Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 26
Það var rafmagnað andrúmsloft meðal 60 Íslendinga í Ráðhúsinu í Vínarborg þegar ungverskur kór hóf að syngja „Það á að gefa börn- um brauð að bíta í á jólunum“ í út- setningu Jórunnar Viðar á tærri íslensku. Kórinn, sem er frá borg- inni Göd skammt frá Búdapest, er undir stjórn Ferenc Utassy sem stjórnaði mörgum kórum á Ís- landi fyrir nokkrum árum. Árlega er haldið kóramót í Ráðhúsinu í Vínarborg á fyrsta sunnudegi í að- ventu en Ráðhúsið er miðpunktur aðventunnar í borginni. Fyrir utan húsið er risastór jólamarkað- ur, hús og garður er skreytt ljós- um og inni í húsinu eru fjölskyld- ur að baka og föndra. Íslenska hefur aldrei hljómað þar fyrr því enginn íslenskur kór hefur tekið þátt. Íslandsvinurinn, kórstjórinn, fararstjórinn og ræðismaður Ís- lands í Búdapest, Ferenc Utassy segir að þegar hann var kórstjórn- andi á Íslandi sungu kórarnir hans oft á ungversku. „Við erum bara að jafna reikningana. Kórsöngur er menningarbrú á milli þjóða og það er alltaf gaman að fást við arf annarra menningarheima,“ segir hann brosandi og hæstánægður með frammistöðu kórsins. Á efn- iskránni var blanda af jólalögum frá Ungverjalandi, Bretlandi og Íslandi en kórinn söng líka Gloria tibi eftir Jón Ásgeirsson. Það er ekki hlaupið að því að komast með kór á þetta kóramót því leggja þarf inn umsókn með sex mánaða fyrirvara. Síðan er nefnd sem velur úr kórana sem koma fram. Óopinber fulltrúi Ís- lands í Vínarborg, Gunnhildur Gunnarsdóttir, hafði veg og vanda af því að koma ungverska kórnum að. Gunnhildur hefur búið í Vínar- borg í sextán ár og öllum hnútum kunnug. „Ef einhver íslenskur kór hefur áhuga á að koma á þessa há- tíð á næsta ári mun ég gera allt til þess að aðstoða hann,“ segir Gunnhildur. Íslendingarnir sem komu að hlusta voru ferðamenn í árlegri aðventuferð í Vínarborg á vegum Úrvals-Útsýnar. Þess utan var sendiherra Íslands í Vín mættur ásamt starfsmönnum sendiráðs- ins. Kórinn söng í hálftíma en það er sá tími sem öllum kórum er út- hlutaður. Þegar kórinn hafði lokið söng sínum var Ferenc heiðraður fyrir þetta framtak og menning- arfulltrúi Vínarborgar, Franz Schuller, sagði við það tækifæri að hann myndi glaður taka á móti alíslenskum kór að ári. Undir það tóku allir Íslendingarnir en þjóð- arstolt þeirra fór á flug um kvöld- ið þegar Margrét Árnadóttir kom óvænt fram á Vínartónleikum í einni af mörgum tónlistarhöllum borgarinnar. Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir 26 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Fáanlegur íHagkaupum,Skífunni,Expertog fleiri verslunum.skem mtun ! Diskur 1: Lögin sungin af mörgum ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Diskur 2: Lögin án söngs þannig að börnin geta sungið sjálf. Tveir diskar á verði eins! Bestu lögin af Barnaborg, Jabadabadúúú!!, Barnabros 1 og 2, Jóhanna Guðrún - 9 ára og Jóhanna Guðrún - Ég sjálf Ungverskur kór syngur íslensk jólalög Ferenc Utassy, ræðismaður Íslands í Ungverjalandi, stýrði ungverskum kór sem söng „Það á að gefa börnum brauð“ í Vín. SENDIHERRA OG RITARAR Sendiherra Íslands í Vínarborg Sveinn Björnsson, Emil Breki Hreggviðsson sendiráðsritari og Sam- anta Frühauf ritari. KÓRINN Kór og kórstjóri fengu mikið lófaklapp að loknum söngnum. MENNINGARFÓLKIÐ Doris Hais er starfsmaður menningardeildar Vínarborgar, Gunnhildur Gunnarsdóttir sem undirbjó komu kórsins til Vínar og Franz Schuller menningarfulltrúi Vínarborgar. M YN D IR /J Ó H AN N A Á. H . J Ó H AN N SD Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.