Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.12.2004, Blaðsíða 24
24 5. desember 2004 SUNNUDAGUR HVERNIG mál hafa æxlast í tengslum við forsetakosningarnar í Úkraínu veldur Rússum miklum áhyggjum. Það er ekki aðeins vegna þess, að margir Rússar líta á Úkraínu sem vöggu rétttrúnað- ar-rússneskrar menningar, sem mótaðist fyrst í Kænugarði fyrir 1000 árum. Litla-Rússland, eins og Úkraína var kölluð á keisara- tímanum, er ásamt Hvíta-Rúss- landi og Stór-Rússlandi „ættjörð hinnar austur-slavnesku stórþjóð- ar“. Að Hvíta-Rússland og Úkra- ína færu hvort sína leið sem sjálf- stæð ríki eftir hrun Sovétríkjanna er nokkuð sem Rússar hafa al- mennt enn ekki getað sætt sig við. Úkraína „endanlega að tapast“ Síðan úkraínskir kjósendur flykktust út á götur Kænugarðs til að andæfa kosningasvindlinu, tengja Rússar sigur úkraínsku stjórnarandstöðunnar við þá til- finningu að Úkraína sé „endan- lega að tapast“. Sjaldan hefur komið eins skýrt í ljós og í deilum síðustu vikna klofningur Úkraínu milli hins úkraínskumælandi, að miklu leyti kaþólska vesturhluta landsins, sem horfir til vesturs, og austurkirkju- rétttrúnaðar, rússneskumælandi austur- og suðurhlutans, sem horf- ir gjarnan til Moskvu. Þar að auki hefur þessi klofningur kallað upp á yfirborðið þá gömlu fullyrðingu, að eina ástæðan fyrir því að rúss- landshollu héruðin í suðaustri (Krímskagi þar á meðal) tilheyri Úkraínu sé sú, að Krúsjstjev Sovét- leiðtogi, sem sjálfur var frá Úkra- ínu, hefði á valdatíma sínum á sjötta áratugnum „gefið“ Úkraínu þau, en vitaskuld hafði sú endur- skilgreining innri landamæra Sovétríkjanna harla litla praktíska þýðingu fyrr en að því kom að Sov- étríkin liðuðust í sundur fyrir rúm- um áratug. Þá fyrst skárust hin áður fyrr rússnesku héruð innan landamæra Úkraínu frá „móður- landinu“. Óttast að vera umkringdir Þeim tilfinningalega sársauka, sem þetta veldur þjóðernislega þenkjandi Rússum, er auðvelt að gera sér pólitískan mat úr. Til við- bótar við sárindin yfir aðskilnaði „rússneskrar foldar“ bætist í huga Rússa hinn forni ótti við að veldi óvinveitt Rússlandi um- kringi það. Þessi ótti er engan veginn fyrst til kominn á Sovét- tímanum, þegar allur umheimur- inn var skynjaður sem ógn, heldur á þessi tilfinning í brjósti Rússa rætur að rekja langt aftur til keisaratímans og hún lifir enn góðu lífi. Þessa glóð er auðvelt að tendra á ný, og segja má að fýsibelgirnir blási allir og hvási þessa dagana. Því að í huga Kremlverja nútím- ans er ljóst að baráttan um Úkra- ínu sé „orrusta um að hrinda inn- rás úr vestri“, eins og fréttaritari svissneska blaðsins Neue Zürcher Zeitung (NZZ) orðar það. Ráðamenn í Kreml höfðu gert heljarinnar lið út af örkinni til þess að sjá til þess að Janúkovítsj, þeirra maður, næði traustum tökum á úkraínska forsetastóln- um. Meðal annars höfðu tveir af þekktustu „pólitísku tæknimönn- unum“ úr liði Kremlverja, Sergei Markov og Gleb Pavlovskí, það hlutverk að beita í Úkraínu þeim aðferðum, sem hingað til hefðu sýnt sig bera árangur í kosning- um í Rússlandi. Í liðinu var líka Ígor Sjúvalov af forsetaskrifstof- unni í Kreml, sem væntanlega hafði það verkefni að gefa Úkra- ínumönnum aukatíma í faginu „stýrt lýðræði“, eins og NZZ orð- ar það. Og viti menn: allt virtist ætla að ganga upp. Strax daginn eftir að síðari umferð kosning- anna fór fram virtist Janúkovítsj hafa yfirgnæfandi forskot á keppinautinn Júsjenkó. Þvert á allar diplómatískar venjur sendi Pútín Rússlandsforseti Janúkovít- sj hamingjuóskir með sigurinn áður en nokkur opinber úrslit lágu fyrir, og sýndi þar með hvað Kremlverjar voru sigurvissir. En það sýndi sig að kosningastýring- armeisturum Kremlar hafði láðst að reikna með einu: allstór hluti kjósenda í Úkraínu var ákveðinn í að láta ekki hin augljósu kosn- ingasvik þegjandi og hljóðalaust yfir sig ganga. Stjórnarhollu fjöl- miðlarnir í Rússlandi reyndu – og reyna jafnvel enn – að lýsa fjölda- mótmælunum í Úkraínu sem au- virðilegum aksjónisma lítillar klíku stjórnarandstæðinga. En rás hinna raunverulegu atburða má sín meira og rússnesku miðlarnir geta ekki lengur látið sem fjölda- mótmælin hafi ekki átt sér stað. En samt trúa margir Rússar því enn, að Janúkovítsj hafi víst unnið kosningarnar og mótmæla- hreyfingin sé aðeins fjarstýrt samsæri Rússlandsfjandsam- legra afla. Læra ekki af mistökum Samsæriskenningar um að Vesturlönd sitji um að grafa und- an mætti og menningu Rússlands lifa góðu lífi innan Kremlarmúra. Viljinn er enginn til að læra af mistökum eins og þeim sem af- skiptin af kosningunum í Úkraínu eru dæmi um – né heldur af kosn- ingaafskiptum í öðrum grann- löndum Rússlands á undanförnum misserum, ef út í það er farið. Að þær aðferðir, sem virðast geta leitt fram hverjar þær kosninga- niðurstöður sem óskað er eftir í Rússlandi, skuli ekki virka vel sem útflutningsvara, eru ráða- menn í Moskvu ekki tilbúnir að horfast í augu við. Þeir leita frek- ar að blóraböggli, og þá er þægi- legt að grípa til samsæriskenn- inga um undirförla ásælni vest- ursins. Sé litið yfir sviðið blasir þó við óglæsileg mynd af grannlanda- stefnu Rússlands. Tryggustu bandamennirnir – Lúkasjenkó í Hvíta-Rússlandi, Nasarbajev í Kasakstan, Kotsjarjan í Armeníu – eru af hálfu stjórnarandstæð- inga í eigin löndum sem og af al- þjóðlegum eftirlitsaðilum eins og ÖSE álitnir forhertir kosninga- svindlarar (jafnvel þótt slíku sé oft pakkað inn í diplómatískt orðalag). Pútín forseta fannst ekkert at- hugavert við að hann óskaði hin- um meinta kosningasigurvegara Janúkovítsj til hamingju áður en nokkur opinber úrslit voru kunn; aftur á móti skoraði hann á ÖSE að láta það alveg vera að gagn- rýna framkvæmd kosninganna, áður en slík opinber úrslit lægju fyrir. Valdstýringarviðbragðið Fréttaritari NZZ lýkur pistli sínum frá Moskvu með þeim orð- um, að þótt þar til fyrir nokkrum mánuðum hefði litið út fyrir að ólíkar hreyfingar væru að kepp- ast um völdin í Kreml benti nú margt til þess, að áfallið sem gíslatakan í Beslan í september orsakaði hefði raskað valda- jafnvæginu. Hinir svokölluðu „siloviki“, fulltrúar leyniþjónust- unnar, öryggislögreglunnar og hersins, virtust hafa fengið grænt ljós á að hrinda í framkvæmd sinni sýn á það hvernig móta beri Rússland og stefnu þess gagnvart grannríkjum. Þessir menn leggja ekkert upp úr lýðræðislegum stjórnarháttum; hugmyndina um hinn fullburða, upplýsta borgara sem beitir sér pólitískt, í félagi við aðra borgara, eftir eigin óskum og hagsmunum, líta þeir í besta falli hornauga. Fyrstu merkin um þessa stefnubreytingu séu nú þegar að koma í ljós. Til hennar heyrðu þær breytingar sem nú væri verið að gera á kosningalögum í Rússlandi, sem takmarka réttindi borgaranna, sem og sú greinilega breyting sem orðið hefði á efna- hagsstefnunni, og „sjálfvirka við- bragðið“ að grípa til valdstýrðra afskipta í samskiptunum við grannríkin. Vegur Úkraínu og örlög A-Evrópu Nú lítur út fyrir að Janúkovítsj sé búinn að vera og hinn „vestur- horfandi“ Júsjenkó muni taka við af bragðarefnum Leoníd Kútsmja. Ekki er þó útséð um það hvort Úkraína haldist í einu lagi; hug- myndir um aðskilnað „rússnesku héraðanna“ í austurhlutanum hafa talsverðan hljómgrunn með- al íbúanna þar og erfitt að sjá fyr- ir hvert þær munu leiða. Eitt er þó víst, að það hvernig fer í Úkraínu getur haft mikil áhrif á örlög Austur-Evrópu allrar, að Rúss- landi meðtöldu. Júsjenkó hefur þá yfirlýstu stefnu að Úkraína gangi til liðs við bæði Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. Næði sú stefna fram að ganga og Úkraína fylgdi þar með í kjölfar hinna Austur-Evrópulandanna sem áður lutu Moskvuvaldinu, þ.e. Eystra- saltsríkjanna þriggja og hinna Varsjárbandalagsríkin fyrrver- andi, gæti það orðið öðrum næstu nágrönnum Rússlands fyrirmynd. Ennfremur má ætla, að fari svo að Úkraínumenn verði aðnjótandi mannréttinda og velmegunar að vestrænum hætti, liggur nærri að kjósendur í Rússlandi spyrji sjálfa sig hvers vegna þeir ættu ekki að geta fengið það sama. ■ JÚSJENKÓ, LEIÐTOGI STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR Þykir hallur undir vestræn gildi og er fyrir vikið þyrnir í augum ráðamanna í Kreml. JANÚKOVÍTSJ, KANDIDAT PÚTÍNS Þeir félagar fögnuðu sigri of snemma því hæstiréttur Úkraínu hefur úrskurðað forsetakosningarnar ógildar. PÚTÍN, FORSETI RÚSSLANDS Sendi „kosningatækna“ frá Kreml til hjálpar Janúkovítsj. Úkraínudeilan veldur Rússum hugarangist Atburðarásin í kringum forsetakosningarnar í Úkraínu veldur Rússum þungum áhyggjum. Auðunn Arnórsson lýsir þeim hér. MÓTMÆLENDUR Í MIÐBÆ KÆNUGARÐS Sneru heim fyrr í vikunni eftir margra daga mótmælastöðu gegn framkvæmd forsetakosninganna. LJ Ó SM YN D IR : A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.