Fréttablaðið - 05.12.2004, Page 24

Fréttablaðið - 05.12.2004, Page 24
24 5. desember 2004 SUNNUDAGUR HVERNIG mál hafa æxlast í tengslum við forsetakosningarnar í Úkraínu veldur Rússum miklum áhyggjum. Það er ekki aðeins vegna þess, að margir Rússar líta á Úkraínu sem vöggu rétttrúnað- ar-rússneskrar menningar, sem mótaðist fyrst í Kænugarði fyrir 1000 árum. Litla-Rússland, eins og Úkraína var kölluð á keisara- tímanum, er ásamt Hvíta-Rúss- landi og Stór-Rússlandi „ættjörð hinnar austur-slavnesku stórþjóð- ar“. Að Hvíta-Rússland og Úkra- ína færu hvort sína leið sem sjálf- stæð ríki eftir hrun Sovétríkjanna er nokkuð sem Rússar hafa al- mennt enn ekki getað sætt sig við. Úkraína „endanlega að tapast“ Síðan úkraínskir kjósendur flykktust út á götur Kænugarðs til að andæfa kosningasvindlinu, tengja Rússar sigur úkraínsku stjórnarandstöðunnar við þá til- finningu að Úkraína sé „endan- lega að tapast“. Sjaldan hefur komið eins skýrt í ljós og í deilum síðustu vikna klofningur Úkraínu milli hins úkraínskumælandi, að miklu leyti kaþólska vesturhluta landsins, sem horfir til vesturs, og austurkirkju- rétttrúnaðar, rússneskumælandi austur- og suðurhlutans, sem horf- ir gjarnan til Moskvu. Þar að auki hefur þessi klofningur kallað upp á yfirborðið þá gömlu fullyrðingu, að eina ástæðan fyrir því að rúss- landshollu héruðin í suðaustri (Krímskagi þar á meðal) tilheyri Úkraínu sé sú, að Krúsjstjev Sovét- leiðtogi, sem sjálfur var frá Úkra- ínu, hefði á valdatíma sínum á sjötta áratugnum „gefið“ Úkraínu þau, en vitaskuld hafði sú endur- skilgreining innri landamæra Sovétríkjanna harla litla praktíska þýðingu fyrr en að því kom að Sov- étríkin liðuðust í sundur fyrir rúm- um áratug. Þá fyrst skárust hin áður fyrr rússnesku héruð innan landamæra Úkraínu frá „móður- landinu“. Óttast að vera umkringdir Þeim tilfinningalega sársauka, sem þetta veldur þjóðernislega þenkjandi Rússum, er auðvelt að gera sér pólitískan mat úr. Til við- bótar við sárindin yfir aðskilnaði „rússneskrar foldar“ bætist í huga Rússa hinn forni ótti við að veldi óvinveitt Rússlandi um- kringi það. Þessi ótti er engan veginn fyrst til kominn á Sovét- tímanum, þegar allur umheimur- inn var skynjaður sem ógn, heldur á þessi tilfinning í brjósti Rússa rætur að rekja langt aftur til keisaratímans og hún lifir enn góðu lífi. Þessa glóð er auðvelt að tendra á ný, og segja má að fýsibelgirnir blási allir og hvási þessa dagana. Því að í huga Kremlverja nútím- ans er ljóst að baráttan um Úkra- ínu sé „orrusta um að hrinda inn- rás úr vestri“, eins og fréttaritari svissneska blaðsins Neue Zürcher Zeitung (NZZ) orðar það. Ráðamenn í Kreml höfðu gert heljarinnar lið út af örkinni til þess að sjá til þess að Janúkovítsj, þeirra maður, næði traustum tökum á úkraínska forsetastóln- um. Meðal annars höfðu tveir af þekktustu „pólitísku tæknimönn- unum“ úr liði Kremlverja, Sergei Markov og Gleb Pavlovskí, það hlutverk að beita í Úkraínu þeim aðferðum, sem hingað til hefðu sýnt sig bera árangur í kosning- um í Rússlandi. Í liðinu var líka Ígor Sjúvalov af forsetaskrifstof- unni í Kreml, sem væntanlega hafði það verkefni að gefa Úkra- ínumönnum aukatíma í faginu „stýrt lýðræði“, eins og NZZ orð- ar það. Og viti menn: allt virtist ætla að ganga upp. Strax daginn eftir að síðari umferð kosning- anna fór fram virtist Janúkovítsj hafa yfirgnæfandi forskot á keppinautinn Júsjenkó. Þvert á allar diplómatískar venjur sendi Pútín Rússlandsforseti Janúkovít- sj hamingjuóskir með sigurinn áður en nokkur opinber úrslit lágu fyrir, og sýndi þar með hvað Kremlverjar voru sigurvissir. En það sýndi sig að kosningastýring- armeisturum Kremlar hafði láðst að reikna með einu: allstór hluti kjósenda í Úkraínu var ákveðinn í að láta ekki hin augljósu kosn- ingasvik þegjandi og hljóðalaust yfir sig ganga. Stjórnarhollu fjöl- miðlarnir í Rússlandi reyndu – og reyna jafnvel enn – að lýsa fjölda- mótmælunum í Úkraínu sem au- virðilegum aksjónisma lítillar klíku stjórnarandstæðinga. En rás hinna raunverulegu atburða má sín meira og rússnesku miðlarnir geta ekki lengur látið sem fjölda- mótmælin hafi ekki átt sér stað. En samt trúa margir Rússar því enn, að Janúkovítsj hafi víst unnið kosningarnar og mótmæla- hreyfingin sé aðeins fjarstýrt samsæri Rússlandsfjandsam- legra afla. Læra ekki af mistökum Samsæriskenningar um að Vesturlönd sitji um að grafa und- an mætti og menningu Rússlands lifa góðu lífi innan Kremlarmúra. Viljinn er enginn til að læra af mistökum eins og þeim sem af- skiptin af kosningunum í Úkraínu eru dæmi um – né heldur af kosn- ingaafskiptum í öðrum grann- löndum Rússlands á undanförnum misserum, ef út í það er farið. Að þær aðferðir, sem virðast geta leitt fram hverjar þær kosninga- niðurstöður sem óskað er eftir í Rússlandi, skuli ekki virka vel sem útflutningsvara, eru ráða- menn í Moskvu ekki tilbúnir að horfast í augu við. Þeir leita frek- ar að blóraböggli, og þá er þægi- legt að grípa til samsæriskenn- inga um undirförla ásælni vest- ursins. Sé litið yfir sviðið blasir þó við óglæsileg mynd af grannlanda- stefnu Rússlands. Tryggustu bandamennirnir – Lúkasjenkó í Hvíta-Rússlandi, Nasarbajev í Kasakstan, Kotsjarjan í Armeníu – eru af hálfu stjórnarandstæð- inga í eigin löndum sem og af al- þjóðlegum eftirlitsaðilum eins og ÖSE álitnir forhertir kosninga- svindlarar (jafnvel þótt slíku sé oft pakkað inn í diplómatískt orðalag). Pútín forseta fannst ekkert at- hugavert við að hann óskaði hin- um meinta kosningasigurvegara Janúkovítsj til hamingju áður en nokkur opinber úrslit voru kunn; aftur á móti skoraði hann á ÖSE að láta það alveg vera að gagn- rýna framkvæmd kosninganna, áður en slík opinber úrslit lægju fyrir. Valdstýringarviðbragðið Fréttaritari NZZ lýkur pistli sínum frá Moskvu með þeim orð- um, að þótt þar til fyrir nokkrum mánuðum hefði litið út fyrir að ólíkar hreyfingar væru að kepp- ast um völdin í Kreml benti nú margt til þess, að áfallið sem gíslatakan í Beslan í september orsakaði hefði raskað valda- jafnvæginu. Hinir svokölluðu „siloviki“, fulltrúar leyniþjónust- unnar, öryggislögreglunnar og hersins, virtust hafa fengið grænt ljós á að hrinda í framkvæmd sinni sýn á það hvernig móta beri Rússland og stefnu þess gagnvart grannríkjum. Þessir menn leggja ekkert upp úr lýðræðislegum stjórnarháttum; hugmyndina um hinn fullburða, upplýsta borgara sem beitir sér pólitískt, í félagi við aðra borgara, eftir eigin óskum og hagsmunum, líta þeir í besta falli hornauga. Fyrstu merkin um þessa stefnubreytingu séu nú þegar að koma í ljós. Til hennar heyrðu þær breytingar sem nú væri verið að gera á kosningalögum í Rússlandi, sem takmarka réttindi borgaranna, sem og sú greinilega breyting sem orðið hefði á efna- hagsstefnunni, og „sjálfvirka við- bragðið“ að grípa til valdstýrðra afskipta í samskiptunum við grannríkin. Vegur Úkraínu og örlög A-Evrópu Nú lítur út fyrir að Janúkovítsj sé búinn að vera og hinn „vestur- horfandi“ Júsjenkó muni taka við af bragðarefnum Leoníd Kútsmja. Ekki er þó útséð um það hvort Úkraína haldist í einu lagi; hug- myndir um aðskilnað „rússnesku héraðanna“ í austurhlutanum hafa talsverðan hljómgrunn með- al íbúanna þar og erfitt að sjá fyr- ir hvert þær munu leiða. Eitt er þó víst, að það hvernig fer í Úkraínu getur haft mikil áhrif á örlög Austur-Evrópu allrar, að Rúss- landi meðtöldu. Júsjenkó hefur þá yfirlýstu stefnu að Úkraína gangi til liðs við bæði Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. Næði sú stefna fram að ganga og Úkraína fylgdi þar með í kjölfar hinna Austur-Evrópulandanna sem áður lutu Moskvuvaldinu, þ.e. Eystra- saltsríkjanna þriggja og hinna Varsjárbandalagsríkin fyrrver- andi, gæti það orðið öðrum næstu nágrönnum Rússlands fyrirmynd. Ennfremur má ætla, að fari svo að Úkraínumenn verði aðnjótandi mannréttinda og velmegunar að vestrænum hætti, liggur nærri að kjósendur í Rússlandi spyrji sjálfa sig hvers vegna þeir ættu ekki að geta fengið það sama. ■ JÚSJENKÓ, LEIÐTOGI STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR Þykir hallur undir vestræn gildi og er fyrir vikið þyrnir í augum ráðamanna í Kreml. JANÚKOVÍTSJ, KANDIDAT PÚTÍNS Þeir félagar fögnuðu sigri of snemma því hæstiréttur Úkraínu hefur úrskurðað forsetakosningarnar ógildar. PÚTÍN, FORSETI RÚSSLANDS Sendi „kosningatækna“ frá Kreml til hjálpar Janúkovítsj. Úkraínudeilan veldur Rússum hugarangist Atburðarásin í kringum forsetakosningarnar í Úkraínu veldur Rússum þungum áhyggjum. Auðunn Arnórsson lýsir þeim hér. MÓTMÆLENDUR Í MIÐBÆ KÆNUGARÐS Sneru heim fyrr í vikunni eftir margra daga mótmælastöðu gegn framkvæmd forsetakosninganna. LJ Ó SM YN D IR : A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.