Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 40
Rannsókn og saksókn skatta- og efnahagsbrota heyrir undir em- bætti Ríkislögreglustjóra og er eina undantekning þess að lög- reglustjórar, hver í sínu umdæmi, rannsaki mál sem upp koma í um- dæminu og fari með ákæruvald í þeim málum. Ástæðan er sú að rannsókn skatta-og efnahagsbrota er flókin og tímafrek og getur oft staðið í mánuði, jafnvel ár, og krefst sérstakrar þekkingar á við- skiptum og bókhaldi. Brot þessi eru meðal þeirra flóknustu sem lögregla þarf að glíma við og krefst sérhæfingar sem talið er útilokað að byggja upp og við- halda í fleiri en einni rannsóknar- deild á landinu. Peningaþvætti Yfirmaður rannsókna og sak- sókna skatta og efnahagsbrota, eða Sviðs 5 hjá embættinu, er Jón H. Snorrason. Hann segir efna- hagsbrotadeildina hjá Ríkislög- reglustjóra hafa verið stofnaða til þess að takast á við stærstu verk- efnin á þessu sviði; stærri auðg- unarbrot, fjármálabrot eða brot í atvinnustarfsemi og viðskiptum sem sum eru skilgreind sem efna- hagsbrot. Aðspurður hvort efnahags- brotadeildin hefji rannsókn í mál- um af sjálfsdáðum segir Jón; „Ef tilefni er til ber lögreglunni að hefja rannsókn vegna brota, t.d. vegna ábendinga frá bönkum vegna gruns um peningaþvætti. Peningaþvætti eru aðgerðir til þess að koma ágóða af afbrotum undan og inn í hagkerfið t.d. úr fíkniefnabrotum. Ég get nefnt sem dæmi mál sem kallað var og er „stóra fíkniefnamálið“ frá ár- inu 1999. Þetta var stórt og mikið mál og gríðarleg innflutnings- starfsemi sem hafði staðið í mörg misseri. Fíkniefnadeildin benti okkur á að þarna væru mikil verð- mæti í höndum manna sem grun- aðir væru um tengsl við þetta skipulag um innflutning og sölu fíkniefnanna.“ Lækkun á áunnum réttindum Brot sem efnahagsbrotadeild er að rannsaka varða hagsmuni al- mennings, stóran hluta af sam- félaginu, samfélagið allt, eða stór- an hóp sem er kannski þannig samsettur að einstaklingar í hópn- um eiga enga möguleika á að gæta hagsmuna sinna. Jón nefnir sem dæmi greiðendur í lífeyrissjóði og lífeyrisþega. „Þeir eiga auðvitað, í gegnum stjórn, að hafa fulltrúa sem gætir hagsmuna þeirra. En það er ekkert kerfi þannig að það sé öruggt. Mikill fjöldi þeirra brota sem við vinnum að varða brot gegn sjóðum, eða brot sem eru framin í starfsemi sjóðsins, jafnvel þeirra manna sem fengið hafa stöður af hálfu sjóðsins til að gera eitthvað. Á síðustu árum höf- um við verið með tugi slíkra mála. Þarna er um að ræða brot sem geta haft gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem á erfitt með að gæta hagsmuna sinna. Það eru dæmi um að brot hafi haft þær af- leiðingar að greiðslur til lífeyris- þega hafa lækkað um tugi pró- senta. Þau leiða beinlínis til lækk- unar á áunnum réttindum.“ Nígerískir glæpahópar Dæmi um önnur mál sem hafa byrjað fyrir tilstuðlan lögreglu má nefna mál konu sem var ákærð og dæmd á árinu 2001 fyrir að hafa misnotað einsemd og góðmensku nokkurra eldri piparsveina og ekkla víða um landið til að svíkja út hjá þeim tugi milljóna króna. Þetta mál kom upp eingöngu á grundvelli ábendingar frá starfs- mönnum Íslandsbanka um grun- samlega peningasöfnun konunnar, en með þessu auðnaðist deildinni að grípa inn í glæpaferil konunnar sem staðið hafði í 10 ár og kostað þessa menn megnið af ævisparn- aðinum. Að auki hefur deildin tvisvar gripið inn í umsvif níger- ískra glæpahópa hér á landi, einu sinni 1999 og aftur 2001, eftir ábendingar banka vegna gruns um peningaþvætti sem leiddi til þess að þessir aðilar hafa verið dæmd- ir tvisvar til fangelsisrefsingar vegna fjársvika hér á landi.“ Meiningin að refsa fyrir brot Það eru mjög mikilvægir hags- munir sem einkenna þau brot sem efnahagsbrotadeildin rann- sakar. Skattsvikamál, svikamál um rekstur fyrirtækja sem eru með þeim hætti að ekki er staðið í skilum á greiðslum til hins opinbera. Skattheimta er tekju- öflun ríkissjóðs og sveitarfélaga sem vegið er að með skattsvikum þannig að minna verður til skipt- anna til að standa straum af vel- ferðarkerfinu. Með því að rann- saka mál og fara með þau fyrir dómstóla er meiningin að refsa fyrir brotið og ná til baka auðg- uninni sem menn hafa fengið. Refsingin á að gefa margþætt skilaboð, meðal annars þau að af- brot borgi sig ekki. Dæmdar sektir í skattamálum frá því að embætti Ríkislögreglustjóra var stofnað nema margföldum fjár- veitingum efnahagsbrotadeildar- innar. Jón segir að dæmdar sekt- ir nemi nú þegar milljarði – en embættið var stofnað 1997. Mjög viðunandi árangur Jón segir deildina hafa fengið mjög viðunandi niðurstöðu í mál- um sem hún hefur tekið til með- ferðar. „Frá upphafi hefur verið sakfellt í 95% tilvika. Það er mælikvarði sem þarf að hafa augun á. Það hefur verið leitast við það hjá systurstofnunum okkar á Norðurlöndum að þessi niðurstaða sé helst ekki undir 90%. Ef við lítum á flóruna af málum sem við erum með, er hún svipuð því sem gerist í lönd- unum í kringum okkur. Það sem er öðruvísi hjá okkur miðað við kollega okkar á Norðurlöndunum er fjöldi mála sem eru rannsökuð og saksótt er í af efnahagsbrota- deildinni. Á hverju ári eru þetta að jafnaði 100 til 130 mál – sem er hlutfallslega mun meira en hjá þeim.“ Símenntun er grundvallaratriði Við efnahagsbrotadeildina vinna saman lögreglumenn, lögfræðing- ar og löggildir endurskoðendur. Í deildinni er leitast við að hafa samstarf við þá aðila sem á hverj- um tíma er nauðsynlegt að hafa, eða eins og Jón segir: „Mikil og breið reynsla við rannsókn mála og góð þekking á bókhaldi og rekstri, auk sérhæfðrar þekking- ar er nauðsynleg. Ef þekking þarf að vera mjög sérhæfð kaupum við hana í hverju tilviki fyrir sig. Deildin hefur á að skipa fólki sem hefur mjög góðan bakgrunn. Sum- ir hafa þekkingu og reynslu úr at- vinnu sem þeir stunduðu áður, aðrir háskólamenntun t.d. í við- skiptafræðum og tölvufræðum. Auk þess er alltaf unnið að því á vegum efnahagsbrotadeildarinn- ar að sækja aukna þekkingu á hverjum tíma. Hér er mikil sí- menntun í gangi – sem er grund- vallaratriði fyrir starfsmenn á þessu sviði til þess að standast þær kröfur sem verkefnin gera á herjum tíma.“ Hvítflibbabrotin ný Jón segir hafa vakið athygli sína á síðustu árum hvað nýjar brota- tegundir hafi komið hratt upp. Það hefur reynst tilviljun ein hvort brotin geri fyrst vart við sig hér eða til dæmis í Noregi eða Danmörku. „Það getur því gerst að við séum á undan að ná tökum á brotategundum, aðrir komi á eftir okkur og hafi af okkur að læra. Sem dæmi um þetta er rannsókn sem við hófum á þessu ári gegn þeim sem safna og dreifa með ólögmætum hætti höfundarréttarvörðu efni, svo sem kvikmyndum og tónlist á netinu. Lögregla í Evrópu hefur sett sig í samband við okkur vegna þess að þar hefur ekki enn tekist að taka á þessari ólögmætu aðferð sem hefur leitt til þess að réttur listamanna er að engu hafður og þessi iðnaður verður af milljörðum dollara á degi hverj- um t.d. í Evrópu einni. Þessir brotaflokkar sem við erum að fást við eru ekki gamlir sem við- fangsefni lögreglunnar og dóm- stóla,“ segir Jón og bætir við að hvítflibbabrot hafi verið afar sjaldgæf. „Þeir sem lögregla og dómstólar voru að fást við voru í flestum tilvikum ógæfufólk sem bar ógæfu sína utan á sér, rúnum rist, þar sem beinlínis mátti lesa í andliti og klæðaburði að væri ut- angarðsfólk vegna óreglu eða annarrar ógæfu sem það fæddist oft inn í. Það er nýtt að draga til ábyrgðar fyrir gerðir sínar „hvít- flibbana“, vel menntað fólk sem á mikið undir sér, eins og sagt er, og nýtur virðingar og tiltrúar í samfélaginu. Þarna er oft um að ræða fólk sem hefur efni á að kalla sér til aðstoðar alla þá fræð- inga sem völ er á og sem getur talað máli þess.“ sussa@frettabladid.is 28 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Frá upphafi hefur verið sakfellt í 95% tilvika. Það er mælikvarði sem þarf að hafa augun á. Það hefur verið leitast við það hjá systurstofnunum okkar á Norðurlöndum að þessi niðurstaða sé helst ekki undir 90%. ,, JÓN H. SNORRASON Ef tilefni er til ber lögreglunni að hefja rannsókn vegna brota, t.d. vegna ábendinga frá bönkum vegna gruns um peningaþvætti. Hvítflibbar dregnir til ábyrgðar Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, segir tegundir afbrota hafa breyst mikið á síðustu tíu til tuttugu árum hér á landi. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við hann um breytta tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.