Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 20
Valdimar Grímsson handbolta- kappi er 39 ára í dag. Tímamót- in hringdu í hann og spurðu hvað hann væri að fást við þessa dagana. „Ég rek fyrirtækið „Lysta- dún-Marco/Vogue“. „ Blaðamaður kannast við eitt- hvað af þessu en hváir samt. „Þetta eru allt gömul fjöl- skyldufyrtæki. Þau hafa verið keypt og sameinuð en hið elsta þeirra var stofnað 1949, Lysta- dún. En fyrri eigendur starfa enn hjá okkur og andinn er góð- ur.“ Og hvert er sviðið? „Það má segja að Lystadún- Marco bjóði allt til hvíldar en Vogue allt fyrir gluggann. Við seljum rúm, svefnsófa og hvíld- arstóla að ógleymdum svampin- um, sem við mótum og skerum eftir óskum og Vogue er svo með alls konar fata- og búta- saumsefni auk gluggatjald- anna.“ Ertu alveg hættur að spila handbolta? „Já. En við erum auðvitað að leika okkur nokkrir kallar, æfum einu sinni í viku. Siggi Valur, Geiri , Júlli og fleiri (þetta eru gullaldarleikmenn- irnir Sigurður Sveinsson, Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson). Jón Kristjánsson er líka í liðinu en Jakob Sigurðsson er svo upp- tekinn í fiskinum að hann hefur ekki komist. En hann er búinn að skrá sig. Og það eru fleiri. Ætlarðu að halda upp á af- mælið? „Það verður kaffi og kökur. En ætli mestu hátíðabrigðin séu ekki þau að vera heima. ■ 20 5. desember 2004 SUNNUDAGUR WALT DISNEY FÆDDIST ÞENNAN DAG 1901 Hann var að sönnu upphafsmaður teiknimyndanna en skapaði líka nýja tegund skemmtigarða. Það er lífseig bábilja að hann hafi látið frysta lík sitt eftir andlátið. Hið sanna er að hann var brenndur. Verð heima til hátíðabrigða AFMÆLI: VALDIMAR GRÍMSSON ER 39 ÁRA Í DAG „Ég elska Mikka Mús meira en nokkra konu sem ég hef kynnst.“ - Mikki, á frummálinu Mickey, tók nafn sitt eftir leikaranum Mickey Rooney. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Eggert Steinsen verkfræðingur er áttræður. Guðmundur Óli Ólafsson, fyrrv. prestur í Skálholti, er 77 ára. ANDLÁT Sveinbjörn Júlíusson Reykjamörk 15, Hveragerði, lést sunnudaginn 28. nóv- ember, Sigurbjörg Ólafsdóttir Hæðargarði 33, Reykjavík, lést fimmtudaginn 2. desem- ber. VALDIMAR GRÍMSSON Æfir með gulldrengjunum einu sinni í viku. Þennan dag árið 1933 var vínbannið afnumið í Bandaríkjunum. Þá náðist til- skilinn meirihluti ríkja sem staðfestu 21. viðbótina við stjórnarskrá Bandaríkjanna sem kvað á um 18. viðbótina sem gekk í gildi 1919 og kvað á um algert bann við framleiðslu, sölu og neyslu áfengra drykkja. Barátta fyrir vínbanni hófst á 19. öld og í lok aldarinnar höfðu nokkur ríki sett á áfengisbann að kröfu bindindis- manna. Ekki hafði vínbannið tilætluð áhrif. Þótt sett væri á laggirnar sérstök áhlaupssveit á vegum fjármálaráðuneytisins til þess að berja á leynibruggurum gerði það ekki nema rétt að hægja á rennsli áfengisins sem draup af krönum og stútum um öll Bandaríkin. Vínbannið varð til þess að festa skipulögð glæpasamtök á borð við Mafíuna í sessi. Svo sjálfsagt þótti að brjóta lögin að stjórnmála- menn, listamenn og aðrir brutu bannið í allra augsýn. Ríkið tapaði milljónum dala sem innheimst hefðu af þessari starfsemi hefði hún verið uppi á yfirborðinu. Amerísk tunga auðgaðist af orðum sem urðu til vegna vínbannsins, svo sem hið furðulega orð „speakeasy“, sem þýðir leynikrá. Þar kom að þolinmæði almennings og stjórn- málamanna brast og bannið var afnumið með breytingu á stjórnarskrá. Utah stað- festi þessa breytingu 5. desember 1933 en þrír fjórðu hlutar ríkja verða að staðfesta stjórnar- skrárbreytingu svo hún öðlist gildi. Í lok vínbannsins er sagt að margir hafi auðgast. Þannig er sagt að Joseph Kennedy hafi látið skip bíða við bandarísku landhelgismörkin, fullhlaðið skosku viskíi. Þótt alls- herjarvínbann væri afnumið var því ekki létt af í ein- stökum ríkjum strax. Síðast var Missisippi árið 1966 5. DESEMBER 1933 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1796 Leikritið „Slaður og trú- girni“ eftir Sigurð Pétursson frumsýnt í Reykjavíkur- skóla. Leikritið var seinna nefnt „Hrólfur“. 1941 Flugmóðurskipið „Lex- ington“ leggur af stað yfir Kyrrahaf til að verjast árás Japana á Midway-eyju. Skipinu var snúið við þegar Japanar réðust á Perluhöfn. Þangað kom Lexington 13. desember. 1945 Sveit fimm sprengjuflug- véla týnist í Bermúdaþrí- hyrningnum. Þetta var upphaf dulrænnar fræði- greinar um þetta hafsvæði. 1968 Snarpur jarðskjálfti finnst í Reykjavík, hinn snarpasti frá 1929. Hann mælist 6.0 á Richter-kvarða en veldur engum skemmdum á mannvirkjum. Vínbannið afnumið Lokað Lokað verður vegna jarðarfarar Gunnars Guðmundssonar, forstjóra, mánudaginn 6. desember frá kl. 13. GG Gunnar Guðmundsson hf. Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjóri, sem lést fimmtudaginn 25. nóvember, verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju mánudaginn 6. desember klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Eiríkur Gunnarsson, Valgerður Stefánsdóttir, Trausti Gunnarsson Berg- lind Rut Sveinsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Guðjón Pétur Ólafsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Unnur Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Hjörtur Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Þennan dag árið 1945 týndist heil flugsveit, sem send var í leiðang- ur frá Fort Lauderdale í Flórída. Eftir tveggja stunda flug til- kynnti foringi sveitarinnar að áttavitar vélanna og varaátta- vitar væru óvirkir. Tveimur tím- um seinna urðu vélarnar elds- neytislausar og talið er að þær hafi nauðlent á sjó. Leitarvél var send út af örk- inni en hvarf líka. Sjóherinn setti af stað umfangsmestu leit sem gerð hafði verið til þessa. En enginn árangur varð. Sjóherinn hélt því fram að leifar vélanna og önnur ummerki hefðu eyði- lagst í óveðri en þessi flugvéla- hvörf eru upphaf bollalegginga um Bermúdaþríhyrninginn. Á sjötta áratugnum kom nafn- ið fyrst fram í grein í tímaritinu „Argosy“, og síðan hafa verið rit- aðar um þetta ótal greinar og jafnvel bækur. Þeir sem trúaðir eru á yfirnáttúruleg fyrirbæri draga línu frá Flórídaskaga, til Puerto Rico, þaðan til Bermúda og síðan til Flórída. Á þessu svæði eru sögð hafa verið óeðli- lega mörg skips- og flugvéla- hvörf. En ekkert rennir í raun stoðum undir þessar fullyrðing- ar. ■ Bermúdaþríhyrningurinn KORT AF BERMÚDAÞRÍHYRNINGNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.