Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 6
6 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Tugir hafa látist í árásum í Bagdad og sjö í norðanverðu Írak: Blóðugir dagar í Bagdad ÍRAK, AFP/AP Sjö íraskir lögreglu- menn létust og að minnsta kosti 59 manns særðust, flestir lögreglu- menn, þegar tvær bílasprengjur voru sprengdar við hlið lögreglu- stöðvar í Bagdad í gær. Talið er að í öðru tilvikinu hafi ökumaður bílsins gert sjálfsmorðsárás. Árásin var gerð um hálf tíu að morgni, nærri varðstöð inn á svonefnt „grænt svæði“ þar sem öryggisgæsla er meiri. Þetta var önnur stórárásin sem gerð er í Bagdad með skömmu millibili því á föstudag myrtu hryðjuverkamenn nær þrjátíu manns í tveimur árásum. Abu Musab al-Zarqawi, sem Banda- ríkjamenn og Írakar freistuðu að ná með árásunum á Falluja, lýsti fyrri árásunum á hendur sér. Fjórtán létust og nítján særðust í sprengjuárásum nærri mosku sjíamúslima í al-Adhamiya hverf- inu og 60 menn réðust á lögreglu- stöð annars staðar í Bagdad og skutu á hana með hríðskota- rifflum og sprengjuvörpum. Bandarísk hernaðaryfirvöld létu hafa eftir sér að fjórir her- menn Bandaríkjahers hafi fallið í árásum á föstudag og laugardag, en þó ekki í bílsprengjuárásunum í gær. Árásirnar í gær og á föstudag voru fyrstu stórfelldu árásirnar í Bagdad frá því að 40 létust í sprengjuárásum 30. september, fórnarlömbin þá voru mestmegn- is börn. ■ Ræðum við þá sem setja verðmiðana Karlar í Starfsmannafélagi ríkisstofnana hafa allt að 29,5 prósentum hærri tekjur en konurnar. Leiðrétting á launamun kynjanna er inni í kröfugerð félagsins. KJARAMÁL Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heild- artekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karl- arnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan kon- urnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaun- in eru hinsvegar rúmar 165 þús- und hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefnd- ar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félags- vísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. „Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurf- um að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin,“ segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmanna- félagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mest- ur hjá Starfsmannafélagi ríkis- stofnana af þeim sem kjarakönn- un KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskóla- mönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins. ghs@frettabladid.is NAPÓLEONS MINNST Frönsk blöð fjölluðu mikið um krýningu Napó- leons Bónaparte sem keisara Frakklands í vikulokin, en þá voru 200 ár liðin frá krýningunni. Engar opinberar athafnir voru haldnar en nokkur frjáls félagasamtök minnt- ust atburðarins, meðal annars með skrúðgöngu manna í einkennisbún- ingum lífvarða Napóleons. SAMFÉLAGSÞJÓNUSTA FYRIR MORÐ- HÓTUN Maður sem hótaði að myrða hollenskan stjórnmálamann hefur verið dæmdur til að inna af hendi 120 klukkustundir í samfélagsþjón- ustu. Hann skrifaði á vefsíðu að réttast væri að refsa með lífláti þingmanni sem hefur verið gagn- rýninn á Islam og innflytjendur. VÆNDISKAUP ERU MISNOTKUN Kaup friðargæsluliða á vændi í löndum þar sem þeir eru við störf eru ekkert annað en kynferðisleg misnotkun, sagði Louise Arbor, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Arbor sagði finnskum fjölmiðlum að taka yrði á þeim málum sem kæmu upp. LIFÐI AF TILRÆÐI Boris Tadic, for- seti Serbíu, slapp heill heilsu frá því sem virtist vera banatilræði við hann á götu í Belgrad. Þá var reynt að keyra á bíl hans á miklum hraða en einum lífverði forsetans tókst að keyra í veg fyrir bíl tilræðis- mannsins, sem náði að flýja. ■ BANDARÍKIN ■ EVRÓPA VEISTU SVARIÐ? 1Hvað fór Karl Sigurbjörnsson biskupfram á í bréfi til Alþingismanna? 2Hvað heitir nýr umboðsmaður barna? 3Hvað hefur Reykjavíkurlistinn sam-þykkt að hækka sorphirðugjald mikið? Svörin eru á bls. 50 Rosalega spennandi í Goðheimum „Bókin er rosalega spennandi og svolítið hættuleg á köflum ... Þetta er þægileg bók til að loka sig af með inni í herbergi ... “ - Elísabet Brekkan, DV Vopnafjörður: Maður gekk berserksgang LÖGREGLA Lögreglan á Vopnafirði hafði ítrekað afskipti af skip- verjum báts sem liggur við fest- ar í bæjarins á aðfararnótt laug- ardags. Um hálf tvö leytið féll einn skipvera niður stiga um borð í bátnum og var í framhaldi af því fluttur á heilsugæslustöð og síðan með sjúkraflugi til Ak- ureyrar. Á fjórða tímanum var annar skipverji handtekinn og fluttur í fangageymslu eftir að hafa gengið berserksgang um borð Mennirnir höfðu báðir verið að skemmta sér í landi áður en atvikin áttu sér stað. Báturinn skemmdist töluvert, meðal annars brotnaði skjár á sjótölvu í brúnni sem þýðir að báturinn kemst ekki til veiða að sinni. - bb Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Hörð mótmæli vegna bifreiðagjalda NEYTENDUR Stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur sent frá sér hörð mótmæli vegna fyrir- hugaðrar hækkunar bifreiða- gjalda. Stjórnin bendir á að frumvarp fjármálaráðherra um hækkun skattsins sem nú liggur fyrir al- þingi geri ráð fyrir að gjaldið hækki í 6,83 krónur á hvert kíló og í 9,21 á hvert kíló umfram það. Ef bifreiðagjaldið miðaðist við þróun verðlags frá 1988, væri það nú um 4,76 krónur fyrir hvert kíló af eigin þyngd bifreið- ar. „Sú breyting sem lögð er til í frumvarpinu nú er yfir 43% hækkun umfram verðlagsþróun frá því að þessi ósanngjarni skatt- ur var fyrst álagður,“ segir í sam- þykkt stjórnarinnar. „Öfugt við það sem stendur í frumvarpinu þá hefur bifreiðagjaldið hækkað langt umfram almenna verðlags- þróun á síðustu árum. Hér ekki verið að leggja til „leiðréttingu“ í samræmi við þróun verðlags heldur er verið að leggja þyngri byrðar á fólkið í bílnum, fjöl- skyldurnar í landinu, með hertri skattheimtu á það heimilistæki sem þær eiga hvað erfiðast með að vera án.“ ■ BANNAÐ AÐ AUGLÝSA Tvær stærstu sjónvarpsstöðvar Banda- ríkjanna hafa neitað að birta aug- lýsingar frá Sameinaðri kirkju Krists í Cleveland af ótta við að þær yllu deilum. Í auglýsingunum voru hommar og lesbíur boðin vel- komin í söfnuðinn og ýjað að for- dómum annarra kirkjudeilda gagnvart samkynhneigðum. SÆRÐUM MANNI HJÁLPAÐ Sjúkraliðar hjálpa særðum manni á sjúkrahúsinu Yarmouk í Bagdad í gær, eftir bíl- sprengjuárás við hlið íraskrar lögreglustöðvar rétt utan við „græna svæðið“ í borginni. Sprengingin varð sex íröskum lögreglumönnum að bana og tíu manns særðust. AP M YN D /H AD I M IZ B AN JENS ANDRÉSSON „Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra um að þessu þyrfti að útrýma í átta til tíu ár,“ segir Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, um launamun kynjanna hjá félaginu. HEILBRIGÐISHÓPUR STARFS- MANNAFÉLAGS RÍKISSTOFNANA Karlar heildartekjur 494.874 Konur heildartekjur 348.851 Munur: 29,5% Tæknihópur Karlar heildartekjur 263.118 Konur heildartekjur 239.324 Munur: 9,1% Skrifstofuhópur Karlar heildartekjur 229.851 Konur heildartekjur 186.569 Munur: 19% Allir Karlar heildartekjur 243.393 Konur heildartekjur 195.083 Munur: 20% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I BIFREIÐAEIGENDUR Hækkun bifreiðagjalda yfirvofandi. Skemmdarverk á Akureyri: Grjótkast og gröfu- skemmdir LÖGREGLA Skemmdarverk voru unnin á Akureyri aðfaranótt laugardags. Grjóti var kastað í gegnum rúðu í húsnæði verslun- arinnar Raflampa sem staðsett er á Óseyri. Rúðan mölbrotnaði en mildi þykir að einungis einn lampi brotnaði inni í búðinni. Einnig var vegavinnutæki, grafa sem hafði verið skilin eft- ir á gatnamótum Glerárgötu og Hvannavalla, stórskemmd, vél- arhlífin brotin og snjó troðið inn á vélina og í hráolíutankinn. Ekkert bendir til þess að sömu aðilar hafi verið að verki og lögreglan veit ekki hver eða hverjir eru sekir um skemmdar- verkin. - bb

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.