Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 62
50 5. desember 2004 SUNNUDAGUR „Þegar hálf þjóðin er að hand- leggsbrjóta sig telst nú varla til tíðinda að ég hafi brotnað og beinlínis hallærislegt að vor- kenna sér yfir því í fjölmiðlum,“ segir rithöfundurinn Halldór Guðmundsson, sem á dögunum gaf út ævisögu Halldórs Laxness í útgáfu JPV. „Þetta er auðvitað ógurlegt vesen og ég kann ekkert að vera í gipsi, þótt ég hafi reyndar barn- ungur fótbrotnað. Maður þarf að finna út hvernig maður beitir sér upp á nýtt.“ Halldór varð fyrir því óláni í vikunni að skrika fótur á flughálu bílaplaninu fyrir utan heimili sitt í Seljahverfi og margbrotna á vinstri hönd. „Ég datt á hausinn eins og ann- ar hver Íslendingur þessa miklu hálkudaga og fór í biðröðina á slysavarðstofunni, sem er ekki í frásögur færandi. Framhand- leggurinn mölbrotnaði og við meðferð brotsins kölluðu lækn- arnir stofuna réttingarverkstæð- ið,“ segir Halldór hlæjandi um leið og hann minnist uppörvunar eins sjúkraliðans; að þetta hefði þó verið vinstri höndin og því gæti hann ljómandi vel áritað nýju bókina. „Auðvitað veldur brotið mér vissum erfiðleikum enda bókin mikill doðrantur og heil 2,2 kíló að þyngd! Í mörg sumur vann ég á lager og því eiga lagermenn alla mína samúð að selflytja bók- ina. Sjálfur tek ég þær alla vega ekki margar upp í einu, svona á mig kominn,“ segir Halldór og bætir við að hann þurfi sem betur fer enga aðstoðarmenn við áritunina. „Ég styðst auðvitað við gamla málsháttinn: Fall er fararheill. Hins vegar felst mín stóra fram- för í því að nú er ég ekki að skrifa heldur árita bók og það getur maður auðveldlega gert með annarri hendinni.“ Hann segist glaður yfir við- tökum bókarinnar og segir þær framar öllum vonum. „Ég vildi skrifa bók sem fólki fyndist gam- an að lesa og vekti áhuga á nafna mínum. Mér sýnist það vera að nást. Það hefur verið gaman að fylgja henni eftir, mikið um árit- anir og upplestra og á sunnudag- inn les ég upp á sjálfum Gljúfra- steini þar sem boðið verður upp á ókeypis dagskrá í stofunni klukk- an hálffjögur. Upplestrarstund á Gljúfrasteini er óneitanlega skemmtileg og staðurinn viðeig- andi. Ég hlakka mikið til,“ segir Halldór spenntur, en þess má geta að Þórarinn Eldjárn og Jónas Ingimundarsson lesa báðir upp í jólalegri stofu nóbelskálds- ins við hlið Halldórs á sunnudag- inn. thordis@frettabladid.is HALLDÓR GUÐMUNDSSON: MÖLBRAUT VINSTRI FRAMHANDLEGG Í HÁLKUNNI MIKLU Fall er fararheill! … fær Hugleikur Dagsson fyrir nýja teiknimyndabók sem heitir Ríðið okkur. HRÓSIÐ Sendu SMS skeytið BTL KZF á númerið 1900 og þú gætir unnið. KILLZONE Call of Duty finset Hour KILLZONE bolir og fleira Aðrir tölvuleikir DVD myndir Margt fleira. VINNINGAR Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið RITHÖFUNDURINN HALLDÓR GUÐMUNDSSON Hefur í nógu að snúast þessa dagana við áritanir og upplestur úr nýju bókinni sinni, Halldór Laxness - ævisaga. Halldór er heppinn að hafa hægri höndina óbrotna og getur því léttilega áritað eintök fyrir aðdáendur nóbelskáldsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson gekk að eiga unnustu sína Völu Ágústu Káradóttur í lok nóvember. Þó Gísli Marteinn sé alvanur því að vera í sviðsljósinu ákváðu þau hjónin að halda stóru stundinni út af fyrir sig voru gefin saman í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði án alls lúðrablásturs og veisluhalda. Gísli Marteinn og Vala Ágústa hafa verið saman í um það bil 10 ár og eiga saman dæturnar Elísabeti Unni Gísladóttur, sem er sex ára, og Vigdísi Freyju Gísladóttur, sem er þriggja ára. Í sambúð Gísla Marteins og Völu Ágústu hefur sú hefð komist á að þau bjóða nánum vinum og vanda- mönnum í kaffi á fyrsta sunnudegi aðventu og þau notuðu það tæki- færi til þess að greina fólki úr innsta hring frá giftingunni og að sögn Gísla Marteins komu tíðindin öllum í opna skjöldu. Gísli Marteinn segir að þó þau hjónin hafi ákveðið að ganga lát- laust í það heilaga séu þau ekkert að keppast við að halda ákvörðun- inni leyndri en þau hafi hins vegar ekki séð neina ástæðu til að básúna það sérstaklega út að þau hefðu staðfest sambúð sína fyrir augliti Guðs og manna. ■ Gifti sig í rólegheitum GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Gekk að eiga unnustu sína til margra ára, Völu Ágústu Káradóttur, á dögunum. Þau ákváðu að ganga í hjónaband án þess að blása í stríðslúðra og voru gefin saman við látlausa athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hvernig ertu núna? Eins og ég er alltaf. Augnlitur: Mjög erfitt að lýsa honum. Starf: Dagskrárgerðarkona. Stjörnumerki: Ljón. Hjúskaparstaða: Hjúskaparstaða er asnalegt orð en staðan er góð. Hvaðan ertu? Héðan og þaðan, Kópavogi og Noregi. Helsta afrek: Að hafa alltaf gert það sem mig langar til. Helstu veikleikar: Tryllt í skapinu. Helstu kostir: Ég veit ýmislegt betur en aðrir. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Sópranós og Absolutely Fabulous. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Tvíhöfði er alltaf dásemd. Uppáhaldsmatur: Rjúpur. Uppáhaldsveitingastaður: Æji mér er alveg sama. Uppáhaldsborg: Róm. Mestu vonbrigði lífsins: Ræðir maður ekki í fjölmiðlum. Áhugamál: Þarf að finna mér svoleiðis, hljómar skemmtilega. Viltu vinna milljón? Nei, ég myndi ekki tíma helmingnum í skattinn. Jeppi eða sportbíll: Ógnvekjandi og hávaðasamur jeppi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fréttaljós- myndari. Hver er fyndnastur/fyndnust? Hann heimtar nafnleynd. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Benicio Del Toro er ekki viðbjóður. Trúir þú á drauga? Ég trúi að afi gangi aftur. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Vil ekki vera dýr. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Var ég ekki að segja það? Áttu gæludýr? Já, sirkúsköttinn Hrapp. Besta kvikmynd í heimi: Verður í leikstjórn Þóru Tómasdóttur, frumsýnd 2010. Besta bók í heimi: Liza Marklund er uppáhaldið mitt. Næst á dagskrá: Að búa til betri dagskrá. HIN HLIÐIN ÞÓRA TÓMASDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA SÝNIR Á SÉR HINA HLIÐINA Þarf að finna áhugamál 16.08.79 ÞÓRA TÓMASDÓTTIR ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi rekstrarfé í fjárlögum. Ingibjörg Þ. Rafnar. Um 30 prósent. JÓLATRÉ Á AUSTURVELLI Í dag verður kveikt á Óslóartrénu á Austurvelli. Óslóartréð lýsir upp Austurvöll Í dag er komið að því. Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli síðdegis. Þetta er í 53. sinn sem Norðmenn færa Íslendingum veglegt jólatré til að skreyta miðborg Reykjavíkur á aðventu. Í meira en hálfa öld hafa borgarbúar fagnað þessari gjöf með því að bregða undir sig betri fætin- um og taka þátt í þeim hátíðahöld- um sem haldin eru í tilefni af ljósa- dýrð trésins góða. Dagskráin hefst klukkan 15.30 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög á Austurvelli. Að því búnu syngur Dómkórinn nokkur lög undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. Kynnir verður útvarpskonan geðþekka, Gerður G. Bjarklind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.