Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 48
36 5. desember 2004 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Skagamenn sögðu í yfir- lýsingu á heimasíðu sinni í vik- unni að þeir hefðu leyft Julian að hætta hjá félaginu þar sem hann hefði komist inn í sjúkraflutn- ingaskóla í Danmörku. Sökum ald- urs átti þetta að vera síðasta tæki- færi Julians til þess að komast í skólann samkvæmt frétt Skaga- manna. Nokkrum dögum síðar berast þær fréttir frá Færeyjum að Julian hafi samþykkt að spila og þjálfa færeyska 2. deildarfé- lagið B68. Skagamenn segja þær fréttir hafa komið sér í opna skjöldu og vilja meina að Juli- an hafi blekkt þá til þess að komast til Færeyja. „Það lítur út fyrir það að hann hafi verið að spila með okkur,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna. „Hann sagðist vera á leið til Danmerkur og að það væri ekkert inni í myndinni að fara til Færeyja. Þetta er bara óheiðarleg framkoma og ekkert annað. Þessi framkoma kemur mér mjög á óvart og leiðinlegt að við þurfum að skilja svona því samstarfið við hann hefur verið mjög gott.“ Óánægja Skaga- manna kemur Julian verulega á óvart en hann segist hafa komið hreint fram við félag- ið. Hann hafi aldrei sagt að hann ætlaði ekki til Fær- eyja. „ Þ e i r spurðu mig hvað ég væri að fara að gera og ég sagði þeim að ég væri annað hvort á leið til Dan- merkur eða Færeyja. Ég sagðist ætla að halda áfram að spila en væri ekki á leið til neins stórliðs. Ég skil ekki öll þessi læti því ég kom hreint fram,“ sagði Julian en fleira kom honum á óvart. „Þeir sögðu á netinu að ég væri að fara í s júkraf lu tn - ingaskóla. Það er algjört rugl því ég ætlaði alltaf að læra að verða kennari og vildi helst sameina námið og fót- boltann. Danmörk eða Fær- eyjar var alltaf málið og ég lofaði þeim því að fara ekki í annað lið á Íslandi. Það er ekki satt sem þeir segja að ég hafi aldrei talað um að fara til Færeyja. Ég skil ekki þessi læti.“ Ólafur sagðist halda að ekki væri búið að ganga frá málum Julians og ÍA og því væri öruggt að þeir myndu fara fram á einhverjar bætur fyrir Julian ætli hann að halda því til streitu að fara til B68. Julian vildi lítið tjá sig um peningamálin en sagði að það væri ekki alveg rétt að Skaga- menn myndu ekki fá neitt fyrir hann. henry@frettabladid.is Óheiðarleg framkoma Skagamenn eru hundfúlir út í Færeyinginn Julian Johnsson sem þeir telja að hafi fengið sig lausan undan samningi á fölskum forsendum. Johnsson neitar ásökununum og segist ekki skilja þessi læti. JULIAN JOHNSSON Neitar því að hann hafi blekkt Skagamenn. Glaðir Skagamenn: Í samstarf við Reading FÓTBOLTI Þjálfarateymi Skaga- manna með Ólaf Þórðarson fremstan í flokki fór til Englands á dögunum þar sem þeir fylgdust með æfingum hjá Reading sem Ívar Ingimarsson leikur með. Ólafur notaði tækifærið í ferðinni og ræddi við Steve Coppell, stjóra Reading, um möguleikann á sam- starfi milli ÍA og Reading. „Coppell tók mjög vel í þessa hugmynd og við ætlum að fara í samstarf,“ sagði Ólafur Þórðar- son. „Ég á von á því að það komi einhverjir strákar frá félaginu í vor og vonandi getum við notað þá. Það hefur reynst liðum eins og ÍBV og Víkingi vel að fá unga Englendinga hingað og vonandi verðum við líka heppnir. Þetta samstarf hentar okkur líka vel að því leyti að við getum sent stráka frá okkur út þar sem þeir geta æft við toppaðstæður. Mér líst mjög vel á þetta samstarf,“ sagði Ólafur. - hbg ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Skoðaði aðstæður hjá Reading um daginn. HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka töpuðu fyrri leik sínum gegn króatíska liðinu Medvescak Infos- istem Zagreb í Evrópukeppni bik- arhafa í gær, 29-28, en leikið var í Króatíu. Staðan í hálfleik var 17- 13 fyrir króatíska liðið. Seinni leikur liðanna fer fram í dag en hann fer einnig fram í Króatíu enda seldu Haukarnir heimaleik sinn í keppninni. Að sögn Páls Ólafssonar, þjálfara liðsins, voru Haukarnir fjarri sínu besta í þessum leik. Fengu litla markvörslu, spiluðu slaka vörn og klúðruðu fjölda dauðafæra. Hann er nokkuð bjartsýnn á að strákarnir hans geti snúið dæminu við í dag og þar með komist í átta liða úrslit keppninnar. „Það var margt fínt en við eig- um mikið meira inni og getum gert betur. Ég hef fulla trú á því að við snúum dæminu við í seinni leiknum og er eiginlega ekki í vafa um það. Fyrri hálfleikur var mjög slakur hjá okkur en bless- unarlega rifum við okkur upp í þeim síðari. Þetta króatíska lið er í svipuðum klassa og við. Þeir komu okkur ekkert á óvart og spiluðu bara eins og flest króat- ísk lið gera,“ sagði Páll. Það var mun minni stemning á leiknum en Haukarnir bjuggust við en oftar en ekki hafa íþrótta- húsin í gömlu austantjaldslönd- unum verið pakkfull og lætin eft- ir því sem hafa oft haft mikil áhrif á dómgæslu slíkra leikja. „Það voru ekki nema 200-300 manns á þessum leik og lítil stemning. Það var fínt og ég get ekkert kvartað yfir dómgæsl- unni. Það er greinilega minni áhugi á handbolta hérna en við héldum,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka. Mörk Hauka: Andri Stefan 7, Þórir Ólafsson 7, Jón Karl Björnsson 6, Halldór Ingólfsson 2, Vignir Svavarsson 2, Sigurður Karlsson 1, Pétur Magnússon 1, Gísli Jón Þórisson 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 12, Birkir Ívar Guðmundsson 1. henry@frettabladid.is Haukar töpuðu fyrri leiknum í Evrópukeppninni: Munum snúa dæminu við FYRIRLIÐINN STERKUR Fyrirliði Hauka, Vignir Svavarsson, var sterkur í vörninni í Króatíu í gær og skoraði tvö mörk. Fréttablaðið/Vilhelm Evrópuhandboltinn: Ólafur skor- aði sjö mörk HANDBOLTI Íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í Evrópukeppn- um í gær. Ólafur Stefánsson skor- aði sjö mörk fyrir Ciudad Real sem gerði góða ferð til Danmerk- ur þar sem þeir lögðu GOG, 45-29, í Meistaradeildinni. Í sömu keppni sigruðu Logi Geirsson og félagar í Lemgo rússneska liðið Chekhov Medvedi, 45-32. Logi skoraði fimm mörk. Þrjú Íslendingalið voru síðan á ferðinni í EHF-keppninni. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Bregenz sigruðu ítalska liðið Pallamo Secchia á Ítalíu, 30-24. Guðjón Valur Sigurðsson og félag- ar í Essen töpuðu á útivelli, 24-23, fyrir serbneska liðinu Radnicki Subotica. Guðjón Valur skoraði eitt mark í leiknum. Magdeburg vann síðan stórsigur á heimavelli gegn slóvenska liðinu Rokometno, 32-21. Sigfús Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg. - hbg ÓLAFUR STEFÁNSSON Sjóðheitur með Ciudad Real í Danmörku í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.