Fréttablaðið - 05.12.2004, Side 18

Fréttablaðið - 05.12.2004, Side 18
Danskir fjölmiðlar hafa farið mik- inn á síðustu dögum vegna kaupa íslenskra fjárfesta á verslunar- keðjunni Magasin du Nord. Sér- staklega hefur dagblaðið Berl- ingske Tidende verið iðið við kol- ann. Áhyggjur af eignatengslum Í fréttum Berlingske Tidende síð- ustu daga hefur sérstaklega verið fjallað um KB banka og því haldið fram að í kringum bankann sé köngulóarvefur tengsla sem víðast hvar annars staðar væri ólöglegur. Raunar er margt missagt um eignatengslin í fréttum Berlingske auk þess sem túlkun blaðsins á at- hugasemdum Fjármálaeftirlitsins hljóta að teljast framsækin. Prófessor í Viðskiptaháskólan- um í Kaupmannahöfn veltir fyrir sér hvort eignarhlutur og kaup- réttir starfsmanna í KB banka skapi hættu á því að skammtíma- sjónarmið ráði of miklu um stefnu bankans og í sömu grein er útrás íslenskra fyrirtækja á síðustu misserum líkt við internetbóluna undir lok síðustu aldar. Prófessorinn, Casper Rose, nefnir einnig bandarísku fyrir- tækjaskandalana (svo sem eins og Enron) á síðustu árum þegar hann lýsir áhyggjum sínum af íslensku fyrirtækjunum. Munur á Bretlandi og Danmörku Mikill munur er á því hvernig danskir fjölmiðlar hafa tekið á umsvifum Íslendinga þar í landi og þeirri umfjöllun sem íslenskir fjárfestar hafa fengið í breskum fjölmiðlum. Þótt umsvif Íslend- inga séu miklum mun meiri í Bretlandi heldur en Danmörku hafa breskir fjölmiðlar verið mjög jákvæðir í garð Íslending- anna. Annað virðist uppi á ten- ingnum í Danmörku. Í Bretlandi er íslensku fjárfestunum lýst sem hugdjörfum víkingum og fram- kvæmdamönnum en í Danmörku er dregin upp mynd af grugg- ugum köngulóarvef fyrirtækja- samsteypna þar sem hætta sé á því að hrina gjaldþrota kunni að kippa fótunum undan öllum stærstu íslensku fyrirtækjunum. Súrir yfir sjálfstæði Guðmundur Hálfdánarson, pró- fessor í sagnfræði, segir það ekki koma sér á óvart að fjárfestingar Íslendinga í Danmörku veki blendin viðbrögð. „Reyndar hefur þetta verið blandað. Berlingske hefur tekið þetta eitthvað óstinnt upp en Poiltiken var jákvæðara. Það getur verið að þetta sé að ein- hverju leyti persónulegt en menn finna það stundum, sérstaklega 18 5. desember 2004 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is „Þetta er svona svipað eins og ef Færeyingar færu að gera eitthvað álíka. Menn myndu ekki verða hrifnir af því og kannski finnst einhverjum þetta bera vott um hnignun stórveldisins“ Danir bauna á íslenska fjárfesta Danskir fjölmiðlar eru mishrifnir af fjárfestingum Íslendinga í Danmörku. Eitt dagblaðanna telur að það hljóti að vera maðkur í íslensku fjármálamysunni. Sigurður Líndal og Guðmundur Hálfdánarson telja að viðbrögðin litist af forsögu þjóðanna og tortryggni milli Norðurlandanna. Kynningarfundur um BS nám í viðskiptafræði - nám hafið á vormisseri Mánudaginn 6. desember, milli kl. 17:00 og 18:00, verður haldinn kynningarfundur um BS nám í viðskiptafræði sem hefst á vormisseri í Odda stofu 101. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag námsins er að finna á heimasíðu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands www.vidskipti.hi.is ÍSLENSKIR VÍKINGAR Í KAUPMANNAHÖFN Dönsku fjölmiðlarnir eru undrandi á umsvifum íslenskra fjárfesta í Danmörku eftir kaup Baugs, Straums og Birgis Þórs Bieltvedt á hinni rótgrónu verslun Magasin du Nord. Berlingske Tidende óttast að íslenskt athafnalíf sé frumstætt og úr tengslum við veruleikann. SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.