Fréttablaðið - 05.12.2004, Page 1

Fréttablaðið - 05.12.2004, Page 1
KÚLUSKÍTUR Í NÁTTÚRUFRÆÐISTOFU KÓPAVOGS Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vígði nýtt kúluskítsbúr í Náttúru- fræðistofu Kópavogs í gær, en fjöldi gesta lagði leið sína þangað til að berja kúluskítinn augum. HÚSBROT Í FOSSVOGI Hópur manna réðst inn á heimili í Fossvogi með hagla- byssu. Þeir gengur í skrokk á húsráðanda sem handleggsbrotnaði og hlaut skurð á enni. Kona sem var í íbúðinni er ómeidd en hún náði að forða sér út. Sjá síðu 2 KARLAR YFIR KONUM Karlar í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana hafa allt að 29,5 prósentum hærri tekjur en konurnar. Leið- rétting á launamun kynjanna er inni í kröfu- gerð félagsins. Sjá síðu 6 VANNÝTT GAGNAFLUTNINGS- GETA Gagnaflutningsgeta um sæstreng margfaldaðist með tilkomu Farice-sæstrengs- ins í byrjun ársins. Ekki er nýttur nema lítill hluti af flutningsgetu strengsins, en þó rukka flestar netþjónustur viðskiptavini sérstaklega fyrir erlent niðurhal. Sjá síðu 8 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 5. desember 2004 – 333. tölublað – 4. árgangur N†TT KORTATÍM ABIL! 13-18 OPI‹ Jólaböll kl. 14 og 16. VAXANDI SUNNANÁTT með morgn- inum og má reikna með hvassviðri víða í dag og úrkomu um allt land. Sjá síðu 4 JÓLASKEMMTUN Klukkan tvö í dag verður leikhópurinn Perlan með jóla- skemmtun í Borgarleikhúsinu í Reykjavík þar sem sýndur verður fjöldi atriða. 19 dagar til jóla Opið 13-17 í dag SÍÐUR 22 & 23 ▲ Jólagjafahandbók Kringlunnar fylgir blaðinu í dag Nýtt kortatímabil. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 26 71 5 1 2/ 20 04 Piltur lést í eldsvoða Piltur um tvítugt lést í eldsvoða á heimili sínu við Bárustíg á Sauðár- króki í gær. Annar piltur sem fannst meðvitundarlaus í húsinu var flutt- ur til Reykjavíkur. Stúlka og piltur náðu að forða sér frá eldinum. Selvogur: Þar sem tíminn stendur í stað Ljósin slökkt – Nýtt safnbox með Nirvana er komið út. Þrjár plötur með sjaldheyrðu efni tríósins eru í boxinu auk eins DVD-disks. Aflamarkskerfi: Kerfin ekki sameinuð SJÁVARÚTVEGUR Krókaaflamarks- kerfi smábáta og aflamarkskerfi verða ekki sameinuð, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. Hann segir að ekki hafi verið hreyft við hugmyndum í þá veru hjá stjórnarflokkunum. Vit- að er til þess að einstakir útvegs- menn hafi safnað kvóta á smábáta í von um að verðmæti kvótans myndi aukast í sameinuðu kerfi. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir kvóta hafa verið fluttan af skipum í afla- markskerfinu og yfir í krókaafla- markskerfið á þeim forsendum að hann ætti að fara á smærri báta. „Að gera eigendum báta í króka- aflamarkskerfinu kleift að selja út- gerðarmönnum þann kvóta aftur væri alveg fráleitt,“ segir hann. Sjá síðu 4 - óká Lögreglurannsókn: Húsleit hjá poppgoði BANDARÍKIN, AP Rannsóknarlög- reglumenn Sýslumannsembættis Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum gerðu húsleit á búgarði popp- goðsins Michaels Jackson á föstu- dag, en hann á að mæta fyrir rétt eftir nokkrar vik- ur sakaður um barnamisnotkun. Yfirvöld vildu ekki gefa upp af hverju ráðist hafi verið til inngöngu á búgarðinn nú, meira en ári eftir fyrstu húsleit á staðnum. Í tilkynningu Sýslu- mannsembættisins sagði bara að húsleitin væri „hluti yfirstand- andi rannsóknar.“ Michael Jackson, sem er 46 ára gamall, var í desember í fyrra kærður fyrir að misnota ungan dreng og halda að honum áfengi. Réttarhöldin yfir honum eiga að byrja 31. janúar næstkomandi. ■ BANASLYS Piltur um tvítugt fórst í bruna í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki í gær. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauð- árkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd en þau stukku út af annarri hæð hússins. Stúlkan var í þann mund að stökkva út um glugga á annarri hæð hússins þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn um klukkan ellefu í gærmorgun. Tveir vegfarendur náðu að grípa stúlkuna. Skömmu síðar stökk pilturinn út af svölum hússins. Þegar slökkviliðsmaður fór inn um þvottahúsið fann hann pilt meðvitundarlausan rétt við dyrn- ar. Móðir piltsins vinnur á sjúkra- húsinu, en hún tók á móti ung- mennunum þar. Hún fór síðan með syni sínum til Akureyrar og þaðan með flugi til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar er ástand piltsins stöðugt en hann var í önd- unarvél þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Pilturinn sem lést fannst inni í stofu hússins þar sem er talið að eldurinn hafi kom- ið upp. Fleiri ungmenni höfðu verið í samkvæmi í húsinu um nóttina en voru farin þegar eldur- inn kviknaði. Slökkvistarf gekk greiðlega en mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsið sem er steinhús er talið nánast ónýtt eftir brunann vegna gífur- legs hita sem myndaðist. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi og ekki er ljóst um eldsupptök annað en að þau eru talin hafa verið í stofu á neðri hæð. Íbúar á Sauðarkróki eru mjög slegnir yfir brunanum. Tendra átti ljós á jólatré bæjarbúa með við- höfn í gær en því var frestað þar til í dag. - hrs / - bb Jón H. Snorrason: Hvítflibbar dregnir til ábyrgðar SÍÐA 28 ▲ SÍÐA 30 ▲ Náttúrufræðistofnun Kópavogs: Ráðherra vígði kúluskítsbúr FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SÖFN Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vígði nýtt kúluskítsbúr í Náttúrufræðistofu Kópavogs í gær. Stórvaxinn kúluskítur er að- eins þekktur í tveimur stöðuvötn- um á jörðinni, í Mývatni og Akan- vatni í Japan. Hann er því á meðal sérstæðustu fyrirbæra í náttúru Íslands. Kúluskítur er stórvaxið kúlu- laga vaxtarafbrigði af grænþör- ungstegund. Kúlurnar eru allar álíka á stærð, um tíu til fimmtán sentimetrar í þvermál. Hvorki er vitað hvernig kúlurnar verða til né hve gamlar þær eru. Veiðibændur við Mývatn hafa fengið kúlurnar í net sín og þá jafnað kallað þær skít. Vísindamenn hafa því gefið fyrir- brigðinu heitið kúluskítur. - ghg MICHAEL JACKSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.