Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 56
„Þetta hefur aldrei verið gert áður,“ segir Sigrún Hjálmtýs- dóttir söngkona um geisla- diskinn sem hún var að senda frá sér. Á disknum eru nítján lög, allt saman Ave Maríur eftir innlend sem erlend tónskáld, þar á meðal margar fegurstu tónsmíðar allra tíma. Með Diddú á disknum leikur Blásarasextett Mosfellsdals og þau ætla að halda útgáfutónleika í Landakotskirkju í kvöld klukk- an átta. „Við höfum haldið tónleika hver einustu jól, þessi hópur, alltaf í Mosfellskirkju inni í Mos- fellsdal. Drengjunum fannst orð- ið tímabært að taka eitthvað upp og senda frá okkur, og ég tók því vel eins og góðri stúlku sæmir.“ Diddú hafði þó mjög ákveðnar skoðanir á því, hvaða tónlist ætti að vera á disknum. „Ég sagði þeim að við ættum að gera disk eingöngu með Ave Maríum, og nú eru þær komnar á þennan disk, allar heimsins þekktustu Ave Maríur og jafn- framt þær íslensku.“ Af nítján lögum disksins eru þrettán íslensk, þar á meðal hin gullfallega Ave María Sigvalda Kaldalóns. Af erlendu lögunum er að sjálfsögðu hin þekkta Maríubæn Schuberts. Diddú syngur einnig lag Bizets að ógleymdri Ave Maríu eftir þá Jóhann Sebastian Bach og Charles Gounod. Blásarasextettinn er skipaður klarinettuleikurunum Sigurði Ingva Snorrasyni og Kjartani Óskarsyni, fagottleikurunum Birni Árnasyni og Brjáni Inga- syni, ásamt hornleikurunum Þor- keli Jóelssyni og Einari Frið- finnssyni. „Síðan hafa tveir drengjanna, þeir Sigurður Ingvi og Kjartan, umskrifað og útsett allar þessar Ave Maríur fyrir okkur,“ segir Diddú. Sjálfsagt kemur mörgum á óvart hve mörg íslensk lög eru til við hina fornu latíubæn. Þetta eru allt frá gömlum lögum úr Grallaranum til nýrra laga eftir Atla Heimi Sveinsson og Gunnar Þórðarson. Diddú segir diskinn reyndar eiga sér svolítinn aðdraganda. „Það var fyrir átta árum, held ég, þegar Ólafur Egilsson var sendiherra í Moskvu, að hann fór á tónleika með einni af rúss- nesku dívunum þar sem hún flutti eingöngu Ave Maríur. Hann varð svo heillaður að hann sendi mér hnausþykka bók í rauðu bandi með Ave Maríum, sem hann fann einhvers staðar. Þá ákvað ég að launa honum ein- hvern tímann þessa gjöf með því að tileinka honum disk með þess- um lögum.“ ■ 44 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Miðvikudagur 8. des. kl. 20.00 Síðasta sýning fyrir jól Eftir Hlín Agnarsdóttur Lau. 4.12 20.00 Örfá sæti Lau. 11.12 20.00 Nokkur sæti Fim. 30.12 20.00 Nokkur sæti ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum SUNNUDAGUR 5/12 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren - kl 14 JÓLA-PERLUR- LEIKHÓPURINN PERLAN kl 14 SÖNGLIST - NEMENDASÝNING kl 15:30 og kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafakort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFA- KORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR-LAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR: sun. 5. des. kl. 14- sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í 6.500 – og allt þar á milli. Gjafakort seld í miðasölu. Tosca – Frumsýning 11. febrúar – Miðasala hafin Miðasala á netinu: www.opera.is Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Jón Reykdal hefur opnað sýn- ingu í forkirkju Hallgrímskirkju, en um það bil tíu ár eru síðan hann sýndi þar síðast. Á sýning- unni, sem er sú fyrsta af þeim fjórum sem fyrirhugaðar eru á 23. starfsári Listvinafélags kirkjunnar, sýnir Jón sex olíu- málverk. Jón segir öll verkin ný, máluð á þessu ári. „Þau eru öll í stærri kantinum og þemað er að hluta til konan. Það er viðfangsefni sem ég hef verið að fást við í nokkur ár þar sem ég er um- vafinn konum í fjölskyldunni. Ég á þrjár dætur, engan son, svo það má segja að ég þekki konur betur en karla. Síðan er sýningin er til- einkuð konunni minni, Jóhönnu Þórðardóttur, sem er líka mynd- listarmaður. En svo við höldum áfram með konurnar, þá er ég með Maríu- tengdar myndir og ein heitir Maríulax, sem er líka þema sem ég hef unnið í gegnum tíðina. Hinar myndirnar eru meira nátt- úrustemningar þar sem ég er að leika mér með ljósið, birtuna í eintóna litum. Ég vinn þetta mikið út frá litum og ljósi. Þess- ar landslagsmyndir eru fremur sterkar í lit. Þetta er hugsað þannig að þegar þú gengur inn í kirkjun, þá sérðu Maríumynd- irnar, en þegar þú gengur út, sérðu þessar landslags-, skógar- stemmur, þar sem önnur er gul, hin rauð.“ Jón segir að töluvert önnur pæling felist í því að sýna mynd- list í kirkju en í almennum sýn- ingarsal. „Ég var tilbúinn með sýningu fyrir mörgum mánuð- um,“ segir hann, „en fór síðan að hugsa sýninguna alveg upp á nýtt. Ég vildi hafa verkin stærri og hafa rýmið meira í huga. En hvað þemað varðar, þá má jú segja að öll verkin sýni sköpun- arverk Guðs.“ Jólakort með einu verkanna, Móðir og barn, hefur verið gefið út til styrktar Mótettukór Hallgrímskirkju og er til sölu hjá kórfélögum og í Hallgríms- kirkju. ■ Allar fegurstu Ave Maríur heimsins Diddú syngur 19 Ave Maríur á nýjum geisladiski við undirleik blásarasveitar. Hún veit ekki til þess að slíkur diskur hafi komið út áður. DIDDÚ OG BLÁSARASEXTETTINN Myndin er tekin í Mosfellskirkju, þar sem þau hafa haldið tónleika á hverjum einustu jólum í sjö ár. Í kvöld verða þau með útgáfutónleika í Landakotskirkju, þar sem Diddú syngur allar fegurstu Ave Maríur heimsins. JÓN REYKDAL Það má segja að öll verkin sýni sköpunarverk Guðs. Konur og náttúra Jón Reykdal sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.