugsanlegum fasteignagjöldum af sumarbústaðabyggð. Með brúnni mundu þeir búa til annað Kúa- gerði, nema hálfu verra, og ætla ekki að hika við það. Þetta verður stórhættulegur vegur því þarna er alltaf brim og þarf ekki nema eins stigs frost til að ísing verði og fljúgandi hálka sem enginn bíll ræður við. Ég vil því sjá kross reistan strax því þeir eiga eftir að drepa marga og einmitt ungt fólk sem keyrir hraðast. Þetta er sorgleg ákvörðun hámenntaðra manna, sem sýslumaðurinn segir að hljóti að vita hvað þeir eru að gera. Strandarkirkja hefur gefið leyfi til að fara með veginn yfir jarðeignir sínar og ósana og það er skömm þegar hægt er að moka hlíðina í burtu og með því komin grjótnáma af efni í veginn.“ Sigurbjörg segist vera eins og Sigríður í Brattholti þegar hún barðist fyrir því að Gullfoss yrði ekki virkjaður því ósinn megi alls ekki brúa. „En það er náttúrlega of einfalt fyrir þessa kerfiskalla að ein kelling sé að gaspra þetta. Ég mun láta öllum illum látum og hef heitið á séra Eirík í Svörtu- björgum að þeir fari aldrei yfir ósinn. Ég vil sjá skólarútur koma að ósnum, því þar er rennislétt og fágæt fjara, og leyfa börnunum að hafa meðferðis föt til skiptanna svo þau geti látið ölduna elta sig. Þarna er ægisandur og dýrlega fagurt æðavarp og mikið af sér- stökum hellum sem færu undir veginn og skemmdust að eilífu. Mig dreymir um að fá Ómar Ragnarsson í heimsókn og sýna honum klappirnar og ósinn áður en náttúruspjöllin eru orðin að veruleika.“ ■ ÚR LISTAGALLERÍI SIGURBJARGAR Í BRAGGANUM FÍNA Sigurbjörgu er margt til lista lagt og kemur víða við í list- sköpun sinni. Hún handmálar kerti, býr til keramikmuni, málar á það sem náttúran geymir, býr til jurtakrem fyrir soriasis-sjúkl- inga og teiknar myndir af andlitum sem hún veit ekki hvaðan koma. Síðan kemur fólk í braggann og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar það sér mynd af sjálfu sér í galleríinu, eins og það hafi verið dregið hingað. ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.