Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 51

Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 51
SUNNUDAGUR 5. desember 2004 Nýliðar Narfa á uppleið í íshokkíinu: Grilluðu Akureyringana ÍSHOKKÍ Lið Skautafélags Akureyr- ar tapaði stórt fyrir nágrönnum sínum, Narfa frá Hrísey, 3 - 11 þegar félögin áttust við í íshokkíleik á föstudagskvöldið. Er ár og dagur síðan Akureyr- ingarnir lutu svo í ís en hafa ber í huga að í lið þeirra vantaði þrjá lykilleikmenn sem voru í banni eftir mikinn hasar í leik þeirra við Björninn um síðustu helgi. Þá sigraði SA Björninn nokkuð auðveldlega en sigurinn var dýrkeyptur því mikil átök urðu milli leikmanna liðanna bæði í leiknum sjálfum og eins eftir hann þegar slagsmál brutust tvívegis út á göngum skautahallarinnar. Fengu allmargir bann eftir þann illa leik og kom það illa niður á SA gegn Narfa. Þessi stórsigur Narfa þýðir að slagurinn á toppi Íslandsmótsins harðnar til muna. Skautafélag Reykjavíkur er enn á toppnum með níu stig en skammt undan eru norðanmenn í SA með sjö stig og nýliðar Narfa með sex. Lið Bjarn- arins úr Grafarvogi rekur lestina eins og sakir standa með fjögur stig eftir sex leiki. Hvert félag spilar átján leiki á tímabilinu og því úrslitin hvergi nærri ráðin. Lið SA og Narfa áttust aftur við í gærkvöldi fyrir norðan en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. - aöe STÓRSIGUR NARFA Hið fornfræga Skautafélag Akureyrar má muna fífil sinn fegri ef marka má leik liðsins við Narfa frá Hrísey. SA tapaði með átta marka mun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N „Lærið að halda kjafti fyrir Verona“ „Þann 25. ágúst 2001 lék hinn svarti Kólumbíumaður Johnnier Estainer Montano fyrsta leik sinn fyrir Hellas Verona á Bentegodi-leikvanginum. Hann var boðinn hjartanlega velkominn af áhorfendum í suðurstúkunni.“ Svo hljóðar eftirmáli hinnar bráðskemmti- legu bókar breska rithöfundarins Tim Parks, Leiktíð með Verona (A Season with Verona). Parks fylgdi liðinu heila leiktíð á alla leiki þess, í fylgd hinna harðskeyttu aðdáenda félagsins „gul- bláu herdeild- arinnar“ (Briga- te Gialloblú) sem hefur daðrað við ný- fasisma og þótt í hópi óstýrilátustu knattspyrnu- áhugamanna Ítala ásamt stuðningsmönnum Atalanta og Lazio. Orð Parks í eftirmálanum benda til þess að hann voni að rasisma áhorfenda Verona sé að ljúka með því að svartur leikmaður gangi í raðir félagsins og áhorfendurnir fari að líta á hann sem einn af þeirra hópi. Svo varð því miður ekki rauninn og gulbláa herdeildin hélt áfram að svívirða svarta leikmenn úr röðum andstæðinganna þótt svartir leikmenn léku með Verona. „Við“ og „Þeir“ Þótt hægribullurnar hjá Verona hafi ekki látið af ósiðunum þá er það engu að síður staðreynd að með aukinni hreyf- ingu á leikmönnum í kjölfar Bosman- dómsins fyrir 10 árum síðan hefur dreg- ið nokkuð úr kynþáttafordómum hjá áhorfendum ýmissa liða í Suður-Evr- ópu. Það eru einfaldlega varla til lið í efstu deildum helstu knattspyrnuþjóða Evrópu sem ekki eru með svarta leik- menn innanborðs. Og jafnvel heimsk- ustu bullur eiga erfitt með að svívirða andstæðingana ef litaðir leikmenn eru í röðum þeirra manna. En um leið og tækifæri gefst, um leið og hægt er að búa til uppáhalds stöðu rasistanna, „Við“ og „Þeir“, þá gýs ruglið upp á nýj- an leik. Þannig halda ný-fasistarnir í suðurstúkunni hjá Real Mad- rid (Curva Sur) sig á mott- unni í leikjum Real en áttu síðan „stórleik“ þegar spænska landsliðið var mætt á Bernabeau. Titölulega ljósir Spán- verjar gegn Englend- ingum með svarta leikmenn innanborðs og eftirleikinn þekkja flestir knattspyrnu- aðdáendur; einhver sorglegasta og afkára- legasta uppákoma á stórleik í Evr- ópu síð- asta ára- tuginn. Aum knattspyrnuyfirvöld Því miður hafa knattspyrnuyfirvöld á Spáni og á Ítalíu ekki gert nokkurn skapaðan hlut til þess að bregðast við vandamálinu. Kannski skapast það af því að landslið landanna hafa ekki þurft að glíma við þetta vandamál af þeirri einföldu ástæðu að svartir leikmenn hafa verið fátíðir í liðunum. Þannig var Fabio Liverani fyrsti svarti leikmaðurinn til að leika landsleik fyrir Ítalíu árið 2002, aldarfjórðungi eftir að Viv Ander- son varð fyrsti blökkumaðurinn til að spila landsleik fyrir England, svo dæmi séu tekin. En því miður verður líka að segjast að þrátt fyrir dökka fasíska fortíð Ítalíu og Spánar þá hafa þessi lönd haft meira umburðarlyndi gagnvart upp- gangi ný-fasista en löndin í Norður-Evr- ópu. Einu aðilarnir sem hafa gert eitt- hvað í málunum eru þau félög sem hafa haft vandræðaseggina innan raða aðdáenda sinna og hafa hlotið sektir fyrir óspektir og læti. Það er við hæfi að ljúka þessum pistili á harðorðri orð- sendingu danska snillingsins Preben Elkjær Larsen til gulbláu herdeildarinnar fyrir 20 árum síðan. Elkjær hafði leitt liðið til síns eina meistaratitils árið 1984 og var orðinn þreyttur á bullinu í bull- unum. „Ef þið helvískir fasista haughausar ver- ið til þess að við fáum dæmt á okkur heimaleikjabann læt ég ganga frá ykkur. Heilalausu heimskingjar, lærið að halda kjafti, gerið það fyrir Hellas Verona“. Svo mörg voru þau orð meistarans. EINAR LOGI VIGNISSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.