Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 54
Leyndarmál liggur í djúpinu Arnaldur Indriðason er ókrýndur kon- ungur íslenskra glæpasagna. Kleifar- vatn er áttunda skáldsaga Arnaldar og sú sjötta þar sem lögregluteymið, Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg, sér um að leysa málin. Þegar vatnsyfir- borð í Kleifarvatni lækkar kemur í ljós beinagrind sem bundin er við gamalt rússneskt njósnaapparat. Lögreglan hefur rannsókn í hægðum sínum og smám saman flettist ofan af svikum og morði. Forsögu málsins rekja rann- sóknarmennirnir allt aftur til sjötta áratugarins, til hóps íslenskra stúd- enta í Leipzig í Austur-Þýskalandi á hápunkti kalda stríðsins. Njósnir, svik, ástir og ofbeldi eru þræðirnir sem flétta Arnaldar er ofin úr að þessu sinni. Lítil ógn liggur í loftinu í sjálfri rann- sókninni enda eru Erlendur og félagar að rannsaka gamalt mannshvarf og kalda stríðið er löngu liðið. Spennan í frásögninni orsakast af persónulegum harmsögum söguhetjanna og morð- ingjans – sem segir frá sinni hlið sam- fara því sem við fylgjumst með rann- sókninni. Átök námsmannanna við al- ræði kommúnismans, uppgjör þeirra við eigin hugmyndir og hvern annan og líf og raunir aðalpersónanna halda athygli lesandans fanginni. Arnaldur hefur einstakt lag á að skapa djúpar og trúverðugar persónur jafnvel þótt sögur hans séu skrifaðar eftir ákveð- inni formúlu. Margar persónur stíga á sviðið og má segja að nokkrir sögu- þræðir séu í gangi samtímis. Helsti gallinn við þetta er að lesandinn fær svipaðar upplýsingar úr mörgum átt- um – það örlar á óþarfri klifun. Með lesandanum kviknar þó forvitni á öllum þráðunum, þökk sé áhugaverðri persónusköpun höfundar. Sögusvið fortíðarinnar, Reykjavík og Leipzig í miðju köldu stríði, er einnig sannfærandi. Að sjálfsögðu eru at- burðir sögunnar og persónur skáld- skapur eins og höfundur tekur fram bæði í bókinni og í viðtölum, en vangaveltur um kommúnismann og sósíalismann – uppgjörið sem í þeim felst, er raunverulegt. Það snertir persónur sögunnar og hefur áhrif á gjörðir þeirra ásamt því að vísa til samfélags okkar og hugmyndasögu þess. Togstreitan sem hér er lýst er jafn ágeng í okkar samtíma, höfundur kemur við kviku; viðkvæm mál en sígilt viðfangsefni allra kynslóða á seinni tímum. Það er líka flott hjá Arnaldi að geta fært slíka þjóðfélags- lega vídd inn í hefðbundna glæpa- sögu, þannig að manni finnst sagan skilja meira eftir sig. Lögregluteymið er dæmigert að mörgu leyti – Erlendur er Taggart og Sigurður Óli Michael Jardine, Elínborg Jackie Reid. En Erlendur er íslenskur Taggart – Arnaldi hefur tekist ótrúlega vel að heimfæra formúleraða karakt- era glæpasögunnar á íslenskan raun- veruleika. Erlendur ofurlögga er trú- verðug persóna og í hverri bók bætist við sögu hans og samferðamanna. Hugmyndaleg og persónuleg átök í Kleifarvatni skapa spennuna í sögunni og glæpurinn er sannfærandi, til er orðin vönduð og magnþrungin glæpasaga úr íslenskum raunveru- leika. Þetta hefur kónginum tekist enn á ný í Kleifarvatni. BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Kleifarvatn Höf: Arnaldur Indriðason Útg: Mál og menning ARNALDUR INDRIÐASON 42 5. desember 2004 SUNNUDAGUR EKKI MISSA AF… Hinum árlegu jólatónleikum Fíladelfíu sem haldnir verða 7. og 8. desember klukkan 20.00. Gospelkór Fíladelfíu kem- ur fram ásamt fjölda ein- söngvara, með- al annars Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur og Agli Ólafssyni... Sýningu Hörpu Björnsdóttur í Hafnarborg. Harpa er Listamað- ur mánaðarins í kynningu á fé- lögum myndhöggvarafélagsins í samvinnu við Hafnarborg... Sýningu Hrafnkels Sigurðs- sonar í Banananas á Horni Laugavegar og Barónsstígs. Íslenskir listamenn sýna nú verk sín í listasafninu Seinäjoki í Finnlandi. Heiti sýningarinnar er Jubileum og eru íslensku þátttakend- urnir fjórir, Aðalheiður Val- geirsdóttir, sem sýnir mál- verk unnin með olíu á striga og er viðfangsefnið loftstein- ar í ýmsum myndum; Bryn- dís Jónsdóttir sýnir ljós- myndir af handblásnum glerskúlptúrum; Kristín Geirsdóttir sýnir málverk sem unnin eru á pappír á álplötur og er viðfangsefnið frost og Magdalena Margrét Kjartansdóttir er með stórar tréristur sem skírskota til þátt- töku Íslendinga í stríði. Tuttugu norrænir listamenn á öllum aldri eru með verk á sýningunni. Í umfjöllun finnskra blaða um sýninguna segir: „Salur Íslending- anna ber sinn sérstaka fína heildarsvip. Það er kannski klisja, en einhvern veginn hafa nátt- úruöfl og dulúðugt andrúmsloft hins harðbýla eyríkis lætt sér inn í verk listamannanna.“ Kl.14.00 Þáttur um danska leikarann Poul Reu- mert sem talinn var einn mesti leikari Dana á síðustu öld, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. Reumert var kvæntur ís- lensku leikkonunni Önnu Borg. Umsjón- armaður er Jón Viðar Jónsson. menning@frettabladid.is Íslenskir listamenn í Finnlandi Einföld og innileg frásögn Það er aldrei gott að byrja bók á því að útskýra fyrirfram uppbyggingu eða stíl. Hvað þá að reyna að flokka eigið ritverk. Lesandinn á að fá að dæma um það sjálfur, leiðbeininga er ekki þörf. En það er engu að síður rétt hjá höfundinum, Helga Guðmundssyni, í formálanum að Hvað er bak við fjöllin? að bókin teljist seint til „venjulegra“ ævi- sagna. Ástæðan er þó ekki óreiðu- kennd tímaröðin. Bókin er vissulega ævisögulegt ágrip af lífi Tryggva Ólafssonar, þá einkum úr æsku og frá menntaskólaárunum, en fyrst og fremst er hún einlæg lýsing á ástríðu Tryggva til myndlistar; hvað- an hún er sprottin, hverjir helstu áhrifavaldarnir voru og hvað hann hefur lært allan þann tíma sem hann hefur málað. Hvað er á bak við fjöllin? er ánægjuleg lesning. Frásögn Tryggva er einföld, innileg og uppfull af skemmtilegum sögum af bernsku- brekum, skondnu fólki og íslensku þjóðlífi á eftirstríðsárunum. Þess á milli er Tryggvi hressilega yfirlýs- inga- og skoðanaglaður, en allt er þetta vel ígrundað og rökstutt hjá honum. Hann talar tæpitungulaust og fangar lesandann frá fyrstu síðum. Efniviður bókarinnar er að mestu unninn úr viðtölum við Tryggva og er samsetning höfundar á efninu sem og uppbyggingin ljómandi fín. Svo vel tekst til að óbilandi sköpunarþrá Tryggva verð- ur nánast smitandi enda veitir bók- in manni djúpstæðan skilning á list- rænni hvöt hans, vinnunni og strit- inu sem liggur að baki ferlinum. Bókin er ríkulega myndskreytt svarthvítum myndum sem sýna listamanninn, vini og vandamenn. Eins eru nokkrar litmyndir af verk- um hans frá því snemma á ferlin- um. Myndirnar í bland við áhuga- verðan texta gera bókina girnilega til eignar. En eitthvað fór úrskeiðis í prófarkalestri. Til dæmis eru tvær innsláttarvillur í formálanum einum og nokkrar málvillur í meginmálinu. Þetta kann að hljóma eins og smá- munasemi en í vandaðri bók sem þessari er ekki til of mikils mælst að sérfræðingar rýni vel í handritið fyr- ir útgáfu. Þá hefði mátt draga heil- mikið úr notkun upphrópunar- merkja! Þetta greinarmerki á að nota til áherslu en ofnotkun dregur einfaldlega úr áhrifum. Tryggvi Ólafsson er ekki einungis fær með pensilinn heldur mikill sagnamaður. Þar fyrir utan er hann lífsreyndur, auðmjúkur og með notalega lífsspeki. Réttmæt gagn- rýni á ys og þys lífsgæðakapp- hlaupsins skín hvarvetna í gegn og er hann sjálfum sér samkvæmur þegar hann kallar það „listrænt harðlífi“ að mála myndir eftir pönt- un og fyrirfram ákveðnum hug- myndum kaupenda: „Það er eins og vændi ef þú segir ekki eitt- hvað frá eigin brjósti“. Frásögnin öll er beint frá hjartanu og þeg- ar skyggnst er á bak við fjöllin hans Tryggva er ekki hægt annað en að komast í gott skap. Eirðarleysi rak Huldar Breiðfjörð út í þriggja mán- aða ferðalag meðfram Kína- múrnum endilöngum. Eftir á að hyggja segist hann hafa þurft að undirbúa sig betur. „Þetta byrjaði með því að ég hætti að reykja og varð frekar eirðar- laus,“ segir Huldar Breiðfjörð rit- höfundur um ferðalag sitt með- fram Kínamúrnum endilöngum. „ Þegar ég var búinn að vera í göngutúrum um borgina þvera og endilanga mánuðum saman var þetta komið út í tóma vitleysu. Þá datt mér í hug þetta ferðalag um Kínamúrinn og ákvað fljótlega að kýla á það.“ Margir hafa sjálfsagt fengið hugmynd á borð við þessa án þess að framkvæma hana. Múrinn í Kína mun vera 2.800 kílómetra langur, að slepptum leggjum sem víða liggja út frá honum. Hann liggur þvert í gegnum norður- hluta Kína, í gegnum fátæk héruð og víða um stórar eyðimerkur. Sums staðar eru stór skörð í hann og víða erfitt að greina hvar hann liggur. „Þetta var þriggja mánaða ferðalag eftir Kínamúrnum, frá vesturendanum að austurendan- um. Markimiðið var náttúrlega að ganga hann allan, en svo þegar ég var búinn að ganga 2-3 hundrð kílómetra um eyðimerkur án þess að sjá mann heilu dagana, ákvað ég að breyta þessu og gekk nokkra daga í senn en ferðaðist svo með ýmsum farartækjum meðfram múrnum þess á milli.“ Eftir því sem Huldar veit best hafa innan við tíu manns ferðast alla þessa leið. Sjálfur hitti hann þrjá þeirra, tvo Kínverja og einn Bandaríkjamann, sem miðluðu hon- um af margvíslegum fróðleik sem þeir höfðu aflað sér um múrinn. „Kaninn var búinn að koma þarna nokkrum sinnum til að und- irbúa ferðina og var með Kínverjana tvo sér til aðstoðar. Ég var mjög heppinn að hitta þetta fólk. Annars væri ég örugglega ennþá á gistiheimilinu þarna úti í auðninni. Ég var ekki með neitt annað í höndunum en stórt landa- kort af Kína og ætlaði að reyna að þræða mig eftir múrnum eftir því, en áttaði mig fljótlega á því að það var ekki nokkur vegur.“ Huldar hafði lært svolítið í kín- versku áður en hann hélt af stað, því ekki gat hann bjargað sér á enskunni. „Það er enginn túrismi þarna í norðrinu og mikið af fólkinu þarna hafði aldrei séð útlending áður. Ég var náttúrlega furðufugl- inn í ferðinni og heilu göturnar sprungu úr hlátri. Ég var oft með 50 til 100 manns í kringum mig sem fannst útlendingurinn með ótrúlega stórt nef og asnalegur í framan.“ Huldar var jafnan einn á ferð með bakpokann sinn, gisti stund- um á litlum gistiheimilum og oft heima hjá fólki sem tók honum ávallt af mikilli gestrisni og alúð. „Kína er mikið karlaveldi þarna og heimilin eru lítil. Á þess- um slóðum virðist vera sú regla að konan hreinlega yfirgefur heimilið þegar gest ber að garði. Maður sefur með húsbóndanum á rúmpalli sem líka er eldhúsborð heimilisins.“ ■ BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Hvað er bak við fjöllin? Höf: Helgi Guðmundsson/Tryggvi Ólafsson Útg: Mál og menning ! TRYGGVI ÓLAFSSON Heilu göturnar sprungu úr hlátri HULDAR BREIÐFJÖRÐ „Múrinn í Kína“ nefnist nýjasta bók Huldars Breiðfjörð. Þar segir hann frá ævintýralegu ferðalagi sínu eftir Kínamúrnum endilöngum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.