Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 1
KÚLUSKÍTUR Í NÁTTÚRUFRÆÐISTOFU KÓPAVOGS Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vígði nýtt kúluskítsbúr í Náttúru- fræðistofu Kópavogs í gær, en fjöldi gesta lagði leið sína þangað til að berja kúluskítinn augum. HÚSBROT Í FOSSVOGI Hópur manna réðst inn á heimili í Fossvogi með hagla- byssu. Þeir gengur í skrokk á húsráðanda sem handleggsbrotnaði og hlaut skurð á enni. Kona sem var í íbúðinni er ómeidd en hún náði að forða sér út. Sjá síðu 2 KARLAR YFIR KONUM Karlar í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana hafa allt að 29,5 prósentum hærri tekjur en konurnar. Leið- rétting á launamun kynjanna er inni í kröfu- gerð félagsins. Sjá síðu 6 VANNÝTT GAGNAFLUTNINGS- GETA Gagnaflutningsgeta um sæstreng margfaldaðist með tilkomu Farice-sæstrengs- ins í byrjun ársins. Ekki er nýttur nema lítill hluti af flutningsgetu strengsins, en þó rukka flestar netþjónustur viðskiptavini sérstaklega fyrir erlent niðurhal. Sjá síðu 8 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 5. desember 2004 – 333. tölublað – 4. árgangur N†TT KORTATÍM ABIL! 13-18 OPI‹ Jólaböll kl. 14 og 16. VAXANDI SUNNANÁTT með morgn- inum og má reikna með hvassviðri víða í dag og úrkomu um allt land. Sjá síðu 4 JÓLASKEMMTUN Klukkan tvö í dag verður leikhópurinn Perlan með jóla- skemmtun í Borgarleikhúsinu í Reykjavík þar sem sýndur verður fjöldi atriða. 19 dagar til jóla Opið 13-17 í dag SÍÐUR 22 & 23 ▲ Jólagjafahandbók Kringlunnar fylgir blaðinu í dag Nýtt kortatímabil. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 26 71 5 1 2/ 20 04 Piltur lést í eldsvoða Piltur um tvítugt lést í eldsvoða á heimili sínu við Bárustíg á Sauðár- króki í gær. Annar piltur sem fannst meðvitundarlaus í húsinu var flutt- ur til Reykjavíkur. Stúlka og piltur náðu að forða sér frá eldinum. Selvogur: Þar sem tíminn stendur í stað Ljósin slökkt – Nýtt safnbox með Nirvana er komið út. Þrjár plötur með sjaldheyrðu efni tríósins eru í boxinu auk eins DVD-disks. Aflamarkskerfi: Kerfin ekki sameinuð SJÁVARÚTVEGUR Krókaaflamarks- kerfi smábáta og aflamarkskerfi verða ekki sameinuð, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. Hann segir að ekki hafi verið hreyft við hugmyndum í þá veru hjá stjórnarflokkunum. Vit- að er til þess að einstakir útvegs- menn hafi safnað kvóta á smábáta í von um að verðmæti kvótans myndi aukast í sameinuðu kerfi. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir kvóta hafa verið fluttan af skipum í afla- markskerfinu og yfir í krókaafla- markskerfið á þeim forsendum að hann ætti að fara á smærri báta. „Að gera eigendum báta í króka- aflamarkskerfinu kleift að selja út- gerðarmönnum þann kvóta aftur væri alveg fráleitt,“ segir hann. Sjá síðu 4 - óká Lögreglurannsókn: Húsleit hjá poppgoði BANDARÍKIN, AP Rannsóknarlög- reglumenn Sýslumannsembættis Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum gerðu húsleit á búgarði popp- goðsins Michaels Jackson á föstu- dag, en hann á að mæta fyrir rétt eftir nokkrar vik- ur sakaður um barnamisnotkun. Yfirvöld vildu ekki gefa upp af hverju ráðist hafi verið til inngöngu á búgarðinn nú, meira en ári eftir fyrstu húsleit á staðnum. Í tilkynningu Sýslu- mannsembættisins sagði bara að húsleitin væri „hluti yfirstand- andi rannsóknar.“ Michael Jackson, sem er 46 ára gamall, var í desember í fyrra kærður fyrir að misnota ungan dreng og halda að honum áfengi. Réttarhöldin yfir honum eiga að byrja 31. janúar næstkomandi. ■ BANASLYS Piltur um tvítugt fórst í bruna í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki í gær. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauð- árkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd en þau stukku út af annarri hæð hússins. Stúlkan var í þann mund að stökkva út um glugga á annarri hæð hússins þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn um klukkan ellefu í gærmorgun. Tveir vegfarendur náðu að grípa stúlkuna. Skömmu síðar stökk pilturinn út af svölum hússins. Þegar slökkviliðsmaður fór inn um þvottahúsið fann hann pilt meðvitundarlausan rétt við dyrn- ar. Móðir piltsins vinnur á sjúkra- húsinu, en hún tók á móti ung- mennunum þar. Hún fór síðan með syni sínum til Akureyrar og þaðan með flugi til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar er ástand piltsins stöðugt en hann var í önd- unarvél þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Pilturinn sem lést fannst inni í stofu hússins þar sem er talið að eldurinn hafi kom- ið upp. Fleiri ungmenni höfðu verið í samkvæmi í húsinu um nóttina en voru farin þegar eldur- inn kviknaði. Slökkvistarf gekk greiðlega en mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsið sem er steinhús er talið nánast ónýtt eftir brunann vegna gífur- legs hita sem myndaðist. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi og ekki er ljóst um eldsupptök annað en að þau eru talin hafa verið í stofu á neðri hæð. Íbúar á Sauðarkróki eru mjög slegnir yfir brunanum. Tendra átti ljós á jólatré bæjarbúa með við- höfn í gær en því var frestað þar til í dag. - hrs / - bb Jón H. Snorrason: Hvítflibbar dregnir til ábyrgðar SÍÐA 28 ▲ SÍÐA 30 ▲ Náttúrufræðistofnun Kópavogs: Ráðherra vígði kúluskítsbúr FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SÖFN Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vígði nýtt kúluskítsbúr í Náttúrufræðistofu Kópavogs í gær. Stórvaxinn kúluskítur er að- eins þekktur í tveimur stöðuvötn- um á jörðinni, í Mývatni og Akan- vatni í Japan. Hann er því á meðal sérstæðustu fyrirbæra í náttúru Íslands. Kúluskítur er stórvaxið kúlu- laga vaxtarafbrigði af grænþör- ungstegund. Kúlurnar eru allar álíka á stærð, um tíu til fimmtán sentimetrar í þvermál. Hvorki er vitað hvernig kúlurnar verða til né hve gamlar þær eru. Veiðibændur við Mývatn hafa fengið kúlurnar í net sín og þá jafnað kallað þær skít. Vísindamenn hafa því gefið fyrir- brigðinu heitið kúluskítur. - ghg MICHAEL JACKSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.