Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 42
5. desember 2004 SUNNUDAGUR Debenhams: Maine, dömu- og herrafatna›ur. 20% afsláttur. Hótel Selfoss: Gisting og/e›a jólahla›bor›. 15% endurgrei›sla. Kaffi Reykjavík: Jólahla›bor›. 15% endurgrei›sla. Gunni Magg: Úra og skartgripaverslun. 15% endurgrei›sla. Heimilistæki: Tilbo› á 28" og 32" sjónvarpstækjum. Sjónvarpsmi›stö›in: Tilbo› á Olympus C60Z stafrænni myndavél me› 3x a›dráttarlinsu. T.J. Glans: Bílaflvottur. 20% endurgrei›sla. D‡ralíf: Katta- og hundaflurrmatur. 15% afsláttur. Herra Hafnarfjör›ur: Jakkaföt, skyrtur og bindi. 10% afsláttur vi› kassa. ESSO: Heimabíó me› DVD og mynd á 19.900 kr. Hagkaup: • Allt gos me› 15% afslætti. • Jóa Fel ís me› 15% afslætti. • Allir skór me› 15% afslætti. • Sófasett me› 10% afslætti. • Golfsett me› 15% afslætti. Desembertilbo› til e-korthafa Ljósin slökkt Nýlega kom út safnboxið With the Lights Out með rokksveitinni sálugu, Nirvana. Þrjár plötur með sjaldheyrðu efni tríósins eru í boxinu auk eins DVD-disks. Þetta box er mikill fengur fyrir aðdáendur þessarar merku Seattle- sveitar. Alls er að finna 81 lag á plötunum þremur og DVD-diskn- um, þar af 68 sem aldrei áður hafa verið gefin út opinberlega. Á DVD- disknum eru m.a. myndir frá árinu 1988 þegar Nirvana spilaði níu lög í kjallara bassaleikarans Krist Novoselic í bænum Aberdeen í Seattle. Einnig eru þar tíu tónleika- upptökur sem ekki hafa komið út áður. Titill plötunnar er vísun í texta í viðlagi vinsælasta lags Nirvana, Smells Like Teen Spirit. Þar segir m.a.: With the Lights Out, It´s Less Dangerous. Here We Are Now, Entertain Us. Lagaflækjur Safnboxið átti upphaflega að koma út fyrir þremur árum í tilefni af því að tíu ár voru þá liðin frá út- gáfu plötunnar Nevermind sem gerði Nirvana að stærstu rokksveit heims á einni nóttu. Vegna deilna á milli Courtney Love, ekkju söngv- arans Kurt Cobain sem svipti sig lífi 1994, og eftirlifandi meðlima sveitarinnar, frestaðist verkefnið. Ein helsta ástæðan var sú að Love vildi fyrst gefa út safnplötu með bestu lögum Nirvana. Vildi hún að síðasta lag sveitarinnar, You Know You´re Right, yrði á gefið fyrst út á þeirri plötu. Það varð á endanum raunin, en sú plata kom út fyrir tveimur árum og seldist í milljón- um eintaka. Sex ára vinna Tónlistarblaðamaðurinn Gillian Gaar, sem upphaflega fannst lítið til Nirvana koma, var í sex ár að setja saman safnboxið. „Ég byrj- aði á því árið 1998 og hefði aldrei trúað því að ég yrði í sex ár að ljúka verkefninu,“ sagði hún í við- tali á heimasíðu CNN. „Við ætluð- um að gefa það út 2001 en þá kom lögsóknin upp á yfirborðið. Öll þessi vinna sem við höfðum lagt í þetta var sett til hliðar og við hugsuðum okkur: „Munum við nokkurn tímann ná að ljúka þessu?,“ sagði hún. Eftir alla vinnuna er Gaar hæstánægð með útkomuna. „DVD-diskurinn byrjar á æfing- um í þessu litla herbergi og síðan í lok disksins eru þeir aftur komnir í lítið æfingaherbergi,“ sagði hún. „Það virðist nokkur dapurleiki hafa verið undirliggj- andi hjá hljómsveitinni. Hann var eiginlega hluti af sál hennar og flest lög Nirvana höfðu yfir sér þunglyndislegt yfirbragð. Jafnvel titill boxins, With the Lights Out, hljómar frekar sorglega.“ Margir græða Eftirlifandi meðlimir Nirvana, þeir Dave Grohl og Krist Novo- selic, munu græða ágætlega á safnboxinu sem og Courtney Love. Aðrir munu einnig fá höfundarlaun, eins og Mark Pickerel, fyrrum trommuleikari Nirvana og upphaflegur meðlim- ur í Seattle-sveitinni Screaming Trees. Hann á plötubúð í litlum bæ í austurhluta Washington-fylk- is sem gengur víst illa þessa dag- ana. Að sögn Duff McKagan, vin- ar Pickerel og trommara Velvet Revolver, hringdu lögfræðingar í Pickerel og tjáðu honum að hann myndi frá prósentur að hagnaði safnboxins. Varð hann að sjálf- sögðu himinlifandi yfir því. Sjálfur ólst Duff upp í Seattle, þar sem Nirvana sló í gegn. Hefur hljómsveit hans þegar tekið upp sína útgáfu af lagi Nirvana, Negative Creep. Gengi safnboxins Salan á boxinu hefur gengið ágæt- lega. Komst það meðal annars í fjórða sæti yfir söluhæstu plötur Amazon en náði þó aðeins nítj- ánda sæti á bandaríska vinsælda- listanum eftir fyrstu viku sína á lista. Þar hafði það selst í 106 þús- und eintökum. Söluhæst var aftur á móti nýjasta plata U2, How to Dismantle an Atomic Bomb, sem seldist í 840 þúsund eintökum sína fyrstu viku á lista. Aðeins tvö ár eru síðan Nirvana-safnplatan kom út og því er skiljanlegt að ein- hverjir séu enn nokkuð ragir við að kaupa boxið. Engu að síður er um merkan grip að ræða sem ætti að gefa góða innsýn inn í feril þessarar áhrifamestu rokksveitar tíunda áratugarins. freyr@frettabladid.is PLÖTUR NIRVANA: Bleach (1989) Nevermind (1991) Insecticide (1992) In Utero (1993) Unplugged in New York (1994) From the Muddy Banks of the Wishkah (1996) Best of Nirvana (2002) With the Lights Out (2004) KURT COBAIN Kurt Cobain, söngvari og lagahöfundur Nirvana, svipti sig lífi í apríl árið 1994. NIRVANA Krist Novoselic, Kurt Cobain og Dave Grohl skipuðu rokksveitina Nirvana. NEVERMIND Nirvana sló í gegn með plötunni Nevermind árið 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.